„Þarna var mörgum fótboltaáhugamönnum á Íslandi ofboðið,“ sagði Hjörvar Hafliðason í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi er sýnt var myndbrot af Pétri Viðarssyni, leikmanni FH, kasta sér í jörðina við litlar sakir.
FH vann dramatískan sigur á ÍBV í 20. umferð deildarinnar í gær með marki á lokamínútunum.
„Vandræðalegt að horfa upp á jafn reynslumikinn leikmann eins og Pétur Viðarsson henda sér svona niður,“ hélt Hjörvar áfram.
„Þarna er Pétur bara í veseni,“ bætti Óskar Hrafn Þorvaldsson við. „Það er búið að fífla hann nokkrum sinnum í leiknum og hann er bara orðinn pirraður.“
Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
