Annie var gestur í Today Show í New York í dag þar sem mættur var fulltrúi frá Heimsmetabók Guinness til að fylgjast með henni reyna að bæta heimsmet í lyftum (e. thrusters).
Fyrrum heimsmetið var 1212 pund lyft á einni mínútu, og stórbætti Annie Mist metið þegar hún lyfti samtals 2805 pundum yfir höfuð sér, eða rúmum 1272 kílóum.
Annie Mist var með beina útsendingu á Facebook-síðu sinni af tilrauninni, og má sjá hana hér að neðan.