Fossar til framtíðar í stað Hvalárvirkjunar Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson skrifar 30. ágúst 2017 07:00 Nýlega ferðuðumst við undirritaðir fótgangandi með allt á bakinu um fyrirhugað virkjanasvæði Hvalár á Ströndum. Við skoðuðum virkjanasvæðið í heild sinni og gengum eftir þremur helstu vatnsföllunum endilöngum; Rjúkanda, Hvalá og Eyvindarfjarðará. Í þessum ám eru hundruð fossa og mörg tilkomumikil gljúfur. Við gengum einnig eftir heiðum sem stendur til að leggja undir risastórt uppistöðulón og gistum þar í tjaldi, áður en aftur var haldið niður eftir dölum og gljúfrum þar sem árnar renna í sjó fram. Náttúrufegurðinni er erfitt að lýsa, en auk fossa í öllum stærðum og gerðum blöstu við okkur tjarnir með fuglum og flóru, afskekkt heiðavötn, og strendur þaktar rekaviði. Einstakt veður gerði upplifun okkar á fegurð svæðisins enn sterkari en ella.Hvalárvirkjun – úlfur í sauðagæru? Við teljum að mikið skorti á að almenningur hafi fengið nauðsynlegar upplýsingar um fyrirhugaða virkjun í Hvalá og Eyvindarfjarðará. Þetta á sérstaklega við um neikvæð áhrif virkjunarinnar á víðernin á Ströndum, svæði sem teljast meðal helstu náttúruperla Vestfjarða. Ósnortin víðerni eru ekki ótæmandi auðlind enda hafa þau verið skert um 70% á Íslandi á síðustu 70 árum. Staðsetning virkjunarinnar er sérlega viðkvæm, rétt við þröskuld friðlandsins á Hornströndum. Við viljum einnig minna á að í náttúruverndarlögum njóta fossar sérstakrar verndar. Hvalárvirkjun hefur sífellt verið að stækka á teikniborðinu, og er nú 55 MW, sem er langt umfram orkuþörf Vestfjarða. Nafnið er úlfur í sauðagæru, enda ljóst að auk þeirra 35 MW sem fást með virkjun Hvalár og Rjúkanda bætast 20 MW við með virkjun Eyvindarfjarðarár. Réttara heiti væri því Hvalár-, Rjúkanda- og Eyvindarfjarðarárvirkjun, en í síðastnefndu ánni eru flestir af tilkomumestu fossunum – fossar sem heimamenn segja okkur að þeir myndu sjá mest eftir.Nýtt umhverfismat Það er ótrúlegt að svo breyttri „Hvalárvirkjun“ hafi verið laumað í gegnum þarsíðustu Rammaáætlun, án nauðsynlegrar kynningar og umræðu. Það ferli virðist götótt og kanna þarf hvort reglum hafi verið fylgt. Við teljum eðlilega kröfu að umhverfisáhrif virkjunarinnar verði metin að nýju, ekki síst fyrir þá staðreynd að nú er ljóst að tugir tilkomumikilla fossa í Eyvindarfjarðará munu að mestu þurrkast upp. Okkur hefur fundist umræðan um Hvalárvirkjun of einsleit og lítið rætt um aðra valkosti en virkjun til að styrkja byggð í Árneshreppi og efla atvinnulíf á Vestfjörðum. Við erum sannfærðir um að tækifæri framtíðar liggi fremur í aukinni ferðamennsku þar sem ósnortin víðerni eru í öndvegi.Einn af tilkomumestu fossunum í Eyvindarfjarðará á Ströndum.Fossadagatal í 30 daga og stuttmynd Við mynduðum hátt í hundruð fossa í ferð okkar, suma úr lofti með dróna. Fossarnir hafa margir hverjir ekki sést áður á mynd en stærstu fossarnir, Drynjandi, Rjúkandi, Eyvindarfjarðarárfossar og Hvalárfossar, teljast að okkar mati í hópi tilkomumestu fossa landsins. Við höfum ákveðið að birta myndir okkar af 30 helstu fossunum á Facebook frá og með 1. september og kynna þannig einn foss á dag í 30 daga. Stuttur texti fylgir myndunum sem tala sínu máli og munu vonandi hjálpa fólki að taka upplýsta ákvörðun um fyrirhuguð virkjanaáform. Fossamyndirnar ætlum við síðan að prenta út í lit og gefa út sem „Fossadagatal“ sem sent verður á alþingismenn, ráðherra, sveitarstjórnir á Vestfjörðum, landeigendur sem selt hafa vatnsréttindi sín í Ófeigsfirði og Eyvindarfirði, stjórnarmenn í HS Orku og Vesturverki, forsvarsmenn Landsnets, Umhverfisstofnunar, Orkustofnunar og Landverndar. Loks vinnum við að gerð stutts myndbands þar sem raskið af virkjuninni er útskýrt með þrívíddarhönnun. Kostnað berum við sjálfir – enda teljum við málefnið afar brýnt og mikilvægt: að vernda náttúru landsins svo komandi kynslóðir fái að njóta hennar.Höfundar eru læknar og áhugamenn um útivist og náttúruvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tómas Guðbjartsson Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Nýlega ferðuðumst við undirritaðir fótgangandi með allt á bakinu um fyrirhugað virkjanasvæði Hvalár á Ströndum. Við skoðuðum virkjanasvæðið í heild sinni og gengum eftir þremur helstu vatnsföllunum endilöngum; Rjúkanda, Hvalá og Eyvindarfjarðará. Í þessum ám eru hundruð fossa og mörg tilkomumikil gljúfur. Við gengum einnig eftir heiðum sem stendur til að leggja undir risastórt uppistöðulón og gistum þar í tjaldi, áður en aftur var haldið niður eftir dölum og gljúfrum þar sem árnar renna í sjó fram. Náttúrufegurðinni er erfitt að lýsa, en auk fossa í öllum stærðum og gerðum blöstu við okkur tjarnir með fuglum og flóru, afskekkt heiðavötn, og strendur þaktar rekaviði. Einstakt veður gerði upplifun okkar á fegurð svæðisins enn sterkari en ella.Hvalárvirkjun – úlfur í sauðagæru? Við teljum að mikið skorti á að almenningur hafi fengið nauðsynlegar upplýsingar um fyrirhugaða virkjun í Hvalá og Eyvindarfjarðará. Þetta á sérstaklega við um neikvæð áhrif virkjunarinnar á víðernin á Ströndum, svæði sem teljast meðal helstu náttúruperla Vestfjarða. Ósnortin víðerni eru ekki ótæmandi auðlind enda hafa þau verið skert um 70% á Íslandi á síðustu 70 árum. Staðsetning virkjunarinnar er sérlega viðkvæm, rétt við þröskuld friðlandsins á Hornströndum. Við viljum einnig minna á að í náttúruverndarlögum njóta fossar sérstakrar verndar. Hvalárvirkjun hefur sífellt verið að stækka á teikniborðinu, og er nú 55 MW, sem er langt umfram orkuþörf Vestfjarða. Nafnið er úlfur í sauðagæru, enda ljóst að auk þeirra 35 MW sem fást með virkjun Hvalár og Rjúkanda bætast 20 MW við með virkjun Eyvindarfjarðarár. Réttara heiti væri því Hvalár-, Rjúkanda- og Eyvindarfjarðarárvirkjun, en í síðastnefndu ánni eru flestir af tilkomumestu fossunum – fossar sem heimamenn segja okkur að þeir myndu sjá mest eftir.Nýtt umhverfismat Það er ótrúlegt að svo breyttri „Hvalárvirkjun“ hafi verið laumað í gegnum þarsíðustu Rammaáætlun, án nauðsynlegrar kynningar og umræðu. Það ferli virðist götótt og kanna þarf hvort reglum hafi verið fylgt. Við teljum eðlilega kröfu að umhverfisáhrif virkjunarinnar verði metin að nýju, ekki síst fyrir þá staðreynd að nú er ljóst að tugir tilkomumikilla fossa í Eyvindarfjarðará munu að mestu þurrkast upp. Okkur hefur fundist umræðan um Hvalárvirkjun of einsleit og lítið rætt um aðra valkosti en virkjun til að styrkja byggð í Árneshreppi og efla atvinnulíf á Vestfjörðum. Við erum sannfærðir um að tækifæri framtíðar liggi fremur í aukinni ferðamennsku þar sem ósnortin víðerni eru í öndvegi.Einn af tilkomumestu fossunum í Eyvindarfjarðará á Ströndum.Fossadagatal í 30 daga og stuttmynd Við mynduðum hátt í hundruð fossa í ferð okkar, suma úr lofti með dróna. Fossarnir hafa margir hverjir ekki sést áður á mynd en stærstu fossarnir, Drynjandi, Rjúkandi, Eyvindarfjarðarárfossar og Hvalárfossar, teljast að okkar mati í hópi tilkomumestu fossa landsins. Við höfum ákveðið að birta myndir okkar af 30 helstu fossunum á Facebook frá og með 1. september og kynna þannig einn foss á dag í 30 daga. Stuttur texti fylgir myndunum sem tala sínu máli og munu vonandi hjálpa fólki að taka upplýsta ákvörðun um fyrirhuguð virkjanaáform. Fossamyndirnar ætlum við síðan að prenta út í lit og gefa út sem „Fossadagatal“ sem sent verður á alþingismenn, ráðherra, sveitarstjórnir á Vestfjörðum, landeigendur sem selt hafa vatnsréttindi sín í Ófeigsfirði og Eyvindarfirði, stjórnarmenn í HS Orku og Vesturverki, forsvarsmenn Landsnets, Umhverfisstofnunar, Orkustofnunar og Landverndar. Loks vinnum við að gerð stutts myndbands þar sem raskið af virkjuninni er útskýrt með þrívíddarhönnun. Kostnað berum við sjálfir – enda teljum við málefnið afar brýnt og mikilvægt: að vernda náttúru landsins svo komandi kynslóðir fái að njóta hennar.Höfundar eru læknar og áhugamenn um útivist og náttúruvernd.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun