Klara Íris Vigfúsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður flugfreyja og flugþjóna hjá Icelandair.
Í tilkynningu frá Icelandair segir að starfið sé á flugrekstrarsviði Icelandair og felist meðal annars í að stýra starfsmannamálum flugfreyja og -þjóna, öryggismálum um borð auk framkvæmdar á allri þjónustu um borð í flugvélum félagsins.
„Klara sem er með B.sc. í viðskiptafræði starfaði í sumarafleysingum í flugdeild Icelandair og sem flugfreyja. Hún starfaði síðar á markaðssviði Landsbankans á árunum 2006-2011 og sem framkvæmdastjóri ÍMARK á árunum 2013-2015. Hún starfaði þá við flugrekstur sem aðstoðarmaður forstjóra Iceland Express og framkvæmdastjóri Express ferða og síðar sem á árunum 2011-2013. Þá var Klara forstöðumaður hjá Úrval / Útsýn árin 2015-2017.
Klara er gift Guðmundi Inga Haukssyni verkfræðingi og eiga þau þrjá syni, en Klara á jafnframt tvö stjúpbörn.“
Klara Íris nýr forstöðumaður hjá Icelandair
