Forsetinn hvetur kjósendur til að nýta atkvæðisréttinn þrátt fyrir leiða, óþreyju og vonbrigði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. september 2017 12:05 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, á fundi á Bessastöðum í morgun þar sem sá síðarnefndi lagði fram tillögu um þingrof sem forsetinn féllst á. vísir/anton brink Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, minnir þá sem ná munu kjöri í næstu þingkosningum á þá ábyrgð og skyldu sem á herðum þeirra hvílir að stuðla að stöðugu stjórnarfari í landinu. Innan við ár er síðan kosið var til Alþingis síðast en Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn á fimmtudaginn í síðustu viku. Forsetinn hvetur alla sem atkvæðisrétt hafa að nýta hann. Þá segir hann þá þingmenn sem nú eiga sæti á Alþingi geti áfram reynt að mynda ríkisstjórn þó að hann hafi fallist á tillögu Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um að þing verði rofið þann 28. október næstkomandi og gengið til kosninga. Þó kom fram í máli hans að nokkuð snemma hefði orðið ljóst eftir samtöl hans við formenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi að ekki yrði farið í að reyna að mynda ríkisstjórn. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsetans á Bessastöðum nú skömmu fyrir hádegi að loknum fundi hans og forsætisráðherra þar sem ráðherrann lagði fram tillögu sína um þingrof. Guðni minnti jafnframt á mikilvægi þess að Alþingi nyti virðingar. „Þingið er þungamiðja okkar og því mikilvægt að þingið njóti virðingar og að þingheimur sé traustsins verður,“ sagði Guðni. Guðni vildi aðspurður ekki leggja mat á það hvaða áhrif það hafi á samfélagið að hafa þingkosningar svo ört en kosningar nú í haust verða þriðju Alþingiskosningar á um fjórum árum. „En hins vegar hvet ég alla sem atkvæðisrétt hafa að nýta hann þrátt fyrir að einhvers konar leiði og óþreyja og vonbrigði sé kannski farin að grípa um sig í hugum fólks.“ Forsetinn tók undir það að atburðarás síðustu daga hefði verið með hreinum ólíkindum. „En við verðum þá að taka því sem að höndum ber og þær aðstæður geta alltaf komið upp að þeir flokkar sem ákveða að setjast í ríkisstjórn telja að samstarfinu verði að ljúka. Þá er svo brýnt að við getum tekið næstu skref án þess að allt fari um koll því stjórnskipun er eitt og stjórnmálin annað.“Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá blaðamannafund Guðna í heild sinni. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59 Kjördagur hefur áhrif á valdatafl innan Sjálfstæðisflokksins Flest bendir til þess að kosið verið til Alþingis 28. október næstkomandi. Upphaflega virtist samkomulag um að kosið yrði viku síðar. 18. september 2017 06:00 Bjarni mættur með þingrofstillöguna á Bessastaði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, mætti klukkan 11 til fundar við Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum. 18. september 2017 11:08 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, minnir þá sem ná munu kjöri í næstu þingkosningum á þá ábyrgð og skyldu sem á herðum þeirra hvílir að stuðla að stöðugu stjórnarfari í landinu. Innan við ár er síðan kosið var til Alþingis síðast en Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn á fimmtudaginn í síðustu viku. Forsetinn hvetur alla sem atkvæðisrétt hafa að nýta hann. Þá segir hann þá þingmenn sem nú eiga sæti á Alþingi geti áfram reynt að mynda ríkisstjórn þó að hann hafi fallist á tillögu Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, um að þing verði rofið þann 28. október næstkomandi og gengið til kosninga. Þó kom fram í máli hans að nokkuð snemma hefði orðið ljóst eftir samtöl hans við formenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi að ekki yrði farið í að reyna að mynda ríkisstjórn. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsetans á Bessastöðum nú skömmu fyrir hádegi að loknum fundi hans og forsætisráðherra þar sem ráðherrann lagði fram tillögu sína um þingrof. Guðni minnti jafnframt á mikilvægi þess að Alþingi nyti virðingar. „Þingið er þungamiðja okkar og því mikilvægt að þingið njóti virðingar og að þingheimur sé traustsins verður,“ sagði Guðni. Guðni vildi aðspurður ekki leggja mat á það hvaða áhrif það hafi á samfélagið að hafa þingkosningar svo ört en kosningar nú í haust verða þriðju Alþingiskosningar á um fjórum árum. „En hins vegar hvet ég alla sem atkvæðisrétt hafa að nýta hann þrátt fyrir að einhvers konar leiði og óþreyja og vonbrigði sé kannski farin að grípa um sig í hugum fólks.“ Forsetinn tók undir það að atburðarás síðustu daga hefði verið með hreinum ólíkindum. „En við verðum þá að taka því sem að höndum ber og þær aðstæður geta alltaf komið upp að þeir flokkar sem ákveða að setjast í ríkisstjórn telja að samstarfinu verði að ljúka. Þá er svo brýnt að við getum tekið næstu skref án þess að allt fari um koll því stjórnskipun er eitt og stjórnmálin annað.“Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá blaðamannafund Guðna í heild sinni.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59 Kjördagur hefur áhrif á valdatafl innan Sjálfstæðisflokksins Flest bendir til þess að kosið verið til Alþingis 28. október næstkomandi. Upphaflega virtist samkomulag um að kosið yrði viku síðar. 18. september 2017 06:00 Bjarni mættur með þingrofstillöguna á Bessastaði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, mætti klukkan 11 til fundar við Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum. 18. september 2017 11:08 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59
Kjördagur hefur áhrif á valdatafl innan Sjálfstæðisflokksins Flest bendir til þess að kosið verið til Alþingis 28. október næstkomandi. Upphaflega virtist samkomulag um að kosið yrði viku síðar. 18. september 2017 06:00
Bjarni mættur með þingrofstillöguna á Bessastaði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, mætti klukkan 11 til fundar við Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum. 18. september 2017 11:08