Fyrrverandi þingmenn vilja snúa aftur á þing Aðalheiður Ámundadóttir og Haraldur Guðmundsson skrifa 19. september 2017 06:00 Nær allir sitjandi þingmenn stefna á endurkjör. Óvissa einkennir stemningu innan flokkanna nú þegar kosið verður til Alþingis eftir rúman mánuð. Margir liggja undir feldi. Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson hefur tilkynnt framboð. Björn Valur Gíslason, fráfarandi varaformaður VG, fer yfir málin með félögum í sínu kjördæmi. Stórkostlegra breytinga er ekki að vænta á framboðslistum Sjálfstæðisflokks, en þó íhugar Sirrý Hallgrímsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar, framboð samkvæmt heimildum. Hvorki Svanhildur Hólm, né Borgar Þór Einarsson vildu svara hvort þau hygðust bjóða sig fram, en hafa verið orðuð við framboð í borgarstjórnarkosningum næsta vor. Línur eru langt frá því að vera skýrar innan Framsóknar. Af fyrrverandi þingmönnum liggja Líneik Anna Sævarsdóttir, Þorsteinn Sæmundsson og Willum Þór Þórsson undir feldi en að eigin sögn hafa hvorki Vigdís Hauksdóttir né Ásmundur Einar Daðason leitt hugann að framboði. Höskuldur Þórhallsson baðst undan samtali. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er sagður íhuga stofnun nýs flokks. Enn er ekki ljóst hvaða Framsóknarmenn myndu fylgja honum. Nafn Björns Inga Hrafnssonar hefur borið á góma. Björn Ingi sagðist ekki reiðubúinn í umræður um framboð.Útlit er fyrir kvennaslag innan Samfylkingarinnar. Þingkonurnar fyrrverandi, Ólína Þorvarðardóttir og Margrét Tryggvadóttir, íhuga framboð. Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður, og Eva H. Baldursdóttir hafa lýst áhuga á að taka þátt. Sema Erla Serdar og Margrét Gauja Magnúsdóttir hugsa málið. „Já, af hverju ekki,“ segir Helga Vala Helgadóttir, lögmaður, þegar hún er innt eftir áhuga á framboði, en viðmælendur Fréttablaðsins nefndu nafn hennar spurðir um óskaframbjóðendur fyrir Samfylkingu. Ekki náðist í þungavigtarkarlpening flokksins þrátt fyrir tilraunir. Meðal nýrra nafna í prófkjörum Pírata verður Einar Steingrímsson stærðfræðingur, sem tilkynnti framboð á Pírataspjallinu í gær. Einar var í framboði til rektors HÍ fyrir tveimur árum. Fyrrverandi þingmenn Bjartrar framtíðar virðast ekki á framboðsbuxunum, að minnsta kosti ekki fyrir Bjarta framtíð. Páll Valur Björnsson sem sagði sig úr flokknum fyrr á árinu, er sagður skoða að bjóða sig fram fyrir annan flokk en Bjarta framtíð. Uppfært klukkan 10:08Eygló Harðardóttir hefur tilkynnt að hún muni ekki gefa kost á sér. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Óvissa einkennir stemningu innan flokkanna nú þegar kosið verður til Alþingis eftir rúman mánuð. Margir liggja undir feldi. Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson hefur tilkynnt framboð. Björn Valur Gíslason, fráfarandi varaformaður VG, fer yfir málin með félögum í sínu kjördæmi. Stórkostlegra breytinga er ekki að vænta á framboðslistum Sjálfstæðisflokks, en þó íhugar Sirrý Hallgrímsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar, framboð samkvæmt heimildum. Hvorki Svanhildur Hólm, né Borgar Þór Einarsson vildu svara hvort þau hygðust bjóða sig fram, en hafa verið orðuð við framboð í borgarstjórnarkosningum næsta vor. Línur eru langt frá því að vera skýrar innan Framsóknar. Af fyrrverandi þingmönnum liggja Líneik Anna Sævarsdóttir, Þorsteinn Sæmundsson og Willum Þór Þórsson undir feldi en að eigin sögn hafa hvorki Vigdís Hauksdóttir né Ásmundur Einar Daðason leitt hugann að framboði. Höskuldur Þórhallsson baðst undan samtali. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er sagður íhuga stofnun nýs flokks. Enn er ekki ljóst hvaða Framsóknarmenn myndu fylgja honum. Nafn Björns Inga Hrafnssonar hefur borið á góma. Björn Ingi sagðist ekki reiðubúinn í umræður um framboð.Útlit er fyrir kvennaslag innan Samfylkingarinnar. Þingkonurnar fyrrverandi, Ólína Þorvarðardóttir og Margrét Tryggvadóttir, íhuga framboð. Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður, og Eva H. Baldursdóttir hafa lýst áhuga á að taka þátt. Sema Erla Serdar og Margrét Gauja Magnúsdóttir hugsa málið. „Já, af hverju ekki,“ segir Helga Vala Helgadóttir, lögmaður, þegar hún er innt eftir áhuga á framboði, en viðmælendur Fréttablaðsins nefndu nafn hennar spurðir um óskaframbjóðendur fyrir Samfylkingu. Ekki náðist í þungavigtarkarlpening flokksins þrátt fyrir tilraunir. Meðal nýrra nafna í prófkjörum Pírata verður Einar Steingrímsson stærðfræðingur, sem tilkynnti framboð á Pírataspjallinu í gær. Einar var í framboði til rektors HÍ fyrir tveimur árum. Fyrrverandi þingmenn Bjartrar framtíðar virðast ekki á framboðsbuxunum, að minnsta kosti ekki fyrir Bjarta framtíð. Páll Valur Björnsson sem sagði sig úr flokknum fyrr á árinu, er sagður skoða að bjóða sig fram fyrir annan flokk en Bjarta framtíð. Uppfært klukkan 10:08Eygló Harðardóttir hefur tilkynnt að hún muni ekki gefa kost á sér.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira