Réttarmeinafræðingur ber vitni fyrir luktum dyrum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. september 2017 09:18 Sebastian Kunz, réttarmeinafræðingur, í dómsal í morgun. vísir/vilhelm Áframhald aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Olsen hófst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9 í morgun. Thomas er ákærður fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn en aðalmeðferðin hófst í síðustu viku og fór fram á mánudegi og þriðjudegi. Thomas er ekki mættur í dóminn í dag en dagurinn hefst á því að tekin er skýrsla af Sebastian Kunz réttarmeinafræðingi sem gerði réttarkrufningu á líki Birnu þann 23. janúar síðastliðinn. Kristinn Halldórsson, dómsformaður, tók til máls áður en Kunz gaf skýrslu og tilkynnti að dómurinn hefði ákveðið að skýrslutakan færi fram fyrir luktum dyrum, það er að enginn annar en sakflytjendur, það er saksóknari og verjendur, mættu vera viðstaddir skýrslutökuna. Fjölmiðlamönnum og öðrum í salnum var því vikið út. Ástæðan er sú að við skýrslutökuna verður varpað upp ljósmyndum í réttarsalnum af líkinu. Þá hafði verjandi Thomasar, Páll Rúnar M. Kristjánsson, sérstaklega boðað að hann myndi spyrja persónulegra og viðkvæmra spurninga um Birnu sem meðal annars sneru að heilsufari hennar. Væru það viðkvæmar persónuupplýsingar. Auk þess hafði dómurinn gögn undir höndum sem vörðuðu líðan foreldra Birnu og aðra aðstandenda og var ákvörðunin einnig tekin með tilliti til þess. Áætlað er að skýrslutakan af Kunz taki um 40 mínútur og eftir það verður þinghald opnað á ný. Verða þá teknar skýrslur af nokkrum vitnum til viðbótar, þar með talið Grími Grímssyni, yfirmanni miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en hann stýrði rannsókn málsins. Áætlað er að munnlegur málflutningur fari svo fram eftir hádegi. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Í beinni: Grímur Grímsson ber vitni í Birnumálinu Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9:15 í dag. 1. september 2017 07:00 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Fleiri fréttir Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Sjá meira
Áframhald aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Olsen hófst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9 í morgun. Thomas er ákærður fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn en aðalmeðferðin hófst í síðustu viku og fór fram á mánudegi og þriðjudegi. Thomas er ekki mættur í dóminn í dag en dagurinn hefst á því að tekin er skýrsla af Sebastian Kunz réttarmeinafræðingi sem gerði réttarkrufningu á líki Birnu þann 23. janúar síðastliðinn. Kristinn Halldórsson, dómsformaður, tók til máls áður en Kunz gaf skýrslu og tilkynnti að dómurinn hefði ákveðið að skýrslutakan færi fram fyrir luktum dyrum, það er að enginn annar en sakflytjendur, það er saksóknari og verjendur, mættu vera viðstaddir skýrslutökuna. Fjölmiðlamönnum og öðrum í salnum var því vikið út. Ástæðan er sú að við skýrslutökuna verður varpað upp ljósmyndum í réttarsalnum af líkinu. Þá hafði verjandi Thomasar, Páll Rúnar M. Kristjánsson, sérstaklega boðað að hann myndi spyrja persónulegra og viðkvæmra spurninga um Birnu sem meðal annars sneru að heilsufari hennar. Væru það viðkvæmar persónuupplýsingar. Auk þess hafði dómurinn gögn undir höndum sem vörðuðu líðan foreldra Birnu og aðra aðstandenda og var ákvörðunin einnig tekin með tilliti til þess. Áætlað er að skýrslutakan af Kunz taki um 40 mínútur og eftir það verður þinghald opnað á ný. Verða þá teknar skýrslur af nokkrum vitnum til viðbótar, þar með talið Grími Grímssyni, yfirmanni miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en hann stýrði rannsókn málsins. Áætlað er að munnlegur málflutningur fari svo fram eftir hádegi.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Í beinni: Grímur Grímsson ber vitni í Birnumálinu Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9:15 í dag. 1. september 2017 07:00 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Fleiri fréttir Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Sjá meira
Í beinni: Grímur Grímsson ber vitni í Birnumálinu Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9:15 í dag. 1. september 2017 07:00