„Þú myrtir þessa stelpu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. september 2017 12:52 Grímur Grímsson mætir í Héraðsdóm Reykjaness í morgun. Vísir/Vilhelm Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sá sem stýrði rannsókninni í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Olsen, kom fyrir Héraðsdóm Reykjaness í dag við aðalmeðferð málsins. Thomas er ákærður fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. Verjandi Thomasar, Páll Rúnar M. Kristjánsson, óskaði eftir því að Grímur kæmi fyrir dóminn. Hann spurði fyrst út í myndbandsupptökur af rauðri Kia Rio-bifreið sem Thomas var með á leigu nóttina sem Birna hvarf en mikið magn blóðs úr Birnu fannst í bílnum við rannsókn lögreglu. Spurði verjandinn hvort að allt hafi verið reynt af lögreglu til að fá betur fram skýrleika myndbanda sem sýna bílinn á Hafnarfjarðarhöfn og við golfskálann í Garðabæ laugardagsmorguninn 14. janúar. Sagði Grímur svo hafa verið og að lögreglan hefði verið sátt við skýrleika myndbandanna.Kvartaði hvernig talað var við hann Þá spurði Páll hvort að Grímur kannaðist við það að Thomas hefði kvartað yfir meðferðinni á sér. Kvaðst Grímur kannast við að hann hefði kvartað við einn af lögreglumönnunum sem komu að rannsókn málsins. Aðspurður hvort hann vissi yfir hverju Thomas hefði kvartað sagði Grímur: „Hann kvartaði ekki yfir meðferðinni heldur því hvernig talað var við hann.“ Páll spurði svo hvort að ákærði í málinu hafi mátt gera ráð fyrir því allan tímann að það væri til rannsakað til sýknu eða sektar. Svaraði Grímur því játandi. Páll vísaði þá í skýrslutöku yfir Thomasi þar sem lögreglumaður sagði eftirfarandi við hann: „Þú myrtir þessa stelpu og þú keyrðir með hana eitthvað og skildir líkið eftir.“ Var Grímur spurður hvort að þetta rímaði við hlutlægnisskyldu lögreglunnar. Svaraði hann því til að verjandinn yrði að spyrja þann sem spurði spurningarinnar. Spurði Páll þá hvort það væru hefðbundnar starfsaðferðir lögreglu að segja svona við yfirheyrslu. Sagðist Grímur ekki telja að svo væri. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Sjá meira
Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sá sem stýrði rannsókninni í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Olsen, kom fyrir Héraðsdóm Reykjaness í dag við aðalmeðferð málsins. Thomas er ákærður fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn. Verjandi Thomasar, Páll Rúnar M. Kristjánsson, óskaði eftir því að Grímur kæmi fyrir dóminn. Hann spurði fyrst út í myndbandsupptökur af rauðri Kia Rio-bifreið sem Thomas var með á leigu nóttina sem Birna hvarf en mikið magn blóðs úr Birnu fannst í bílnum við rannsókn lögreglu. Spurði verjandinn hvort að allt hafi verið reynt af lögreglu til að fá betur fram skýrleika myndbanda sem sýna bílinn á Hafnarfjarðarhöfn og við golfskálann í Garðabæ laugardagsmorguninn 14. janúar. Sagði Grímur svo hafa verið og að lögreglan hefði verið sátt við skýrleika myndbandanna.Kvartaði hvernig talað var við hann Þá spurði Páll hvort að Grímur kannaðist við það að Thomas hefði kvartað yfir meðferðinni á sér. Kvaðst Grímur kannast við að hann hefði kvartað við einn af lögreglumönnunum sem komu að rannsókn málsins. Aðspurður hvort hann vissi yfir hverju Thomas hefði kvartað sagði Grímur: „Hann kvartaði ekki yfir meðferðinni heldur því hvernig talað var við hann.“ Páll spurði svo hvort að ákærði í málinu hafi mátt gera ráð fyrir því allan tímann að það væri til rannsakað til sýknu eða sektar. Svaraði Grímur því játandi. Páll vísaði þá í skýrslutöku yfir Thomasi þar sem lögreglumaður sagði eftirfarandi við hann: „Þú myrtir þessa stelpu og þú keyrðir með hana eitthvað og skildir líkið eftir.“ Var Grímur spurður hvort að þetta rímaði við hlutlægnisskyldu lögreglunnar. Svaraði hann því til að verjandinn yrði að spyrja þann sem spurði spurningarinnar. Spurði Páll þá hvort það væru hefðbundnar starfsaðferðir lögreglu að segja svona við yfirheyrslu. Sagðist Grímur ekki telja að svo væri.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Sjá meira