Pútín segir hernaðarlegar aðgerðir gegn Norður-Kóreu ekki lausn vandans Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. september 2017 09:02 Ýmsir telja að stutt sé í næstu kjarnorkuvopnatilraun Kim Jong-un. vísir/getty Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, varar við því að spennan vegna kjarnorkuvopnatilrauna Norður-Kóreu manna geti endað með stórslysi. Hernaðarlegar aðgerðir gegn Norður-Kóreu séu ekki lausn á vandanum heldur þurfi að fara diplómatísku leiðina og ræða málin. Þvert á móti þjóni það ekki tilgangi að hóta hernaðarlegum íhlutunum vegna ástandsins á Kóreuskaga þar sem slíkt gæti kostað mörg mannslíf. „Þetta gæti endað með stórslysi á alþjóðavísu og fjöldi fólks gæti látið lífið. Það er engin önnur leið til að takast á við þessa krísu en með diplómatískum samskiptum,“ sagði Pútín þar sem hann var staddur í Kína. Hann sagði að hernaðarlegar íhlutanir erlendra ríkja í Írak og Líbýu hefðu sannfært Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, um að hann þyrfti að koma sér kjarnavopnum til að komast af. Pútín bætti við að Kim Jong-un myndi ekki hætta við kjarnorkuvopnaáætlun á meðan hann teldi sig ekki öruggan, en síðastliðinn laugardag sprengdu Norður-Kóreumenn stærstu vetnissprengju sína til þessa.Næsta tilraun á laugardag? Orð Pútíns koma í kjölfarið á því að suður-kóresk stjórnvöld íhuga nú þann möguleika að geyma bandarísk kjarnaorkuvopn í landinu. Bandarísk kjarnorkuvopn hafa ekki verið til taks í Suður-Kóreu síðan á 10. áratug síðustu aldar þar sem það er opinber stefna yfirvalda í landinu að Kóreuskaginn verði alfarið án kjarnavopna. Engin breyting hefur í raun orðið á þeirri stefnu nú heldur segir talsmaður yfirvalda að einungis sé verið að skoða alla möguleika á hernaðarlegri íhlutun og hvað sé raunhæft í þeim efnum. Fjölmiðlar í Suður-Kóreu segjast hafa heimildir fyrir því að Norður-Kóreumenn hafi í gærnótt byrjað að flytja stóra eldflaug í átt að vesturströnd landsins en svo virðist sem um nýja langdræga eldflaug gæti verið að ræða. Yfirvöld í landinu hafa þó ekki viljað staðfesta fréttina en vöruðu við því í gær að norðanmenn hyggðu á enn eitt eldflaugaskorið. Norður-Kóreumenn hafa í gegnum tíðina notað afmæli lands og þjóðar til að sýna mátt sinn og megin þegar kemur að kjarnorkuvopnum og eldflaugum. Næstkomandi laugardag, þann 9. september, verða 69 ár liðin frá því að norður-kóreska ríkið var stofnað og telja því ýmsir að næsta kjarnorkuvopnatilraun Kim Jong-un verði gerð þá. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur sagt að til greina komi að hætta öllum viðskiptum við ríki sem eiga í viðskiptum við Norður-Kóreumenn. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, ítrekaði þau skilaboð forsetans á fundi Öryggisráðsins í gær. Norður-Kórea Tengdar fréttir Langöflugasta sprengja Norður-Kóreu til þessa Stjórnvöld í Pyongyang sprengdu í gær vetnissprengju. Vopnið er þróaðra og öflugra en talið var að ríkið byggi yfir. Leiðtogar stærstu ríkja heims fordæma árásina. Flestir kalla eftir hertum þvingunaraðgerðum vegna tilraunarinnar. 4. september 2017 06:00 Segir Kim Jong-Un falast eftir stríði „Norður-Kórea hefur storkað öryggisráðinu í tuttugu ár,“ sagði Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. 4. september 2017 15:20 Margfalt fleiri tilraunir en pabbi og afi gerðu Einræðisherra Norður-Kóreu hefur látið gera margfalt fleiri kjarnorkuvopna- og eldflaugatilraunir en fyrirrennarar hans. 5. september 2017 06:00 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, varar við því að spennan vegna kjarnorkuvopnatilrauna Norður-Kóreu manna geti endað með stórslysi. Hernaðarlegar aðgerðir gegn Norður-Kóreu séu ekki lausn á vandanum heldur þurfi að fara diplómatísku leiðina og ræða málin. Þvert á móti þjóni það ekki tilgangi að hóta hernaðarlegum íhlutunum vegna ástandsins á Kóreuskaga þar sem slíkt gæti kostað mörg mannslíf. „Þetta gæti endað með stórslysi á alþjóðavísu og fjöldi fólks gæti látið lífið. Það er engin önnur leið til að takast á við þessa krísu en með diplómatískum samskiptum,“ sagði Pútín þar sem hann var staddur í Kína. Hann sagði að hernaðarlegar íhlutanir erlendra ríkja í Írak og Líbýu hefðu sannfært Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, um að hann þyrfti að koma sér kjarnavopnum til að komast af. Pútín bætti við að Kim Jong-un myndi ekki hætta við kjarnorkuvopnaáætlun á meðan hann teldi sig ekki öruggan, en síðastliðinn laugardag sprengdu Norður-Kóreumenn stærstu vetnissprengju sína til þessa.Næsta tilraun á laugardag? Orð Pútíns koma í kjölfarið á því að suður-kóresk stjórnvöld íhuga nú þann möguleika að geyma bandarísk kjarnaorkuvopn í landinu. Bandarísk kjarnorkuvopn hafa ekki verið til taks í Suður-Kóreu síðan á 10. áratug síðustu aldar þar sem það er opinber stefna yfirvalda í landinu að Kóreuskaginn verði alfarið án kjarnavopna. Engin breyting hefur í raun orðið á þeirri stefnu nú heldur segir talsmaður yfirvalda að einungis sé verið að skoða alla möguleika á hernaðarlegri íhlutun og hvað sé raunhæft í þeim efnum. Fjölmiðlar í Suður-Kóreu segjast hafa heimildir fyrir því að Norður-Kóreumenn hafi í gærnótt byrjað að flytja stóra eldflaug í átt að vesturströnd landsins en svo virðist sem um nýja langdræga eldflaug gæti verið að ræða. Yfirvöld í landinu hafa þó ekki viljað staðfesta fréttina en vöruðu við því í gær að norðanmenn hyggðu á enn eitt eldflaugaskorið. Norður-Kóreumenn hafa í gegnum tíðina notað afmæli lands og þjóðar til að sýna mátt sinn og megin þegar kemur að kjarnorkuvopnum og eldflaugum. Næstkomandi laugardag, þann 9. september, verða 69 ár liðin frá því að norður-kóreska ríkið var stofnað og telja því ýmsir að næsta kjarnorkuvopnatilraun Kim Jong-un verði gerð þá. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur sagt að til greina komi að hætta öllum viðskiptum við ríki sem eiga í viðskiptum við Norður-Kóreumenn. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, ítrekaði þau skilaboð forsetans á fundi Öryggisráðsins í gær.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Langöflugasta sprengja Norður-Kóreu til þessa Stjórnvöld í Pyongyang sprengdu í gær vetnissprengju. Vopnið er þróaðra og öflugra en talið var að ríkið byggi yfir. Leiðtogar stærstu ríkja heims fordæma árásina. Flestir kalla eftir hertum þvingunaraðgerðum vegna tilraunarinnar. 4. september 2017 06:00 Segir Kim Jong-Un falast eftir stríði „Norður-Kórea hefur storkað öryggisráðinu í tuttugu ár,“ sagði Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. 4. september 2017 15:20 Margfalt fleiri tilraunir en pabbi og afi gerðu Einræðisherra Norður-Kóreu hefur látið gera margfalt fleiri kjarnorkuvopna- og eldflaugatilraunir en fyrirrennarar hans. 5. september 2017 06:00 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Langöflugasta sprengja Norður-Kóreu til þessa Stjórnvöld í Pyongyang sprengdu í gær vetnissprengju. Vopnið er þróaðra og öflugra en talið var að ríkið byggi yfir. Leiðtogar stærstu ríkja heims fordæma árásina. Flestir kalla eftir hertum þvingunaraðgerðum vegna tilraunarinnar. 4. september 2017 06:00
Segir Kim Jong-Un falast eftir stríði „Norður-Kórea hefur storkað öryggisráðinu í tuttugu ár,“ sagði Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. 4. september 2017 15:20
Margfalt fleiri tilraunir en pabbi og afi gerðu Einræðisherra Norður-Kóreu hefur látið gera margfalt fleiri kjarnorkuvopna- og eldflaugatilraunir en fyrirrennarar hans. 5. september 2017 06:00