Útflutningur lambs á hrakvirði Sveinn Arnarsson skrifar 7. september 2017 06:00 Íslendingar greiða töluvert hærra verð fyrir lambalæri í verslunum en viðskiptavinir erlendis. vísir/gva Á fyrstu sjö mánuðum ársins voru flutt út um 1.050 tonn af lambakjöti samanborið við tæp 1.300 tonn fyrstu sjö mánuði ársins 2016. Meðalverð afurðanna nú er um 500 krónur á hvert kíló. Fyrir tveimur árum var verðið sem fékkst í útflutningi rúmar 800 krónur. Vandi sauðfjárbænda er mikill. Útflutningsverðið hefur hrapað síðustu tvö árin og nú er svo komið að afurðastöðvarnar tapa háum fjárhæðum á hvert kíló sem sent er utan. Sem dæmi hefur 232 tonnum af frystum lambalærum og lambalærissneiðum verið flutt út á fyrstu sjö mánuðum þessa árs. Verðið sem fengist hefur fyrir þann hluta er um 600 krónur á hvert kíló. Til samanburðar er ódýrasta lambalærið í Bónus á rúmar 1.000 krónur kílóið. Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, bendir á að þetta sé allt of lágt verð. „Það eru allir sammála um að það verð á útflutningi sem við sjáum í dag er of lágt. Það var of lágt í fyrra en hefur lækkað meira núna í ár,“ segir Oddný Steina. „Þess vegna er mikilvægt að bregðast við stöðunni með tímabundnum aðgerðum. Við bentum á ákveðnar leiðir sem ráðherra hafnaði.“ Oddný Steina segir of margt sauðfé í landinu. „Eins og staðan er núna er offramleiðsla á lambakjöti. Hins vegar var ekki offramleiðsla fyrir tveimur til þremur árum. Fé mun fækka eftir útspil ráðherra, það er á hreinu. Það er hvati til þess að fækka fé.“ Á síðasta ári var 555 þúsund lömbum slátrað sem er ekki ósvipað því sem verið hefur frá 2012. Hins vegar var meðalþyngd lamba í fyrra sú mesta á því tímabili, eða um 16,7 kíló. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Vilja fækka fé um tuttugu prósent Stjórnvöld Íslands hafa birt tillögur að mögulegum aðgerðum vegna vanda sauðfjárbænda hér á landi. 4. september 2017 13:17 Þorgerður Katrín segir að gamaldags lausnir á vanda sauðfjárbænda heyri sögunni til Stjórnvöld munu verja 650 milljónum króna úr ríkissjóði til að mæta vanda sauðfjárbænda vegna offramleiðslu á kindakjöti. Þá verður ráðist í úttekt á afurðastöðvakerfinu sem á að verða grundvöllur viðræðna um breytingar á kerfinu. 4. september 2017 19:30 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
Á fyrstu sjö mánuðum ársins voru flutt út um 1.050 tonn af lambakjöti samanborið við tæp 1.300 tonn fyrstu sjö mánuði ársins 2016. Meðalverð afurðanna nú er um 500 krónur á hvert kíló. Fyrir tveimur árum var verðið sem fékkst í útflutningi rúmar 800 krónur. Vandi sauðfjárbænda er mikill. Útflutningsverðið hefur hrapað síðustu tvö árin og nú er svo komið að afurðastöðvarnar tapa háum fjárhæðum á hvert kíló sem sent er utan. Sem dæmi hefur 232 tonnum af frystum lambalærum og lambalærissneiðum verið flutt út á fyrstu sjö mánuðum þessa árs. Verðið sem fengist hefur fyrir þann hluta er um 600 krónur á hvert kíló. Til samanburðar er ódýrasta lambalærið í Bónus á rúmar 1.000 krónur kílóið. Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, bendir á að þetta sé allt of lágt verð. „Það eru allir sammála um að það verð á útflutningi sem við sjáum í dag er of lágt. Það var of lágt í fyrra en hefur lækkað meira núna í ár,“ segir Oddný Steina. „Þess vegna er mikilvægt að bregðast við stöðunni með tímabundnum aðgerðum. Við bentum á ákveðnar leiðir sem ráðherra hafnaði.“ Oddný Steina segir of margt sauðfé í landinu. „Eins og staðan er núna er offramleiðsla á lambakjöti. Hins vegar var ekki offramleiðsla fyrir tveimur til þremur árum. Fé mun fækka eftir útspil ráðherra, það er á hreinu. Það er hvati til þess að fækka fé.“ Á síðasta ári var 555 þúsund lömbum slátrað sem er ekki ósvipað því sem verið hefur frá 2012. Hins vegar var meðalþyngd lamba í fyrra sú mesta á því tímabili, eða um 16,7 kíló.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Vilja fækka fé um tuttugu prósent Stjórnvöld Íslands hafa birt tillögur að mögulegum aðgerðum vegna vanda sauðfjárbænda hér á landi. 4. september 2017 13:17 Þorgerður Katrín segir að gamaldags lausnir á vanda sauðfjárbænda heyri sögunni til Stjórnvöld munu verja 650 milljónum króna úr ríkissjóði til að mæta vanda sauðfjárbænda vegna offramleiðslu á kindakjöti. Þá verður ráðist í úttekt á afurðastöðvakerfinu sem á að verða grundvöllur viðræðna um breytingar á kerfinu. 4. september 2017 19:30 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
Vilja fækka fé um tuttugu prósent Stjórnvöld Íslands hafa birt tillögur að mögulegum aðgerðum vegna vanda sauðfjárbænda hér á landi. 4. september 2017 13:17
Þorgerður Katrín segir að gamaldags lausnir á vanda sauðfjárbænda heyri sögunni til Stjórnvöld munu verja 650 milljónum króna úr ríkissjóði til að mæta vanda sauðfjárbænda vegna offramleiðslu á kindakjöti. Þá verður ráðist í úttekt á afurðastöðvakerfinu sem á að verða grundvöllur viðræðna um breytingar á kerfinu. 4. september 2017 19:30