Óvissa ríkir um störf þingsins vikurnar fram að kosningadegi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. september 2017 06:00 Forsætisráðherra las upp tilkynningu um þingrof á stuttum þingfundi í gær. Þingmenn hlýddu á. vísir/anton brink Ekki liggur fyrir samkomulag um það hvaða mál fara í gegn og hver falla niður á þeim fáu þingdögum sem eftir eru fram að þingkosningum. Formenn flokka sem eiga sæti á þingi funda aftur með forseta Alþingis á morgun til að reyna að komast að samkomulagi um þinglok. Þingkosningar fara fram laugardaginn 28. október næstkomandi. Þetta lá fyrir um hádegisbil í gær eftir að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, féllst á þingrofstillögu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Á blaðamannafundi sem haldinn var að fundi forseta og forsætisráðherra loknum sagði forsetinn að hann hefði rætt við formenn annarra flokka um möguleika á myndun annarrar meirihlutastjórnar. Honum var ekki til að dreifa og var ríkur stuðningur formanna við að boða til nýrra kosninga. „Þingið er þungamiðja okkar og því mikilvægt að það njóti virðingar og að þingheimur sé traustsins verður,“ sagði forsetinn. „[Ég hvet alla] sem atkvæðisrétt hafa að nýta hann þrátt fyrir að einhvers konar leiði og óþreyja og vonbrigði séu kannski farin að grípa um sig í hugum fólks.“ Kosningarnar nú verða þær fimmtu á átta ára tímabili. Þá verður minna en ár liðið frá kosningunum í fyrra þegar kjósendur mæta á kjörstað nú. Skömmu eftir að fundinum á Bessastöðum lauk hófst fundur formanna og forseta þingsins í þinghúsinu. Niðurstaða þess fundar var að ágreiningur er enn uppi um hvað skuli gera á síðustu dögum 147. löggjafarþings. „Það voru auðvitað skiptar skoðanir og við ræddum það hreinskilnislega en við ákváðum að halda áfram að tala saman og hittast aftur á [morgun],“ sagði Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, að þeim fundi loknum. Síðasta vor lentu mál um notendastýrða persónuaðstoð, NPA, og samningur um réttindi fatlaðs fólks milli skips og bryggju. Var þeim málum slegið á frest með vilyrði um að þau yrðu með fyrstu málum sem afgreidd yrðu nú í haust. Þá eru mögulegar breytingar á útlendingalögum einnig á dagskrá. Ekki liggur því fyrir hver verður síðasti fundardagur þingsins. Í fyrra var þingi slitið tveimur vikum fyrir kjördag. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Ekki liggur fyrir samkomulag um það hvaða mál fara í gegn og hver falla niður á þeim fáu þingdögum sem eftir eru fram að þingkosningum. Formenn flokka sem eiga sæti á þingi funda aftur með forseta Alþingis á morgun til að reyna að komast að samkomulagi um þinglok. Þingkosningar fara fram laugardaginn 28. október næstkomandi. Þetta lá fyrir um hádegisbil í gær eftir að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, féllst á þingrofstillögu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Á blaðamannafundi sem haldinn var að fundi forseta og forsætisráðherra loknum sagði forsetinn að hann hefði rætt við formenn annarra flokka um möguleika á myndun annarrar meirihlutastjórnar. Honum var ekki til að dreifa og var ríkur stuðningur formanna við að boða til nýrra kosninga. „Þingið er þungamiðja okkar og því mikilvægt að það njóti virðingar og að þingheimur sé traustsins verður,“ sagði forsetinn. „[Ég hvet alla] sem atkvæðisrétt hafa að nýta hann þrátt fyrir að einhvers konar leiði og óþreyja og vonbrigði séu kannski farin að grípa um sig í hugum fólks.“ Kosningarnar nú verða þær fimmtu á átta ára tímabili. Þá verður minna en ár liðið frá kosningunum í fyrra þegar kjósendur mæta á kjörstað nú. Skömmu eftir að fundinum á Bessastöðum lauk hófst fundur formanna og forseta þingsins í þinghúsinu. Niðurstaða þess fundar var að ágreiningur er enn uppi um hvað skuli gera á síðustu dögum 147. löggjafarþings. „Það voru auðvitað skiptar skoðanir og við ræddum það hreinskilnislega en við ákváðum að halda áfram að tala saman og hittast aftur á [morgun],“ sagði Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, að þeim fundi loknum. Síðasta vor lentu mál um notendastýrða persónuaðstoð, NPA, og samningur um réttindi fatlaðs fólks milli skips og bryggju. Var þeim málum slegið á frest með vilyrði um að þau yrðu með fyrstu málum sem afgreidd yrðu nú í haust. Þá eru mögulegar breytingar á útlendingalögum einnig á dagskrá. Ekki liggur því fyrir hver verður síðasti fundardagur þingsins. Í fyrra var þingi slitið tveimur vikum fyrir kjördag.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira