Kristófer: Reyni að koma með orku og sprengja þetta aðeins upp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2017 08:00 Kristófer Acox. Vísir/Ernir Kristófer Acox sýndi á sér tvær hliðar í síðasta leik á móti Frökkum. Hann var magnaður í fyrri hálfleiknum en tókst ekki alveg að fylgja því eftir í þeim síðari. Framundan er leikur við Slóvena í dag. Kristófer fékk að byrja seinni hálfleikinn á móti Frökkum eftir að hafa verið með 10 stig og 7 fráköst inn af bekknum í þeim fyrri. „Það var mjög gaman. Ég náði ekki alveg að halda dampinu frá því í fyrri hálfleik og það situr mest í mér að hafa ekki hjálpað liðinu með því að koma áfram með sömu orku. Við hefðum þá getað byrjað þennan þriðja leikhluta öðruvísi en við höfum verið að gera. Þetta var bara saman sagan því miður,“ segir Kristófer. „Það var mjög gaman að byrja seinni hálfleikinn á gólfinu en það fór ekki eins og við ætluðum okkur þannig að það skiptir kannski ekki öllu máli,“ segir Kristófer. Íslenska liðið spilaði vel í fyrri hálfleiknum við Frakka og er að reyna að lengja góðu kaflana sína. „Við náðum nú allavega heilum hálfleik þar sem við erum að spila vel en ekki bara einum leikhluta. Eins og er búið að segja aftur og aftur þá eru þetta 40 mínútur og við þurfum að reyna að vera inn í leiknum þegar við förum inn í fjórða leikhluta,“ segir Kristófer. „Við þurfum kannski ekki að vera yfir en ekki vera undir með 15 eða 20 stigum fyrir fjórða leikhlutann. Það er svo erfitt því þá er svo langt í land. Við verðum að reyna að rífa okkur í gang í byrjun þriðja leikhluta. Við þurfum að byrja sterkt og ná að vera í þessum leikjum þangað til í lokin. Þá eigum við alveg að gera stolið einum sigri,“ segir Kristófer. Gerir hann sér vonir um að koma inn í byrjunarliðið fyrir lokaleikina á Eurobasket. „Ég held að það sé ekkert að fara að breytast. Ég er alveg sáttur með mitt hlutverk sem er að koma inn af bekknum, koma með þessa orku og reyna að sprengja þetta aðeins upp. Ég er búinn að stilla hugann fyrir það. Ég er því ekki að óska eftir neinum breytingum,“ segir Kristófer. „Ég á nóg eftir og byrjunarliðssætið er ekkert eitthvað sem ég er að stressa mig yfir,“ segir Kristófer að lokum. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Körfuboltaprinsar Íslands, Slóveníu og Finnlands Ísland á eftir tvo leiki á EM í Helsinki og í þeim leikjum fá Íslendingar að kynnast líklegum framtíðarstjörnum í NBA-deildinni. Fréttablaðið fékk Finn Frey Stefánsson til að segja frá þeim og bera saman við Tryggva Snæ Hlinason. 5. september 2017 07:00 Logi heldur upp á afmælið sitt á Eurobasket í annað skipti Logi Gunnarsson heldur upp á 36 ára afmælið sitt í dag þegar Íslendingar mæta Slóveniu í fjórða leik sínum á EM í Helsinki. Logi spilaði einnig á afmælisdaginn sinn á EM í Berlín fyrir tveimur árum. 5. september 2017 08:30 Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
Kristófer Acox sýndi á sér tvær hliðar í síðasta leik á móti Frökkum. Hann var magnaður í fyrri hálfleiknum en tókst ekki alveg að fylgja því eftir í þeim síðari. Framundan er leikur við Slóvena í dag. Kristófer fékk að byrja seinni hálfleikinn á móti Frökkum eftir að hafa verið með 10 stig og 7 fráköst inn af bekknum í þeim fyrri. „Það var mjög gaman. Ég náði ekki alveg að halda dampinu frá því í fyrri hálfleik og það situr mest í mér að hafa ekki hjálpað liðinu með því að koma áfram með sömu orku. Við hefðum þá getað byrjað þennan þriðja leikhluta öðruvísi en við höfum verið að gera. Þetta var bara saman sagan því miður,“ segir Kristófer. „Það var mjög gaman að byrja seinni hálfleikinn á gólfinu en það fór ekki eins og við ætluðum okkur þannig að það skiptir kannski ekki öllu máli,“ segir Kristófer. Íslenska liðið spilaði vel í fyrri hálfleiknum við Frakka og er að reyna að lengja góðu kaflana sína. „Við náðum nú allavega heilum hálfleik þar sem við erum að spila vel en ekki bara einum leikhluta. Eins og er búið að segja aftur og aftur þá eru þetta 40 mínútur og við þurfum að reyna að vera inn í leiknum þegar við förum inn í fjórða leikhluta,“ segir Kristófer. „Við þurfum kannski ekki að vera yfir en ekki vera undir með 15 eða 20 stigum fyrir fjórða leikhlutann. Það er svo erfitt því þá er svo langt í land. Við verðum að reyna að rífa okkur í gang í byrjun þriðja leikhluta. Við þurfum að byrja sterkt og ná að vera í þessum leikjum þangað til í lokin. Þá eigum við alveg að gera stolið einum sigri,“ segir Kristófer. Gerir hann sér vonir um að koma inn í byrjunarliðið fyrir lokaleikina á Eurobasket. „Ég held að það sé ekkert að fara að breytast. Ég er alveg sáttur með mitt hlutverk sem er að koma inn af bekknum, koma með þessa orku og reyna að sprengja þetta aðeins upp. Ég er búinn að stilla hugann fyrir það. Ég er því ekki að óska eftir neinum breytingum,“ segir Kristófer. „Ég á nóg eftir og byrjunarliðssætið er ekkert eitthvað sem ég er að stressa mig yfir,“ segir Kristófer að lokum.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Körfuboltaprinsar Íslands, Slóveníu og Finnlands Ísland á eftir tvo leiki á EM í Helsinki og í þeim leikjum fá Íslendingar að kynnast líklegum framtíðarstjörnum í NBA-deildinni. Fréttablaðið fékk Finn Frey Stefánsson til að segja frá þeim og bera saman við Tryggva Snæ Hlinason. 5. september 2017 07:00 Logi heldur upp á afmælið sitt á Eurobasket í annað skipti Logi Gunnarsson heldur upp á 36 ára afmælið sitt í dag þegar Íslendingar mæta Slóveniu í fjórða leik sínum á EM í Helsinki. Logi spilaði einnig á afmælisdaginn sinn á EM í Berlín fyrir tveimur árum. 5. september 2017 08:30 Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
Körfuboltaprinsar Íslands, Slóveníu og Finnlands Ísland á eftir tvo leiki á EM í Helsinki og í þeim leikjum fá Íslendingar að kynnast líklegum framtíðarstjörnum í NBA-deildinni. Fréttablaðið fékk Finn Frey Stefánsson til að segja frá þeim og bera saman við Tryggva Snæ Hlinason. 5. september 2017 07:00
Logi heldur upp á afmælið sitt á Eurobasket í annað skipti Logi Gunnarsson heldur upp á 36 ára afmælið sitt í dag þegar Íslendingar mæta Slóveniu í fjórða leik sínum á EM í Helsinki. Logi spilaði einnig á afmælisdaginn sinn á EM í Berlín fyrir tveimur árum. 5. september 2017 08:30
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn