Klara Íris Vigfúsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður flugfreyja og flugþjóna hjá Icelandair.
Í tilkynningu frá Icelandair segir að starfið sé á flugrekstrarsviði Icelandair og felist meðal annars í að stýra starfsmannamálum flugfreyja og -þjóna, öryggismálum um borð auk framkvæmdar á allri þjónustu um borð í flugvélum félagsins.
„Klara sem er með B.sc. í viðskiptafræði starfaði í sumarafleysingum í flugdeild Icelandair og sem flugfreyja. Hún starfaði síðar á markaðssviði Landsbankans á árunum 2006-2011 og sem framkvæmdastjóri ÍMARK á árunum 2013-2015. Hún starfaði þá við flugrekstur sem aðstoðarmaður forstjóra Iceland Express og framkvæmdastjóri Express ferða og síðar sem á árunum 2011-2013. Þá var Klara forstöðumaður hjá Úrval / Útsýn árin 2015-2017.
Klara er gift Guðmundi Inga Haukssyni verkfræðingi og eiga þau þrjá syni, en Klara á jafnframt tvö stjúpbörn.“
Klara Íris nýr forstöðumaður hjá Icelandair
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið

Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar
Viðskipti innlent

Hildur ráðin forstjóri Advania
Viðskipti innlent


Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar
Viðskipti innlent

Atvinnuleysi eykst
Viðskipti innlent

Strákar og stálp fá styrk
Viðskipti innlent

Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki
Viðskipti erlent

Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“
Viðskipti innlent

Skipti í brúnni hjá Indó
Viðskipti innlent
