Björn Ingi og Arnar komnir með þriðjungshlut í Pressunni Kristinn Ingi Jónsson skrifar 6. september 2017 09:00 Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi Pressunnar. vísir/ernir Félagið Kringluturninn, sem er í jafnri eigu Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar, jók í liðinni viku við eignarhlut sinn í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. Félagið á nú 23,3 prósenta hlut í Pressunni. Björn Ingi er útgefandi Pressunnar og Arnar framkvæmdastjóri félagsins. Eignarhlutur Dalsins, sem er í jafnri eigu þeirra Árna Harðarsonar, Halldórs Kristmannssonar, Hilmars Þórs Kristinssonar, Jóhanns G. Jóhannssonar og Róberts Wessmanns, fór á sama tíma úr 88,4 í 66,3 prósent. Eiga nú félög í eigu Björns Inga og Arnars um 31 prósent hlut í Pressunni. Eins og Markaðurinn greindi frá í síðustu viku var lánveitingum Dalsins til Pressunnar breytt í hlutafé og eignaðist félagið þannig ráðandi hlut í fjölmiðlafyrirtækinu. Í apríl var tilkynnt að sex fjárfestahópar, þar á meðal Dalurinn, hefðu ákveðið að leggja Pressunni til fé. Var gert ráð fyrir að hlutafé yrði aukið um 300 milljónir. Áformin um hlutafjáraukninguna gengu hins vegar ekki eftir. Dalurinn lagði til umtalsverða fjármuni, sem nýttust við greiðslu opinberra gjalda og vegna vanskila á lífeyrissjóðs- og stéttarfélagsgreiðslum starfsmanna, en aðrir fjárfestar hættu við. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa skuldir Vefpressunnar og DV aukist undanfarna mánuði og nema heildarskuldir Pressusamstæðunnar nú rúmlega 700 milljónum króna. Eru vanskil við tollstjóra vegna opinberra gjalda og eins ógreidd gjöld í lífeyrissjóði og stéttarfélög yfir 400 milljónir króna. Í dag verður stefna félagsins Útvarðar ehf., sem er í eigu Þorsteins Guðnasonar, fyrrverandi stjórnarformanns DV, á hendur Pressunni tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Skuldar Pressan Útverði tugi milljóna króna. Síðar í mánuðinum verður gjaldþrotabeiðni tollstjórans á hendur Vefpressunni tekin fyrir í héraðsdómi. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Fjölmiðlar Markaðir Tengdar fréttir Dalurinn festir kaup á öllu hlutafé í tímaritaútgáfunni Birtíngi Fjárfestingarfélagið Dalurinn ehf., sem er meðal annars í eigu stjórnenda lyfjafélagsins Alvogen, hefur fest kaup á öllu hlutafé í tímaritaútgáfunni Birtíngi. 21. júní 2017 23:30 Róbert Wessmann og meðfjárfestar eignast 88 prósenta hlut í DV Eignarhaldsfélagið Dalurinn eignaðist í liðinni viku 88,38 prósenta hlut í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 30. ágúst 2017 08:00 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Félagið Kringluturninn, sem er í jafnri eigu Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar, jók í liðinni viku við eignarhlut sinn í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. Félagið á nú 23,3 prósenta hlut í Pressunni. Björn Ingi er útgefandi Pressunnar og Arnar framkvæmdastjóri félagsins. Eignarhlutur Dalsins, sem er í jafnri eigu þeirra Árna Harðarsonar, Halldórs Kristmannssonar, Hilmars Þórs Kristinssonar, Jóhanns G. Jóhannssonar og Róberts Wessmanns, fór á sama tíma úr 88,4 í 66,3 prósent. Eiga nú félög í eigu Björns Inga og Arnars um 31 prósent hlut í Pressunni. Eins og Markaðurinn greindi frá í síðustu viku var lánveitingum Dalsins til Pressunnar breytt í hlutafé og eignaðist félagið þannig ráðandi hlut í fjölmiðlafyrirtækinu. Í apríl var tilkynnt að sex fjárfestahópar, þar á meðal Dalurinn, hefðu ákveðið að leggja Pressunni til fé. Var gert ráð fyrir að hlutafé yrði aukið um 300 milljónir. Áformin um hlutafjáraukninguna gengu hins vegar ekki eftir. Dalurinn lagði til umtalsverða fjármuni, sem nýttust við greiðslu opinberra gjalda og vegna vanskila á lífeyrissjóðs- og stéttarfélagsgreiðslum starfsmanna, en aðrir fjárfestar hættu við. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa skuldir Vefpressunnar og DV aukist undanfarna mánuði og nema heildarskuldir Pressusamstæðunnar nú rúmlega 700 milljónum króna. Eru vanskil við tollstjóra vegna opinberra gjalda og eins ógreidd gjöld í lífeyrissjóði og stéttarfélög yfir 400 milljónir króna. Í dag verður stefna félagsins Útvarðar ehf., sem er í eigu Þorsteins Guðnasonar, fyrrverandi stjórnarformanns DV, á hendur Pressunni tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Skuldar Pressan Útverði tugi milljóna króna. Síðar í mánuðinum verður gjaldþrotabeiðni tollstjórans á hendur Vefpressunni tekin fyrir í héraðsdómi. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Fjölmiðlar Markaðir Tengdar fréttir Dalurinn festir kaup á öllu hlutafé í tímaritaútgáfunni Birtíngi Fjárfestingarfélagið Dalurinn ehf., sem er meðal annars í eigu stjórnenda lyfjafélagsins Alvogen, hefur fest kaup á öllu hlutafé í tímaritaútgáfunni Birtíngi. 21. júní 2017 23:30 Róbert Wessmann og meðfjárfestar eignast 88 prósenta hlut í DV Eignarhaldsfélagið Dalurinn eignaðist í liðinni viku 88,38 prósenta hlut í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 30. ágúst 2017 08:00 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Dalurinn festir kaup á öllu hlutafé í tímaritaútgáfunni Birtíngi Fjárfestingarfélagið Dalurinn ehf., sem er meðal annars í eigu stjórnenda lyfjafélagsins Alvogen, hefur fest kaup á öllu hlutafé í tímaritaútgáfunni Birtíngi. 21. júní 2017 23:30
Róbert Wessmann og meðfjárfestar eignast 88 prósenta hlut í DV Eignarhaldsfélagið Dalurinn eignaðist í liðinni viku 88,38 prósenta hlut í fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni, sem er meðal annars móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar. 30. ágúst 2017 08:00