Sumarið framlengt: Landsmenn hvattir til að nýta veðurblíðuna Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. ágúst 2017 10:12 Íslendingar víðast hvar á landinu gætu fengið tækifæri til sólbaða næstu daga ef fram fer sem horfir. Vísir/Eyþór Veður verður með besta móti víðast hvar á landinu í vikunni, að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Hann gerir ráð fyrir nokkurri framlengingu á sumrinu, yfir 20 stiga hita á einhverjum stöðum næstu daga, en svo snýst þó upp í bleytuspá um helgina. „Það verður fínasta veður í vikunni, dettur kannski í 20 stig einhvers staðar yfir daginn,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi. Hann segir besta veðrið að öllum líkindum verða á Vesturlandi á miðvikudag og fimmtudag en á morgun verður einna bjartast á höfuðborgarsvæðinu. Þá mælir Þorsteinn sérstaklega með því að landsmenn nýti góða veðrið á meðan það varir. „Það er um að gera að nota þessa viku vel, þetta verður sennilega ágætasta sumarveður. Á morgun verður bjartast sunnan- og vestanlands en gæti þykknað svolítið upp fyrir norðan, þetta skiptist svona á.“Sumarveðrið víkur fyrir lægð um helginaÁ föstudag fer þó að þykkna upp vestan- og sunnanlands með vætu. Þá er almenn bleytuspá um helgina, með tilheyrandi rigningu og stífum vindi víðast hvar, en á Norðurlandi gæti aftur á móti haldist þurrt að mestu. Aðspurður segir Þorsteinn haustið þó ekki alveg handan við hornið. „Nei, það kemur ekki alveg strax en það virðist vera einhver meiri óróleiki í veðrinu í næstu viku, það eru hérna djúpar lægðir á siglingu.“Hér að neðan má sjá veðurhorfur næstu daga samkvæmt vef Veðurstofu Íslands:Á miðvikudag og fimmtudag:Austankaldi með suðurströndinni, annars hægviðri. Sums staðar skýjað við sjávarsíðuna, en annars léttskýjað. Hiti 8 til 19 stig, hlýjast á V-landi, en svalast á Austfjörðum. Á föstudag:Hægir vindar og bjart með köflum A-til, en suðaustankaldi og dálítil væta V-lands. Hiti 10 til 17 stig að deginum, hlýjast NA-til. Á laugardag og sunnudag:Útlit fyrir ákveðna suðaustanátt með rigningu, en lengst af þurrviðri fyrir norðan. Áfram milt veður. Veður Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir hagsmuni sína af strandveiðum óverulega Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Veður verður með besta móti víðast hvar á landinu í vikunni, að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Hann gerir ráð fyrir nokkurri framlengingu á sumrinu, yfir 20 stiga hita á einhverjum stöðum næstu daga, en svo snýst þó upp í bleytuspá um helgina. „Það verður fínasta veður í vikunni, dettur kannski í 20 stig einhvers staðar yfir daginn,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi. Hann segir besta veðrið að öllum líkindum verða á Vesturlandi á miðvikudag og fimmtudag en á morgun verður einna bjartast á höfuðborgarsvæðinu. Þá mælir Þorsteinn sérstaklega með því að landsmenn nýti góða veðrið á meðan það varir. „Það er um að gera að nota þessa viku vel, þetta verður sennilega ágætasta sumarveður. Á morgun verður bjartast sunnan- og vestanlands en gæti þykknað svolítið upp fyrir norðan, þetta skiptist svona á.“Sumarveðrið víkur fyrir lægð um helginaÁ föstudag fer þó að þykkna upp vestan- og sunnanlands með vætu. Þá er almenn bleytuspá um helgina, með tilheyrandi rigningu og stífum vindi víðast hvar, en á Norðurlandi gæti aftur á móti haldist þurrt að mestu. Aðspurður segir Þorsteinn haustið þó ekki alveg handan við hornið. „Nei, það kemur ekki alveg strax en það virðist vera einhver meiri óróleiki í veðrinu í næstu viku, það eru hérna djúpar lægðir á siglingu.“Hér að neðan má sjá veðurhorfur næstu daga samkvæmt vef Veðurstofu Íslands:Á miðvikudag og fimmtudag:Austankaldi með suðurströndinni, annars hægviðri. Sums staðar skýjað við sjávarsíðuna, en annars léttskýjað. Hiti 8 til 19 stig, hlýjast á V-landi, en svalast á Austfjörðum. Á föstudag:Hægir vindar og bjart með köflum A-til, en suðaustankaldi og dálítil væta V-lands. Hiti 10 til 17 stig að deginum, hlýjast NA-til. Á laugardag og sunnudag:Útlit fyrir ákveðna suðaustanátt með rigningu, en lengst af þurrviðri fyrir norðan. Áfram milt veður.
Veður Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir hagsmuni sína af strandveiðum óverulega Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira