Helgi Freyr Margeirsson hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við Tindastól. Feykir.is greinir frá.
Helgi, sem er 35 ára, hefur leikið með Tindastóli í áraraðir. Hann hefur einnig spilað með Þór á Akureyri, í Danmörku og í bandaríska háskólaboltanum.
Helgi var með 5,6 stig og 1,7 fráköst að meðaltali í leik á síðasta tímabili. Þessi mikla skytta var með 36% skotnýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna í fyrra.
Tindastóll endaði í 3. sæti Domino's deildarinnar á síðasta tímabili og féll úr leik fyrir Keflavík í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar.
Tindastóll mætir ÍR í 1. umferð Domino's deildarinnar 5. október næstkomandi.
