Kjördagur hefur áhrif á valdatafl innan Sjálfstæðisflokksins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. september 2017 06:00 Framtíð Bjarna Benediktssonar sem formaður Sjálfstæðisflokksins veltur mjög á gengi flokksins í kosningum. vísir/valli Bjarni Benediktsson mun í dag skila þingrofsbeiðni til forseta Íslands. Að því gefnu að fallist verði á beiðnina verður að teljast líklegt að kosið verði 28. október næstkomandi. Í fyrstu stóð til að kjósa 4. nóvember en ekki liggur fyrir hví þeirri dagsetningu var breytt. Formenn flokkanna sjö sem sæti eiga á þingi fóru á fund forseta Íslands í fyrradag þar sem staðan í íslenskum stjórnmálum var rædd. Að fundi loknum virtust formenn flokka hafa talað sig á þá niðurstöðu að stefnt yrði að kosningum 4. nóvember. Í gær hringdi Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í formenn flestra flokka á þingi, en ekki alla, og tjáði þeim að hann hygðist skila inn þingrofsbeiðni strax í dag. Í stjórnarskrá Íslands segir að sé þing rofið skuli stofna til nýrra kosninga innan 45 daga frá því það sé gert. Verði þing rofið í dag kemur því ekki til greina að kjósa 4. nóvember. Síðasti laugardagurinn innan 45 daga tímabilsins er 28. október og því líklegur kjördagur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins setti enginn þeirra formanna flokka á þingi sem heyrt var í sig upp á móti því að kosið yrði í október. Framtíð Bjarna Benediktssonar sem formaður Sjálfstæðisflokksins ræðst alfarið af úrslitum kosninganna. Fari svo að flokkurinn tapi fylgi gæti það þýtt að Bjarni þurfi að segja sig frá formennsku. Fréttablaðið ræddi í gær bæði við þingmenn og fólk úr starfi Sjálfstæðisflokksins sem grunar að valdabarátta innan Sjálfstæðisflokksins gæti hafa haft áhrif á dagsetningu kosninga. Hinn 3.-5. nóvember var fyrirhugaður landsfundur Sjálfstæðisflokksins en ólíklegt er að hann fari fram á þeim degi úr því sem komið er. Frá því að Ólöf Nordal féll frá hefur flokkurinn verið án kjörins varaformanns og stóð til að kjósa nýjan slíkan á þeim fundi. „Ég hugsa að það verði boðað til flokksráðsfundar á næstunni þar sem nýr varaformaður verður kjörinn og landsfundi verði slegið á frest,“ segir einn þeirra Sjálfstæðismanna sem Fréttablaðið ræddi við. „Flokksráðsfundir eru talsvert útreiknanlegri fyrir sitjandi formann heldur en landsfundir.“ Sæti varaformanns er því skyndilega orðið mun eftirsóttara en það var um miðja síðustu viku. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafa bæði verið nefnd til sögunnar sem mögulegir varaformenn. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Útlit fyrir kosningar 28. október Forsætisráðherra ætlar að rjúfa þing strax á morgun en formenn flokkanna ætla að funda með forseta Alþingis til að ræða framhald þingstarfa. 17. september 2017 16:52 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Bjarni Benediktsson mun í dag skila þingrofsbeiðni til forseta Íslands. Að því gefnu að fallist verði á beiðnina verður að teljast líklegt að kosið verði 28. október næstkomandi. Í fyrstu stóð til að kjósa 4. nóvember en ekki liggur fyrir hví þeirri dagsetningu var breytt. Formenn flokkanna sjö sem sæti eiga á þingi fóru á fund forseta Íslands í fyrradag þar sem staðan í íslenskum stjórnmálum var rædd. Að fundi loknum virtust formenn flokka hafa talað sig á þá niðurstöðu að stefnt yrði að kosningum 4. nóvember. Í gær hringdi Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í formenn flestra flokka á þingi, en ekki alla, og tjáði þeim að hann hygðist skila inn þingrofsbeiðni strax í dag. Í stjórnarskrá Íslands segir að sé þing rofið skuli stofna til nýrra kosninga innan 45 daga frá því það sé gert. Verði þing rofið í dag kemur því ekki til greina að kjósa 4. nóvember. Síðasti laugardagurinn innan 45 daga tímabilsins er 28. október og því líklegur kjördagur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins setti enginn þeirra formanna flokka á þingi sem heyrt var í sig upp á móti því að kosið yrði í október. Framtíð Bjarna Benediktssonar sem formaður Sjálfstæðisflokksins ræðst alfarið af úrslitum kosninganna. Fari svo að flokkurinn tapi fylgi gæti það þýtt að Bjarni þurfi að segja sig frá formennsku. Fréttablaðið ræddi í gær bæði við þingmenn og fólk úr starfi Sjálfstæðisflokksins sem grunar að valdabarátta innan Sjálfstæðisflokksins gæti hafa haft áhrif á dagsetningu kosninga. Hinn 3.-5. nóvember var fyrirhugaður landsfundur Sjálfstæðisflokksins en ólíklegt er að hann fari fram á þeim degi úr því sem komið er. Frá því að Ólöf Nordal féll frá hefur flokkurinn verið án kjörins varaformanns og stóð til að kjósa nýjan slíkan á þeim fundi. „Ég hugsa að það verði boðað til flokksráðsfundar á næstunni þar sem nýr varaformaður verður kjörinn og landsfundi verði slegið á frest,“ segir einn þeirra Sjálfstæðismanna sem Fréttablaðið ræddi við. „Flokksráðsfundir eru talsvert útreiknanlegri fyrir sitjandi formann heldur en landsfundir.“ Sæti varaformanns er því skyndilega orðið mun eftirsóttara en það var um miðja síðustu viku. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafa bæði verið nefnd til sögunnar sem mögulegir varaformenn.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Útlit fyrir kosningar 28. október Forsætisráðherra ætlar að rjúfa þing strax á morgun en formenn flokkanna ætla að funda með forseta Alþingis til að ræða framhald þingstarfa. 17. september 2017 16:52 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Útlit fyrir kosningar 28. október Forsætisráðherra ætlar að rjúfa þing strax á morgun en formenn flokkanna ætla að funda með forseta Alþingis til að ræða framhald þingstarfa. 17. september 2017 16:52