Lögreglan var kölluð út að heimahúsi í Austurbænum upp úr miðnætti eftir að leitað var aðstoðar vegna konu í geðrofi. Er hún í skeyti lögreglunnar einnig sög hafa neytt „einhverra“ fíknefna. Lögreglan mat það sem svo að ekki væri hægt að koma konunni á geðdeild í því ástandi sem hún var og var því ákveðið að vista hana í fangageymslu yfir nóttina. Að sögn lögreglunnar verður henni komið undir læknishendur síðar í dag.
Þá tók maður reiði sína út á bifreið á Bíldshöfða í nótt. Var hann sagður hafa verið vopnaður hafnaboltakylfu og á hann að hafa barið bifreiðina sundur og saman. Þegar lögreglan kom hins vegar á vettvang var hann á bak og burt og ekki er vitað hver hafnaboltakappinn er. Í skeyti lögreglunnar kemur fram að bifreiðin sé talsvert skemmd.
Þá voru nokkrir stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Á öðrum tímanum veittu lögreglumenn leigubifreið eftirför sem neitað hafði að sinna stöðvunarmerkjum. Þegar bíllinn loks stöðvaði hlupu ökumaður og farþegi bílsins af vettvangi. Þeir fundust þó skömmu síðar, settir í járn og fluttir á Hverfisgötu. Tekið var úr þeim blóðsýni og verða þeir yfirheyrðir síðar í dag.
Fluttu konu í geðrofi í fangaklefa
Stefán Ó. Jónsson skrifar

Mest lesið




„Þetta er salami-leiðin“
Innlent

„Ástandið er að versna“
Erlent





Gunnlaugur Claessen er látinn
Innlent