Raddstýrða stríðið Björn Berg Gunnarsson skrifar 30. ágúst 2017 07:00 Smásölumarkaðurinn vestanhafs var heldur betur í sviðsljósinu í síðustu viku. Hluthafar Whole Foods samþykktu formlega að selja verslanakeðjuna til Amazon á ríflega 1.500 milljarða króna og nýju eigendurnir ætla strax að lækka vöruverð. Samdægurs bárust áhugaverð tíðindi frá Google. Frá og með síðari hluta september geta notendur snjallhátalarans Google Home keypt vörur frá stærsta smásala heims, Wal-Mart, með raddskipunum.Amazon með forystu Flestum ber saman um að samstarf Google og Wal-Mart sé svar við auknum umsvifum Amazon. Jeff Bezos og félagar hafa lagt ríka áherslu á þróun og sölu Amazon Echo snjallhátalara að undanförnu og nífaldaðist salan á síðasta ári. Echo hefur í dag tæplega þrisvar sinnum fleiri virka notendur en Google Home. Markmiðið er þó ekki eingöngu að selja sem flesta hátalara heldur að hagnast á notkuninni. Ljóst er að Amazon og Google telja raddstýrð innkaup spennandi markað og þó Amazon hafi hingað til verið mun meira áberandi í smásölu á vefnum er samstarfið við Wal-Mart afar stórt skref fyrir Google og markaðstorg þeirra, Google Express. Vörur Costco, Target, Walgreens, Toys R Us og fleiri risa hafa reyndar verið í boði á markaðstorginu (meira að segja Whole Foods) og frá því í febrúar hefur verið hægt að panta vörur með raddstýringu en með tilkomu Wal-Mart færist samkeppnin á annað plan.Næsta skref í vefverslun Það getur verið erfitt að átta sig á áhrifum aukinnar samkeppni en stundum er hægt að sjá vísbendingar í verðlagningu hlutabréfa. Þegar tilkynnt var um fyrirhuguð kaup Amazon á Whole Foods í byrjun sumars féllu hlutabréf Costco um 3% og um önnur 5% á miðvikudaginn þegar Amazon greindi frá verðlækkunum. Það er því ljóst að markaðurinn lítur svo á að taka þurfi vefverslun alvarlega. Ekkert er þó ennþá í boði hér heima. Google heyrir vissulega íslensku og getur skrifað niður talað mál, en gervigreind Google Assistant býður ekki enn upp á samskipti á tungumálinu frekar en Alexa (gervigreind Amazon), Cortana (Microsoft) og Siri (Apple). Íslenskir neytendur munu þó væntanlega ekki láta bjóða sér það til lengdar og munu nota þær lausnir sem í boði verða, hvort sem raddstýring tækja, verslunar, tónlistar og fleira verður á íslensku eða ensku.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Smásölumarkaðurinn vestanhafs var heldur betur í sviðsljósinu í síðustu viku. Hluthafar Whole Foods samþykktu formlega að selja verslanakeðjuna til Amazon á ríflega 1.500 milljarða króna og nýju eigendurnir ætla strax að lækka vöruverð. Samdægurs bárust áhugaverð tíðindi frá Google. Frá og með síðari hluta september geta notendur snjallhátalarans Google Home keypt vörur frá stærsta smásala heims, Wal-Mart, með raddskipunum.Amazon með forystu Flestum ber saman um að samstarf Google og Wal-Mart sé svar við auknum umsvifum Amazon. Jeff Bezos og félagar hafa lagt ríka áherslu á þróun og sölu Amazon Echo snjallhátalara að undanförnu og nífaldaðist salan á síðasta ári. Echo hefur í dag tæplega þrisvar sinnum fleiri virka notendur en Google Home. Markmiðið er þó ekki eingöngu að selja sem flesta hátalara heldur að hagnast á notkuninni. Ljóst er að Amazon og Google telja raddstýrð innkaup spennandi markað og þó Amazon hafi hingað til verið mun meira áberandi í smásölu á vefnum er samstarfið við Wal-Mart afar stórt skref fyrir Google og markaðstorg þeirra, Google Express. Vörur Costco, Target, Walgreens, Toys R Us og fleiri risa hafa reyndar verið í boði á markaðstorginu (meira að segja Whole Foods) og frá því í febrúar hefur verið hægt að panta vörur með raddstýringu en með tilkomu Wal-Mart færist samkeppnin á annað plan.Næsta skref í vefverslun Það getur verið erfitt að átta sig á áhrifum aukinnar samkeppni en stundum er hægt að sjá vísbendingar í verðlagningu hlutabréfa. Þegar tilkynnt var um fyrirhuguð kaup Amazon á Whole Foods í byrjun sumars féllu hlutabréf Costco um 3% og um önnur 5% á miðvikudaginn þegar Amazon greindi frá verðlækkunum. Það er því ljóst að markaðurinn lítur svo á að taka þurfi vefverslun alvarlega. Ekkert er þó ennþá í boði hér heima. Google heyrir vissulega íslensku og getur skrifað niður talað mál, en gervigreind Google Assistant býður ekki enn upp á samskipti á tungumálinu frekar en Alexa (gervigreind Amazon), Cortana (Microsoft) og Siri (Apple). Íslenskir neytendur munu þó væntanlega ekki láta bjóða sér það til lengdar og munu nota þær lausnir sem í boði verða, hvort sem raddstýring tækja, verslunar, tónlistar og fleira verður á íslensku eða ensku.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar