Gekk berserksgang í Skeifunni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. september 2017 07:51 Töluverður erill hefur verið hjá lögreglunni um helgina. Vísir/Eyþór 70 mál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt og voru allar fangageymslur á lögreglustöðinni á Hverfisgötu fullar aðra nóttina í röð. Rétt fyrir miðnætti barst lögreglunni tilkynning um aðila sem var að ganga berserksgang í Skeifunni, bæði á veitingastað og í verslunum. Skemmdir voru á veitingastaðnum og er hann einnig grunaður um þjófnað í einni versluninni. Maðurinn gistir fangageymslu og verður yfirheyrður seinna í dag. Rétt eftir miðnætti var aðili handtekinn í Kvosinni. Hafði hann látið skap sitt bitna á ökutækjum, húsum og örðum munum sem urðu á vegi hans. Hann gistir fangageymslu og verður málið afgreitt með sekt, samkvæmt dagbók lögreglu. Þrisvar var leitað eftir aðstoð lögreglu vegna heimilisofbeldis. Klukkan þrjú var tilkynnt um heimilisofbeldi í Mosfellsbæ. Einn aðili gistir fangageymslur vegna málsins og var félagsþjónusta kölluð til. Klukkan 03:42 var aðili handtekinn vegna gruns um heimilisofbeldi og fyrir að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Málið er nú til rannsóknar hjá rannsóknardeild. Klukkan 04:44 var tilkynnt um heimilisofbeldi í Kópavogi. Félagsþjónustan og barnavernd voru kölluð til vegna málsins sem er í rannsókn. Þá var tilkynnt um líkamsárás á Hverfisgötu laust eftir klukkan þrjú í nótt. Minniháttar meiðsl voru á þeim sem áttu í átökunum. Önnur líkamsárás á Hverfisgötu var tilkynnt um klukkan fimm í nótt. Gerendur voru farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að en málið er í rannsókn. Þá barst lögreglunni tilkynning um slys í vesturbæ Kópavogs klukkan 05:39. Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang dró aðilinn upp hníf og ógnaði þeim. Var hann fluttur á slysadeild vegna meiðsla sinna í lögreglufylgd. Þá kom eldur upp í gámum á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Annars vegar var um að ræða eld í gámi í Seljahverfinu í Breiðholti. Eldurinn var slökktur en gámurinn var skemmdur eftir. Hins vegar var tilkynnt um eld í gámi á Smiðjustíg. Mikil hætta skapaðist á vettvangi, enda var gámurinn upp við húsvegg. Lögreglumál Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira
70 mál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt og voru allar fangageymslur á lögreglustöðinni á Hverfisgötu fullar aðra nóttina í röð. Rétt fyrir miðnætti barst lögreglunni tilkynning um aðila sem var að ganga berserksgang í Skeifunni, bæði á veitingastað og í verslunum. Skemmdir voru á veitingastaðnum og er hann einnig grunaður um þjófnað í einni versluninni. Maðurinn gistir fangageymslu og verður yfirheyrður seinna í dag. Rétt eftir miðnætti var aðili handtekinn í Kvosinni. Hafði hann látið skap sitt bitna á ökutækjum, húsum og örðum munum sem urðu á vegi hans. Hann gistir fangageymslu og verður málið afgreitt með sekt, samkvæmt dagbók lögreglu. Þrisvar var leitað eftir aðstoð lögreglu vegna heimilisofbeldis. Klukkan þrjú var tilkynnt um heimilisofbeldi í Mosfellsbæ. Einn aðili gistir fangageymslur vegna málsins og var félagsþjónusta kölluð til. Klukkan 03:42 var aðili handtekinn vegna gruns um heimilisofbeldi og fyrir að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Málið er nú til rannsóknar hjá rannsóknardeild. Klukkan 04:44 var tilkynnt um heimilisofbeldi í Kópavogi. Félagsþjónustan og barnavernd voru kölluð til vegna málsins sem er í rannsókn. Þá var tilkynnt um líkamsárás á Hverfisgötu laust eftir klukkan þrjú í nótt. Minniháttar meiðsl voru á þeim sem áttu í átökunum. Önnur líkamsárás á Hverfisgötu var tilkynnt um klukkan fimm í nótt. Gerendur voru farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að en málið er í rannsókn. Þá barst lögreglunni tilkynning um slys í vesturbæ Kópavogs klukkan 05:39. Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang dró aðilinn upp hníf og ógnaði þeim. Var hann fluttur á slysadeild vegna meiðsla sinna í lögreglufylgd. Þá kom eldur upp í gámum á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Annars vegar var um að ræða eld í gámi í Seljahverfinu í Breiðholti. Eldurinn var slökktur en gámurinn var skemmdur eftir. Hins vegar var tilkynnt um eld í gámi á Smiðjustíg. Mikil hætta skapaðist á vettvangi, enda var gámurinn upp við húsvegg.
Lögreglumál Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira