Opnað fyrir innsendingar laga í Eurovision: Verðlaunaféð hækkað Stefán Árni Pálsson skrifar 6. september 2017 12:37 Svala Björgvinsdóttir var fulltrúi Íslendinga í Eurovision í ár með lagið Paper. Hún hafnaði í 15. sæti fyrra undanúrslitakvöldið og var nokkuð frá því að komast í úrslit. Vísir/EPA Söngvakeppnin verður haldin í febrúar og mars 2018 en opnað var fyrir innsendingar laga í hádeginu í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. „Við leitum að 12 lögum sem hafa burði til að koma Íslandi alla leið í Eurovision! Höfundar sigurlagsins fá að launum þrjár milljónir króna til eigin ráðstöfunar og þann heiður að keppa fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Lissabon í Portúgal, í maí á næsta ári. Verðlaunaféð hefur verið hækkað úr einni milljón í þrjár,“ segir í tilkynningunni.Tvær forkeppnir og glæsileg úrslitakeppni í LaugardalshöllFyrirkomulag keppninnar verður með svipuðu sniði og fyrri ár. Forkeppni verður haldin dagana 10. og 17. febrúar í Háskólabíói, þar sem sex lög keppa og þrjú komast áfram hvort kvöldið. Úrslitakvöldið verður tveimur vikum síðar, 3. mars 2018. Þar keppa sex lög keppa til úrslita. Úrslitin fara fram í Laugardalshöll eins og undanfarin tvö. 98% þeirra sem horfðu á sjónvarp úrslitakvöldið fylgdust með keppninni í fyrra, sem er met. Nýjar stjörnur urðu til í íslensku tónlistarlífi og Svala Björgvinsdóttir var þjóðinni til sóma með einlægum og framúrskarandi flutningi á laginu Paper í Kænugarði. Líkt og síðustu ár býðst almenningi að vera á staðnum og fá Söngvakeppnina beint í æð og verður miðasala auglýst síðar. Öll þrjú kvöldin verða skemmtun sem enginn má láta fram hjá sér fara, hvorki þátttakendur, gestir í sal, né sjónvarpsáhorfendur. Hægt er að hlaða upp lögum inn á www.songvakeppnin.is fram til föstudagsins 20. októberkl. 23.59. Ekki verður hægt að hlaða upp lögum eftir þann tíma. Eurovision Mest lesið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Söngvakeppnin verður haldin í febrúar og mars 2018 en opnað var fyrir innsendingar laga í hádeginu í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. „Við leitum að 12 lögum sem hafa burði til að koma Íslandi alla leið í Eurovision! Höfundar sigurlagsins fá að launum þrjár milljónir króna til eigin ráðstöfunar og þann heiður að keppa fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Lissabon í Portúgal, í maí á næsta ári. Verðlaunaféð hefur verið hækkað úr einni milljón í þrjár,“ segir í tilkynningunni.Tvær forkeppnir og glæsileg úrslitakeppni í LaugardalshöllFyrirkomulag keppninnar verður með svipuðu sniði og fyrri ár. Forkeppni verður haldin dagana 10. og 17. febrúar í Háskólabíói, þar sem sex lög keppa og þrjú komast áfram hvort kvöldið. Úrslitakvöldið verður tveimur vikum síðar, 3. mars 2018. Þar keppa sex lög keppa til úrslita. Úrslitin fara fram í Laugardalshöll eins og undanfarin tvö. 98% þeirra sem horfðu á sjónvarp úrslitakvöldið fylgdust með keppninni í fyrra, sem er met. Nýjar stjörnur urðu til í íslensku tónlistarlífi og Svala Björgvinsdóttir var þjóðinni til sóma með einlægum og framúrskarandi flutningi á laginu Paper í Kænugarði. Líkt og síðustu ár býðst almenningi að vera á staðnum og fá Söngvakeppnina beint í æð og verður miðasala auglýst síðar. Öll þrjú kvöldin verða skemmtun sem enginn má láta fram hjá sér fara, hvorki þátttakendur, gestir í sal, né sjónvarpsáhorfendur. Hægt er að hlaða upp lögum inn á www.songvakeppnin.is fram til föstudagsins 20. októberkl. 23.59. Ekki verður hægt að hlaða upp lögum eftir þann tíma.
Eurovision Mest lesið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira