Nissan hefur smíðað 150 milljón bíla Finnur Thorlacius skrifar 19. september 2017 16:11 Nissan Navara pallbíllinn. Þau tímamót urðu hjá Nissan í vikunni að þar á bæ var smíðað 150 milljónasta eintakið frá stofnun Nissan árið 1933. Það tók 73 ár, eða til ársins 2006 að smíða fyrstu 100 milljón eintökin, en aðeins 11 ár að smíða næstu 50 milljón eintökin. Af þessum 150 milljón bílum hafa 58,9% þeirra verið smíðuð í heimalandinu Japan, en Nissan er með bílaverksmiðjur um allan heim þar sem þessi 41,1% önnur eintök Nissan bíla hafa verið smíðuð. Árið 2006 var þetta hlutfall 76,5% smíðaðra bíla heimafyrir. Í Bandaríkjunum hafa 10,8% allra Nissan bíla verið smíðuð, en hvort um sig Kína og Mexíkó eru með 7,9% eintakanna. Í bretlandi hafa 6,2% þeirra verið smíðuð, en 2,4% á Spáni. Önnur lönd samanlagt eiga svo heiðurinn af 5,8% allra Nissan bíla. Nissan hefur líka öðrum áfanga að fagna þessa dagana, en Renault-Nissan sem nýverið keypti ráðandi hlut í Mitsubishi, er orðinn stærsti bílaframleiðandi í heimi og framleiddi fleiri bíla en bæði Volkswagen og Toyota á fyrri hluta þessa árs, eða 5,27 milljón bíla. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent
Þau tímamót urðu hjá Nissan í vikunni að þar á bæ var smíðað 150 milljónasta eintakið frá stofnun Nissan árið 1933. Það tók 73 ár, eða til ársins 2006 að smíða fyrstu 100 milljón eintökin, en aðeins 11 ár að smíða næstu 50 milljón eintökin. Af þessum 150 milljón bílum hafa 58,9% þeirra verið smíðuð í heimalandinu Japan, en Nissan er með bílaverksmiðjur um allan heim þar sem þessi 41,1% önnur eintök Nissan bíla hafa verið smíðuð. Árið 2006 var þetta hlutfall 76,5% smíðaðra bíla heimafyrir. Í Bandaríkjunum hafa 10,8% allra Nissan bíla verið smíðuð, en hvort um sig Kína og Mexíkó eru með 7,9% eintakanna. Í bretlandi hafa 6,2% þeirra verið smíðuð, en 2,4% á Spáni. Önnur lönd samanlagt eiga svo heiðurinn af 5,8% allra Nissan bíla. Nissan hefur líka öðrum áfanga að fagna þessa dagana, en Renault-Nissan sem nýverið keypti ráðandi hlut í Mitsubishi, er orðinn stærsti bílaframleiðandi í heimi og framleiddi fleiri bíla en bæði Volkswagen og Toyota á fyrri hluta þessa árs, eða 5,27 milljón bíla.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent