Það verði regla fremur en undantekning að opinberar framkvæmdir standist áætlanir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. september 2017 15:15 Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar. vísir/vilhelm Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, mun leggja fram þingsályktunartillögu við upphaf haustþings í næstu viku þar sem það er lagt til að Benedikt Jóhannessyni, fjármála-og efnahagsráðherra, verði falið að útfæra og leggja fram lög og reglugerðir sem hafa það að markmiði að tryggja gæði, hagkvæmni og skilvirkni opinberra fjárfestinga allt frá hugmyndastigi til framkvæmda og út áætlaðan líftíma. Tilgangurinn er að reyna að koma í veg fyrir að opinberar framkvæmdir fari fram úr kostnaðaráætlunum og áætluðum verktíma en alþekkt er hér á landi að slíkt gerist og er nýjasta dæmið ef til vill Vaðlaheiðargöng.Norðmenn snúið sínum málum við á síðustu árum „Fyrst og fremst er tilgangurinn að ná betri tökum á opinberum fjárfestingarverkefnum og að við nýtum almannafé betur, það er að segja að þegar við erum að ráðast í ýmis konar fjárfestingar og verkefni að þær séu líklegar til að skila tilætluðum árangri og séu innan þess ramma sem þeim eru settar,“ segir Jón Steindór í samtali við Vísi. Hann segist einkum horfa til Noregs þegar kemur að fyrirmynd varðandi það hvernig hægt er að bæta það hvernig staðið er að opinberum framkvæmdum hér á landi. Þar var svipuð staða uppi á sínum tíma og er hér, það er að það var undantekning frekar en regla ef opinberar framkvæmdir stóðust áætlanir. „Þar hefur þetta verið tekið dálítið föstum tökum. Á síðustu 15 til 20 árum hafa Norðmenn geta snúið sínum málum við þannig að nú er það meginregla að verkefni eru innan fjárhagsramma, tímaramma og skila tilætluðum árangri og standast þessi þrjú próf ef maður getur sagt sem svo. En áður var það dálítið líkt og hér, það er að það kemur raunverulega engum á óvart ef verkefni standast ekki það sem til var ætlast. Þessu viljum við breyta. Það þarf að breyta lagareglum en fyrst og fremst er þetta hugarfar, vinnubrögð og agi sem þetta snýst um,“ segir Jón Steindór en bætir við að tillagan feli ekki í sér dóm um að hér sé allt ómögulegt í þessum efnum. Staðreyndin sé hins vegar sú að margt megi gera betur.Telur undirbúningsstigið okkar veikleika „Veikleiki okkar er undirbúningsstigið. Þegar við erum að velta fyrir okkur einhverri tiltekinni framkvæmd þá gefum við okkur ekki nógan tíma til þess að undirbúa og meta og sannreyna að það sem við erum að fara að gera sé í lagi. [...] Það eru til ferlar og aðgerðir sem hægt er að beita í ríkara mæli. Norðmenn hafa til að mynda sett sér verklagsreglur og sett ákveðin hlið í sínar framkvæmdir, það er að segja þeir staldra við á tilteknum fresti í verkefnunum eða undirbúningi þeirra og skoða hvort að það sem verið sé að gera og hafi verið gert sé í samræmi við það sem lagt var upp með.“Þingmenn nokkurra flokka standa að tillögunni Samkvæmt þingsályktunartillögunni á ráðherra að leggja fram og kynna Alþingi tillögur sínar eigi síðar en 1. mars 2018. Jón Steindór bendir á að það sé langtímaverkefni að koma þessum málum í samt horf hér á landi enda hafi það tekið nokkur ár í Noregi. „En ég sé enga ástæðu til annars en að við ættum að geta náð hliðstæðu árangri á svipað mörgum árum.“ Jón Steindór segir að þingmenn nokkurra flokka, bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu, muni standa með honum að þingsályktunartillögunni. Alþingi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, mun leggja fram þingsályktunartillögu við upphaf haustþings í næstu viku þar sem það er lagt til að Benedikt Jóhannessyni, fjármála-og efnahagsráðherra, verði falið að útfæra og leggja fram lög og reglugerðir sem hafa það að markmiði að tryggja gæði, hagkvæmni og skilvirkni opinberra fjárfestinga allt frá hugmyndastigi til framkvæmda og út áætlaðan líftíma. Tilgangurinn er að reyna að koma í veg fyrir að opinberar framkvæmdir fari fram úr kostnaðaráætlunum og áætluðum verktíma en alþekkt er hér á landi að slíkt gerist og er nýjasta dæmið ef til vill Vaðlaheiðargöng.Norðmenn snúið sínum málum við á síðustu árum „Fyrst og fremst er tilgangurinn að ná betri tökum á opinberum fjárfestingarverkefnum og að við nýtum almannafé betur, það er að segja að þegar við erum að ráðast í ýmis konar fjárfestingar og verkefni að þær séu líklegar til að skila tilætluðum árangri og séu innan þess ramma sem þeim eru settar,“ segir Jón Steindór í samtali við Vísi. Hann segist einkum horfa til Noregs þegar kemur að fyrirmynd varðandi það hvernig hægt er að bæta það hvernig staðið er að opinberum framkvæmdum hér á landi. Þar var svipuð staða uppi á sínum tíma og er hér, það er að það var undantekning frekar en regla ef opinberar framkvæmdir stóðust áætlanir. „Þar hefur þetta verið tekið dálítið föstum tökum. Á síðustu 15 til 20 árum hafa Norðmenn geta snúið sínum málum við þannig að nú er það meginregla að verkefni eru innan fjárhagsramma, tímaramma og skila tilætluðum árangri og standast þessi þrjú próf ef maður getur sagt sem svo. En áður var það dálítið líkt og hér, það er að það kemur raunverulega engum á óvart ef verkefni standast ekki það sem til var ætlast. Þessu viljum við breyta. Það þarf að breyta lagareglum en fyrst og fremst er þetta hugarfar, vinnubrögð og agi sem þetta snýst um,“ segir Jón Steindór en bætir við að tillagan feli ekki í sér dóm um að hér sé allt ómögulegt í þessum efnum. Staðreyndin sé hins vegar sú að margt megi gera betur.Telur undirbúningsstigið okkar veikleika „Veikleiki okkar er undirbúningsstigið. Þegar við erum að velta fyrir okkur einhverri tiltekinni framkvæmd þá gefum við okkur ekki nógan tíma til þess að undirbúa og meta og sannreyna að það sem við erum að fara að gera sé í lagi. [...] Það eru til ferlar og aðgerðir sem hægt er að beita í ríkara mæli. Norðmenn hafa til að mynda sett sér verklagsreglur og sett ákveðin hlið í sínar framkvæmdir, það er að segja þeir staldra við á tilteknum fresti í verkefnunum eða undirbúningi þeirra og skoða hvort að það sem verið sé að gera og hafi verið gert sé í samræmi við það sem lagt var upp með.“Þingmenn nokkurra flokka standa að tillögunni Samkvæmt þingsályktunartillögunni á ráðherra að leggja fram og kynna Alþingi tillögur sínar eigi síðar en 1. mars 2018. Jón Steindór bendir á að það sé langtímaverkefni að koma þessum málum í samt horf hér á landi enda hafi það tekið nokkur ár í Noregi. „En ég sé enga ástæðu til annars en að við ættum að geta náð hliðstæðu árangri á svipað mörgum árum.“ Jón Steindór segir að þingmenn nokkurra flokka, bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu, muni standa með honum að þingsályktunartillögunni.
Alþingi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira