Sjúkratryggingar greiða aðeins tvær ferðir af allt að þrjátíu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. september 2017 06:00 Meðferð mannsins er aðeins í boði í Reykjavík. vísir/vilhelm Karlmaður búsettur á landsbyggðinni mun fá tvær ferðir af átján greiddar hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ). Frekari kostnaðarþátttöku var hafnað af SÍ og sú ákvörðun staðfest af úrskurðarnefnd velferðarmála (ÚNV). Maðurinn var staddur í Reykjavík í fyrra þegar hann varð fyrir slysi sem hafði í för með sér að hann missti löngutöng vinstri handar, brákaði baugfingur og litlifingur fór úr lið. Til að bjarga baugfingri hefur hann þurft sinkmeðferð en hún er aðeins í boði í Reykjavík. Hefur hann af þeim sökum átján sinnum þurft að gera sér ferð til höfuðborgarinnar. Hann fór því þess á leit við SÍ að tryggingarnar tækju þátt í kostnaði vegna ferða til og frá borginni. SÍ hafnaði bóninni þar sem aðeins væri heimilt að greiða fyrir tvær slíkar ferðir á ári. Maðurinn kærði þá niðurstöðu til ÚNV enda hafði hann farið átján ferðir og fyrirséð að þær yrðu um það bil þrjátíu alls. ÚNV tók kæru mannsins ekki til greina heldur féllst á sjónarmið SÍ. Í reglugerð um ferðakostnað sjúklinga innanlands kæmi fram að tvær ferðir árlega fengjust greiddar. Undantekning heimilaði að fleiri ferðir væru greiddar en til þess þyrfti tilgreinda alvarlega sjúkdóma sem eru taldir upp í reglugerðinni. Meðferð mannsins þótti ekki falla undir þá undantekningarheimild og þarf hann því að bera kostnaðinn sjálfur. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Karlmaður búsettur á landsbyggðinni mun fá tvær ferðir af átján greiddar hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ). Frekari kostnaðarþátttöku var hafnað af SÍ og sú ákvörðun staðfest af úrskurðarnefnd velferðarmála (ÚNV). Maðurinn var staddur í Reykjavík í fyrra þegar hann varð fyrir slysi sem hafði í för með sér að hann missti löngutöng vinstri handar, brákaði baugfingur og litlifingur fór úr lið. Til að bjarga baugfingri hefur hann þurft sinkmeðferð en hún er aðeins í boði í Reykjavík. Hefur hann af þeim sökum átján sinnum þurft að gera sér ferð til höfuðborgarinnar. Hann fór því þess á leit við SÍ að tryggingarnar tækju þátt í kostnaði vegna ferða til og frá borginni. SÍ hafnaði bóninni þar sem aðeins væri heimilt að greiða fyrir tvær slíkar ferðir á ári. Maðurinn kærði þá niðurstöðu til ÚNV enda hafði hann farið átján ferðir og fyrirséð að þær yrðu um það bil þrjátíu alls. ÚNV tók kæru mannsins ekki til greina heldur féllst á sjónarmið SÍ. Í reglugerð um ferðakostnað sjúklinga innanlands kæmi fram að tvær ferðir árlega fengjust greiddar. Undantekning heimilaði að fleiri ferðir væru greiddar en til þess þyrfti tilgreinda alvarlega sjúkdóma sem eru taldir upp í reglugerðinni. Meðferð mannsins þótti ekki falla undir þá undantekningarheimild og þarf hann því að bera kostnaðinn sjálfur.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira