Forsetinn hvetur kjósendur til að nýta atkvæðisréttinn þrátt fyrir leiða, óþreyju og vonbrigði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. september 2017 12:05 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, á fundi á Bessastöðum í morgun þar sem sá síðarnefndi lagði fram tillögu um þingrof sem forsetinn féllst á. vísir/anton brink Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, minnir þá sem ná munu kjöri í næstu þingkosningum á þá ábyrgð og skyldu sem á herðum þeirra hvílir að stuðla að stöðugu stjórnarfari í landinu. Innan við ár er síðan kosið var til Alþingis síðast en Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn á fimmtudaginn í síðustu viku. Forsetinn hvetur alla sem atkvæðisrétt hafa að nýta hann. Þá segir hann þá þingmenn sem nú eiga sæti á Alþingi geti áfram reynt að mynda ríkisstjórn þó að hann hafi fallist á tillögu Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um að þing verði rofið þann 28. október næstkomandi og gengið til kosninga. Þó kom fram í máli hans að nokkuð snemma hefði orðið ljóst eftir samtöl hans við formenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi að ekki yrði farið í að reyna að mynda ríkisstjórn. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsetans á Bessastöðum nú skömmu fyrir hádegi að loknum fundi hans og forsætisráðherra þar sem ráðherrann lagði fram tillögu sína um þingrof. Guðni minnti jafnframt á mikilvægi þess að Alþingi nyti virðingar. „Þingið er þungamiðja okkar og því mikilvægt að þingið njóti virðingar og að þingheimur sé traustsins verður,“ sagði Guðni. Guðni vildi aðspurður ekki leggja mat á það hvaða áhrif það hafi á samfélagið að hafa þingkosningar svo ört en kosningar nú í haust verða þriðju Alþingiskosningar á um fjórum árum. „En hins vegar hvet ég alla sem atkvæðisrétt hafa að nýta hann þrátt fyrir að einhvers konar leiði og óþreyja og vonbrigði sé kannski farin að grípa um sig í hugum fólks.“ Forsetinn tók undir það að atburðarás síðustu daga hefði verið með hreinum ólíkindum. „En við verðum þá að taka því sem að höndum ber og þær aðstæður geta alltaf komið upp að þeir flokkar sem ákveða að setjast í ríkisstjórn telja að samstarfinu verði að ljúka. Þá er svo brýnt að við getum tekið næstu skref án þess að allt fari um koll því stjórnskipun er eitt og stjórnmálin annað.“Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá blaðamannafund Guðna í heild sinni. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59 Kjördagur hefur áhrif á valdatafl innan Sjálfstæðisflokksins Flest bendir til þess að kosið verið til Alþingis 28. október næstkomandi. Upphaflega virtist samkomulag um að kosið yrði viku síðar. 18. september 2017 06:00 Bjarni mættur með þingrofstillöguna á Bessastaði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, mætti klukkan 11 til fundar við Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum. 18. september 2017 11:08 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, minnir þá sem ná munu kjöri í næstu þingkosningum á þá ábyrgð og skyldu sem á herðum þeirra hvílir að stuðla að stöðugu stjórnarfari í landinu. Innan við ár er síðan kosið var til Alþingis síðast en Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn á fimmtudaginn í síðustu viku. Forsetinn hvetur alla sem atkvæðisrétt hafa að nýta hann. Þá segir hann þá þingmenn sem nú eiga sæti á Alþingi geti áfram reynt að mynda ríkisstjórn þó að hann hafi fallist á tillögu Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um að þing verði rofið þann 28. október næstkomandi og gengið til kosninga. Þó kom fram í máli hans að nokkuð snemma hefði orðið ljóst eftir samtöl hans við formenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi að ekki yrði farið í að reyna að mynda ríkisstjórn. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsetans á Bessastöðum nú skömmu fyrir hádegi að loknum fundi hans og forsætisráðherra þar sem ráðherrann lagði fram tillögu sína um þingrof. Guðni minnti jafnframt á mikilvægi þess að Alþingi nyti virðingar. „Þingið er þungamiðja okkar og því mikilvægt að þingið njóti virðingar og að þingheimur sé traustsins verður,“ sagði Guðni. Guðni vildi aðspurður ekki leggja mat á það hvaða áhrif það hafi á samfélagið að hafa þingkosningar svo ört en kosningar nú í haust verða þriðju Alþingiskosningar á um fjórum árum. „En hins vegar hvet ég alla sem atkvæðisrétt hafa að nýta hann þrátt fyrir að einhvers konar leiði og óþreyja og vonbrigði sé kannski farin að grípa um sig í hugum fólks.“ Forsetinn tók undir það að atburðarás síðustu daga hefði verið með hreinum ólíkindum. „En við verðum þá að taka því sem að höndum ber og þær aðstæður geta alltaf komið upp að þeir flokkar sem ákveða að setjast í ríkisstjórn telja að samstarfinu verði að ljúka. Þá er svo brýnt að við getum tekið næstu skref án þess að allt fari um koll því stjórnskipun er eitt og stjórnmálin annað.“Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá blaðamannafund Guðna í heild sinni.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59 Kjördagur hefur áhrif á valdatafl innan Sjálfstæðisflokksins Flest bendir til þess að kosið verið til Alþingis 28. október næstkomandi. Upphaflega virtist samkomulag um að kosið yrði viku síðar. 18. september 2017 06:00 Bjarni mættur með þingrofstillöguna á Bessastaði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, mætti klukkan 11 til fundar við Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum. 18. september 2017 11:08 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Sjá meira
Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59
Kjördagur hefur áhrif á valdatafl innan Sjálfstæðisflokksins Flest bendir til þess að kosið verið til Alþingis 28. október næstkomandi. Upphaflega virtist samkomulag um að kosið yrði viku síðar. 18. september 2017 06:00
Bjarni mættur með þingrofstillöguna á Bessastaði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, mætti klukkan 11 til fundar við Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum. 18. september 2017 11:08