Minnst þriggja flokka meirihluti í boði Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. september 2017 19:30 Fráfarandi meirihluti á Alþingi er kolfallinn samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var í gær. Samkvæmt henni verður einungis hægt að mynda ríkisstjórn þriggja flokka eða fleiri. Könnunin var framkvæmd í gær og var hringt í 1.311 manns þar til náðist í 800. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og skiptust svarendur jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eru með jafnt fylgi og fengi hvor flokkur um 23%. Píratar eru þriðji stærsti flokkurinn með tæplega 14%. Þá fengi Flokkur fólksins, sem kæmi nýr inn á þing, tæp 11% og Framsókn um 10%. Þetta eru töluverðar breytingar á einu ári en fylgi Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar dregst saman og Vinstri Græn bæta verulega við sig. Þá er Flokkur fólksins kominn með svipað fylgi og Framsókn en Samfylking, Björt Framtíð, Píratar og Framsókn mælast svipuð og í síðustu kosningum.Þingmannafjöldi miðað við skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis að viðbættum eða frádregnum fjölda þingsæta sem þeir myndu missa frá síðustu kosningum.Yrði þetta niðurstaðan myndu bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri Græn ná inn fimmtán þingmönnum. Sjálfstæðisflokkurinn myndi tapa sex mönnum og Vinstri Græn bæta við sig fimm. Píratar myndu missa einn þingmann og fá níu inn. Framsókn og Flokkur fólksins gætu hvor um sig náð inn sjö mönnum en síðarnefndi flokkurinn fékk engan inn í síðustu kosningum. Viðreisn myndi missa fjóra þingmenn og ná þremur mönnum inn, eða jafn mörgum og Samfylkingin, sem stendur í stað samkvæmt þessu. Björt Framtíð mælist með fjóra þingmenn, eins og í síðustu kosningum. Samkvæmt þessu er síðasti meirihluti sem taldi 32 þingmenn kolfallinn og fengju flokkarnir þrír aðeins 22 þingmenn. Engin tveggja flokka stjórn væri í boði og einungis þriggja flokka stjórn ef bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn kæmu að henni.Fjölmargir möguleikar eru í boði ef fleiri en þrír flokkar koma að ríkisstjórnarmyndun.Ef reynt yrði að halda Sjálfstæðisflokknum eða Vinstri grænum utan stjórnar þyrftu alltaf fjórir flokkar eða fleiri að mynda meirihlutann.Ef hvorki Sjálfstæðisflokkurinn og né Vinstri græn kæmu að borðinu þyrftu allir aðrir þingflokkar, eða, sex talsins, að mynda meirihlutann.Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri Græn þyrftu að koma að öllum þriggja flokka stjórnum.Vísir/Anton Kosningar 2017 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Fráfarandi meirihluti á Alþingi er kolfallinn samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var í gær. Samkvæmt henni verður einungis hægt að mynda ríkisstjórn þriggja flokka eða fleiri. Könnunin var framkvæmd í gær og var hringt í 1.311 manns þar til náðist í 800. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og skiptust svarendur jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eru með jafnt fylgi og fengi hvor flokkur um 23%. Píratar eru þriðji stærsti flokkurinn með tæplega 14%. Þá fengi Flokkur fólksins, sem kæmi nýr inn á þing, tæp 11% og Framsókn um 10%. Þetta eru töluverðar breytingar á einu ári en fylgi Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar dregst saman og Vinstri Græn bæta verulega við sig. Þá er Flokkur fólksins kominn með svipað fylgi og Framsókn en Samfylking, Björt Framtíð, Píratar og Framsókn mælast svipuð og í síðustu kosningum.Þingmannafjöldi miðað við skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis að viðbættum eða frádregnum fjölda þingsæta sem þeir myndu missa frá síðustu kosningum.Yrði þetta niðurstaðan myndu bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri Græn ná inn fimmtán þingmönnum. Sjálfstæðisflokkurinn myndi tapa sex mönnum og Vinstri Græn bæta við sig fimm. Píratar myndu missa einn þingmann og fá níu inn. Framsókn og Flokkur fólksins gætu hvor um sig náð inn sjö mönnum en síðarnefndi flokkurinn fékk engan inn í síðustu kosningum. Viðreisn myndi missa fjóra þingmenn og ná þremur mönnum inn, eða jafn mörgum og Samfylkingin, sem stendur í stað samkvæmt þessu. Björt Framtíð mælist með fjóra þingmenn, eins og í síðustu kosningum. Samkvæmt þessu er síðasti meirihluti sem taldi 32 þingmenn kolfallinn og fengju flokkarnir þrír aðeins 22 þingmenn. Engin tveggja flokka stjórn væri í boði og einungis þriggja flokka stjórn ef bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn kæmu að henni.Fjölmargir möguleikar eru í boði ef fleiri en þrír flokkar koma að ríkisstjórnarmyndun.Ef reynt yrði að halda Sjálfstæðisflokknum eða Vinstri grænum utan stjórnar þyrftu alltaf fjórir flokkar eða fleiri að mynda meirihlutann.Ef hvorki Sjálfstæðisflokkurinn og né Vinstri græn kæmu að borðinu þyrftu allir aðrir þingflokkar, eða, sex talsins, að mynda meirihlutann.Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri Græn þyrftu að koma að öllum þriggja flokka stjórnum.Vísir/Anton
Kosningar 2017 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira