Rannsóknin var gerð frá og með 15. september til 18. september.
Samkvæmt niðurstöðunum mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 26,4 prósent fylgi samanborið við 29,0 prósent í alþingiskosningunum 2016. Fylgi Vinstri grænna hækkar frá kosningunum 2016 og mælist nú með 22,8 prósent borið saman við 15,9 prósent árið 2016.
Píratar mælast með 12,5 prósent fylgi borið saman við 14,5 prósent atkvæða í síðustu kosningum.
Framsóknarflokkurinn mælist með 10,5 prósent fylgi borið saman við 11,5 prósent í kosningunum 2016.
Flokkur fólksins bætir við sig síðan 2016 og mælist nú með 9,6 prósent borið saman við 3,5 prósent í síðustu kosningum.
Samfylkingin mælist með 9,0 prósent samanborið við 3,5 prósent árið 2016 og Björt framtíð mælist með 5,6 prósent fylgi en fékk 7,2 prósent atkvæða í kosningunum 2016. Loks mælist Viðreisn með 2,7 prósent fylgi en flokkurinn fékk 10,5 prósent atkvæða í síðustu kosningum.
