Íslenski boltinn

Ólafur: Ég er búinn að segja nóg, talaðu við strákana sem unnu þennan titil

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals.
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals. Vísir/Eyþór
„Þetta er geggjuð tilfinning, algjörlega magnað,“ segir Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, en hann gerði Val að Íslandsmeisturum í Pepsi-deild karla í kvöld þegar liðið vann 4-1 sigur á Fjölni, en enn eru tvær umferðir eftir.

Valsmenn hafa sýnt mestan stöðuleika í sumar og eiga titilinn skilið.

„Við vorum frábærir í kvöld og það átti alltaf að klára þetta dæmi hér á heimavelli. Ég held að við séum bara með besta liðið á Íslandi.“

Ólafur var ekkert spenntur fyrir því að vera í viðtali og sagði því næst.

„Núna átt þú að tala við strákana. Ég er búinn að segja nóg í sumar, þetta er mennirnir sem unnu mótið, talaðu við það,“ sagði hinn skemmtilegi Ólafur Jóhannesson og benti blaðamanni á leikmenn Vals.


Tengdar fréttir

Umfjöllun: Valur - Fjölnir 4-1 | Valsmenn Íslandsmeistarar

Valsmenn eru Íslandsmeistarar í knattspyrnu karla en liðið vann mjög þægilegan sigur, 4-1, á Fjölni á Valsvellinum í kvöld og getur því ekkert lið náð þeim að stigum þegar tvær umferðir eru eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×