Martin: Skulda fjölskyldunni betri leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. september 2017 08:30 Martin Hermannsson. Vísir/Ernir Martin Hermannsson er í risastóru hlutverki hjá íslenska körfuboltalandsliðinu en hann er í miklu stærri rullu nú en á EM í Berlín fyrir tveimur árum. Grikkir fóru ekki mjúkum höndum um strákinn í fyrsta leik og ætluðu greinilega að leggja ofurkapp á það að stöðva hann. Martin var með næstum því marga tapaða bolta (6) og stig (7) í leiknum og hann veit að hann getur gert miklu betur. Íslenska liðið hitti aðeins úr 2 af 23 þriggja stiga skotum sínum í leiknum þar sem Martin, Jón Arnór Stefánsson og Logi Gunnarsson voru saman 0 af 8 í þriggja stiga skotum. „Það er svekkjandi að vita til þess að við erum inn í leiknum fyrstu þrjá leikhlutana með þessa skotnýtingu. Hver veit hvað hefði gerst hefðum við bara hitt á venjulegan dag hjá flestum. Ef ég hefði sett tvo og Logi tvo og Jón Arnór tvo þá hefði eitthvað annað geta gerst. Það er alltaf hægt að segja ef og hefði. Þetta er rosalega dýrt þegar þú skýtur svona illa,“ segir Martin Hermannsson. Íslenska liðið mætir Póllandi á eftir en margir sjá fyrir sér að þetta sé leikurinn þar sem íslenska liðið á mesta möguleika á sigri. „Þetta er hörkulið og með leikmenn sem eru að spila í bestu liðum í Evrópu. Þeir eru með risa drumb inn í teig sem tekur mikið pláss. Á sama tíma getum við vonandi nýtt okkur að ráðast á hann sóknarlega því hann er hægur á löppunum. Þar liggur þeirra veikleiki og við ætlum að nýta okkur það,“ segir Martin. Íslenska liðið byrjaði ekki nógu vel á móti Grikkjum í fyrsta leik sínum í keppninni og var komið 19 stigum undir, 10-29, í upphafi annars leikhluta. Það má ekki gerast í dag. „Það skiptir rosalega miklu máli að við byrjum sterkt og fáum fólkið með okkur. Það er algjörlega ómetanlegt að hafa þetta fólk hérna í stúkunni. Gæsahúðin sem maður fékk þegar maður labbaði inn á völlinn var geggjuð,“ segir Martin en Ísland átti stúkuna algjörlega í leiknum við Grikki. Fjöldskylda Martins hefur fjölmennt til Helsinki til að styðja við bakið á sínum manni og öll eru þau í treyju númer eitt eins og strákurinn. „Það er nóg af ás treyjum upp í stúku og það er hrikalega gaman að hafa alla hérna. Ég skulda þeim þokkalega betri leik og ég ætlað að sleppa því að vera í villuvandræðum,“ segir Martin staðráðinn í að eiga betri leik í dag. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Þarf að vera klókari Grikkir smjöttuðu á mistökum körfuboltastrákanna okkar í 29 stiga sigri í Helsinki í gær. Frábær annar leikhluti kveikti vel í fjölda Íslendinga sem voru mættir í höllina en hinir þrír leikhlutarnir töpuðust samtals 38-79. Einn af þeim sem geta gert miklu betur er Martin Hermannsson sem dró ekki dul á eigin ábyrgð eftir leik. 1. september 2017 06:00 Vel tekið á móti Tryggva í gær: Ég labbaði inná og þá var fagnað Tryggvi Snær Hlinason lék sinn fyrsta leik á stórmóti í gær þegar Ísland mætti Grikklandi í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Helsinki. Hann fékk frábærar móttökur hjá íslensku áhorfendunum í Höllinni. 1. september 2017 14:15 Herbergisfélagarnir hlógu saman að því þegar Hlynur var blokkaður Ein tilþrif úr leik Íslands og Grikklands komust í hóp flottustu tilþrifanna á fyrsta degi Eurobasket og voru þau tilþrif á kostnað landsliðsfyrirliðans Hlyns Bæringssonar. 1. september 2017 15:45 Hlynur brosti bara eftir móttökurnar frá Thanasis sem enduðu meðal bestu tilþrifa dagsins FIBA er búið að velja fimm flottustu tilþrifin frá fyrsta deginum á Eurobasket í ár en keppni hófst í riðlinum í Helsinki í Finnlandi og Tel Aviv í Ísrael í gær. 1. september 2017 08:30 Martin: Ég hef aldrei séð það áður hjá íslensku landsliði Martin Hermannsson er ekkert hrifnari af keppnisboltanum eftir nóttina. Forráðamenn evrópska körfuboltasambandsins voru nefnilega ekki að gera íslensla körfuboltalandsliðinu neinn greiða þegar þeir völdu keppnisboltann fyrir Eurobasket 2017. 1. september 2017 19:30 Tilþrifapakki frá Hauki Helga frá því í gær | Myndband Haukur Helgi Pálsson var langatkvæðamæstur í íslenska körfuboltalandsliðinu í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Helsinki sem fram fór í gær. 1. september 2017 13:45 Vantaði að við settum tóninn til að fá áhorfendurna betur með okkur Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu urðu að sætta sig við 29 stiga tap á móti Grikkjum í fyrsta leik sínum á Eurobasket 2017. 1. september 2017 12:00 Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
Martin Hermannsson er í risastóru hlutverki hjá íslenska körfuboltalandsliðinu en hann er í miklu stærri rullu nú en á EM í Berlín fyrir tveimur árum. Grikkir fóru ekki mjúkum höndum um strákinn í fyrsta leik og ætluðu greinilega að leggja ofurkapp á það að stöðva hann. Martin var með næstum því marga tapaða bolta (6) og stig (7) í leiknum og hann veit að hann getur gert miklu betur. Íslenska liðið hitti aðeins úr 2 af 23 þriggja stiga skotum sínum í leiknum þar sem Martin, Jón Arnór Stefánsson og Logi Gunnarsson voru saman 0 af 8 í þriggja stiga skotum. „Það er svekkjandi að vita til þess að við erum inn í leiknum fyrstu þrjá leikhlutana með þessa skotnýtingu. Hver veit hvað hefði gerst hefðum við bara hitt á venjulegan dag hjá flestum. Ef ég hefði sett tvo og Logi tvo og Jón Arnór tvo þá hefði eitthvað annað geta gerst. Það er alltaf hægt að segja ef og hefði. Þetta er rosalega dýrt þegar þú skýtur svona illa,“ segir Martin Hermannsson. Íslenska liðið mætir Póllandi á eftir en margir sjá fyrir sér að þetta sé leikurinn þar sem íslenska liðið á mesta möguleika á sigri. „Þetta er hörkulið og með leikmenn sem eru að spila í bestu liðum í Evrópu. Þeir eru með risa drumb inn í teig sem tekur mikið pláss. Á sama tíma getum við vonandi nýtt okkur að ráðast á hann sóknarlega því hann er hægur á löppunum. Þar liggur þeirra veikleiki og við ætlum að nýta okkur það,“ segir Martin. Íslenska liðið byrjaði ekki nógu vel á móti Grikkjum í fyrsta leik sínum í keppninni og var komið 19 stigum undir, 10-29, í upphafi annars leikhluta. Það má ekki gerast í dag. „Það skiptir rosalega miklu máli að við byrjum sterkt og fáum fólkið með okkur. Það er algjörlega ómetanlegt að hafa þetta fólk hérna í stúkunni. Gæsahúðin sem maður fékk þegar maður labbaði inn á völlinn var geggjuð,“ segir Martin en Ísland átti stúkuna algjörlega í leiknum við Grikki. Fjöldskylda Martins hefur fjölmennt til Helsinki til að styðja við bakið á sínum manni og öll eru þau í treyju númer eitt eins og strákurinn. „Það er nóg af ás treyjum upp í stúku og það er hrikalega gaman að hafa alla hérna. Ég skulda þeim þokkalega betri leik og ég ætlað að sleppa því að vera í villuvandræðum,“ segir Martin staðráðinn í að eiga betri leik í dag.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Þarf að vera klókari Grikkir smjöttuðu á mistökum körfuboltastrákanna okkar í 29 stiga sigri í Helsinki í gær. Frábær annar leikhluti kveikti vel í fjölda Íslendinga sem voru mættir í höllina en hinir þrír leikhlutarnir töpuðust samtals 38-79. Einn af þeim sem geta gert miklu betur er Martin Hermannsson sem dró ekki dul á eigin ábyrgð eftir leik. 1. september 2017 06:00 Vel tekið á móti Tryggva í gær: Ég labbaði inná og þá var fagnað Tryggvi Snær Hlinason lék sinn fyrsta leik á stórmóti í gær þegar Ísland mætti Grikklandi í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Helsinki. Hann fékk frábærar móttökur hjá íslensku áhorfendunum í Höllinni. 1. september 2017 14:15 Herbergisfélagarnir hlógu saman að því þegar Hlynur var blokkaður Ein tilþrif úr leik Íslands og Grikklands komust í hóp flottustu tilþrifanna á fyrsta degi Eurobasket og voru þau tilþrif á kostnað landsliðsfyrirliðans Hlyns Bæringssonar. 1. september 2017 15:45 Hlynur brosti bara eftir móttökurnar frá Thanasis sem enduðu meðal bestu tilþrifa dagsins FIBA er búið að velja fimm flottustu tilþrifin frá fyrsta deginum á Eurobasket í ár en keppni hófst í riðlinum í Helsinki í Finnlandi og Tel Aviv í Ísrael í gær. 1. september 2017 08:30 Martin: Ég hef aldrei séð það áður hjá íslensku landsliði Martin Hermannsson er ekkert hrifnari af keppnisboltanum eftir nóttina. Forráðamenn evrópska körfuboltasambandsins voru nefnilega ekki að gera íslensla körfuboltalandsliðinu neinn greiða þegar þeir völdu keppnisboltann fyrir Eurobasket 2017. 1. september 2017 19:30 Tilþrifapakki frá Hauki Helga frá því í gær | Myndband Haukur Helgi Pálsson var langatkvæðamæstur í íslenska körfuboltalandsliðinu í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Helsinki sem fram fór í gær. 1. september 2017 13:45 Vantaði að við settum tóninn til að fá áhorfendurna betur með okkur Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu urðu að sætta sig við 29 stiga tap á móti Grikkjum í fyrsta leik sínum á Eurobasket 2017. 1. september 2017 12:00 Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
Þarf að vera klókari Grikkir smjöttuðu á mistökum körfuboltastrákanna okkar í 29 stiga sigri í Helsinki í gær. Frábær annar leikhluti kveikti vel í fjölda Íslendinga sem voru mættir í höllina en hinir þrír leikhlutarnir töpuðust samtals 38-79. Einn af þeim sem geta gert miklu betur er Martin Hermannsson sem dró ekki dul á eigin ábyrgð eftir leik. 1. september 2017 06:00
Vel tekið á móti Tryggva í gær: Ég labbaði inná og þá var fagnað Tryggvi Snær Hlinason lék sinn fyrsta leik á stórmóti í gær þegar Ísland mætti Grikklandi í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Helsinki. Hann fékk frábærar móttökur hjá íslensku áhorfendunum í Höllinni. 1. september 2017 14:15
Herbergisfélagarnir hlógu saman að því þegar Hlynur var blokkaður Ein tilþrif úr leik Íslands og Grikklands komust í hóp flottustu tilþrifanna á fyrsta degi Eurobasket og voru þau tilþrif á kostnað landsliðsfyrirliðans Hlyns Bæringssonar. 1. september 2017 15:45
Hlynur brosti bara eftir móttökurnar frá Thanasis sem enduðu meðal bestu tilþrifa dagsins FIBA er búið að velja fimm flottustu tilþrifin frá fyrsta deginum á Eurobasket í ár en keppni hófst í riðlinum í Helsinki í Finnlandi og Tel Aviv í Ísrael í gær. 1. september 2017 08:30
Martin: Ég hef aldrei séð það áður hjá íslensku landsliði Martin Hermannsson er ekkert hrifnari af keppnisboltanum eftir nóttina. Forráðamenn evrópska körfuboltasambandsins voru nefnilega ekki að gera íslensla körfuboltalandsliðinu neinn greiða þegar þeir völdu keppnisboltann fyrir Eurobasket 2017. 1. september 2017 19:30
Tilþrifapakki frá Hauki Helga frá því í gær | Myndband Haukur Helgi Pálsson var langatkvæðamæstur í íslenska körfuboltalandsliðinu í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Helsinki sem fram fór í gær. 1. september 2017 13:45
Vantaði að við settum tóninn til að fá áhorfendurna betur með okkur Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu urðu að sætta sig við 29 stiga tap á móti Grikkjum í fyrsta leik sínum á Eurobasket 2017. 1. september 2017 12:00
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn