Trump ekki hættur við að draga sig úr Parísarsamkomulaginu Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2017 18:52 H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, neitar því að stefnubreyting hafi átt sér stað gagnvart Parísarsamkomulaginu. Vísir/AFP Þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump og utanríkisráðherra Bandaríkjanna segja ekki standa til að snúa við þeirri ákvörðun forsetans að draga landið út úr Parísarsamkomulaginu. H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, mætti í viðtalsþætti bandarískra sjónvarpsstöðva í dag og svaraði spurningum um loftslagsstefnu forsetans. Wall Street Journal hafði greint frá því í gær að stjórn hans væri hætt við að hætta þátttöku í Parísarsamkomulaginu. Blaðafulltrúi Hvíta hússins bar þær fréttir til baka í gærkvöldi. „Það er fölsk frétt. Forsetinn ákvað að draga sig úr Parísarsamkomulaginu vegna þess að það er slæmur samningur fyrir bandarísku þjóðina og það er slæmur samningur fyrir umhverfið,“ sagði McMaster við Fox News án þess að útskýra frekar hvernig samkomulagið væri skaðlegt umhverfinu. Lokaði hann þó ekki á að Trump gæti skipt um skoðun ef hægt væri að semja um nýja skilmála sem væru Bandaríkjunum hagstæðari, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post.Ójafnvægi gagnvart KínaRex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að bandarísk stjórnvöld væru að skoða leiðir til að vinna með öðrum ríkjum að því að taka á loftslagsbreytingum „við réttu skilyrðin“. Þau skilyrði ættu að taka tillit til hagkerfis Bandaríkjanna og efnahagslegra hagsmuna, ekki síst borið saman við Kína. Taldi Tillerson að „ójafnvægi“ væri til staðar í samkomulaginu hvað varðaði Bandaríkin og Kína. Útilokaði Tillerson ekki heldur að Trump gætu haldið þátttöku í samkomulaginu áfram við rétt skilyrði. Bandaríkjamenn eru stærstu losendur gróðurhúsalofttegunda sem valda loftlagsbreytingum sögulega séð. Kínverjar hafa á undanförnum árum tekið fram úr þeim sem umfangsmesti losandinn.Ríkin setja sér sín eigin markmiðÓljóst er hvað McMaster og Tillerson eiga við þegar þeir tala um möguleikann á að Bandarikin semji aftur um þátttöku sína í Parísarsamkomulaginu. Það byggir á svonefndum landsmarkmiðum sem stjórnvöld í hverju landi setja sér sjálf um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Engin ákvæði eða tæki eru til að neyða ríki til að setja sér tiltekin markmið. Bandarísk stjórnvöld hafa því sjálfdæmi um að ákveða ný markmið. Eina viðmið Parísarsamkomulagsins er að aðildarríkin setji sér sífellt metnaðarfyllri markmið en áður. Núverandi markmið Bandaríkjanna voru sett í forsetatíð Baracks Obama. Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Hvíta húsið neitar að það sé hætt við að hætta við Parísarsamkomulagið Fulltrúi Bandaríkjanna er sagður hafa kynnt ráðherrum þrjátíu ríkja að þarlend stjórnvöld væru hætt við að hætta þátttöku í Parísarsamkomulaginu á fundi í Kanada í dag. Hvíta húsið hafnar því að hafa breytt um stefnu. 16. september 2017 22:17 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Sjá meira
Þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump og utanríkisráðherra Bandaríkjanna segja ekki standa til að snúa við þeirri ákvörðun forsetans að draga landið út úr Parísarsamkomulaginu. H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, mætti í viðtalsþætti bandarískra sjónvarpsstöðva í dag og svaraði spurningum um loftslagsstefnu forsetans. Wall Street Journal hafði greint frá því í gær að stjórn hans væri hætt við að hætta þátttöku í Parísarsamkomulaginu. Blaðafulltrúi Hvíta hússins bar þær fréttir til baka í gærkvöldi. „Það er fölsk frétt. Forsetinn ákvað að draga sig úr Parísarsamkomulaginu vegna þess að það er slæmur samningur fyrir bandarísku þjóðina og það er slæmur samningur fyrir umhverfið,“ sagði McMaster við Fox News án þess að útskýra frekar hvernig samkomulagið væri skaðlegt umhverfinu. Lokaði hann þó ekki á að Trump gæti skipt um skoðun ef hægt væri að semja um nýja skilmála sem væru Bandaríkjunum hagstæðari, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post.Ójafnvægi gagnvart KínaRex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að bandarísk stjórnvöld væru að skoða leiðir til að vinna með öðrum ríkjum að því að taka á loftslagsbreytingum „við réttu skilyrðin“. Þau skilyrði ættu að taka tillit til hagkerfis Bandaríkjanna og efnahagslegra hagsmuna, ekki síst borið saman við Kína. Taldi Tillerson að „ójafnvægi“ væri til staðar í samkomulaginu hvað varðaði Bandaríkin og Kína. Útilokaði Tillerson ekki heldur að Trump gætu haldið þátttöku í samkomulaginu áfram við rétt skilyrði. Bandaríkjamenn eru stærstu losendur gróðurhúsalofttegunda sem valda loftlagsbreytingum sögulega séð. Kínverjar hafa á undanförnum árum tekið fram úr þeim sem umfangsmesti losandinn.Ríkin setja sér sín eigin markmiðÓljóst er hvað McMaster og Tillerson eiga við þegar þeir tala um möguleikann á að Bandarikin semji aftur um þátttöku sína í Parísarsamkomulaginu. Það byggir á svonefndum landsmarkmiðum sem stjórnvöld í hverju landi setja sér sjálf um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Engin ákvæði eða tæki eru til að neyða ríki til að setja sér tiltekin markmið. Bandarísk stjórnvöld hafa því sjálfdæmi um að ákveða ný markmið. Eina viðmið Parísarsamkomulagsins er að aðildarríkin setji sér sífellt metnaðarfyllri markmið en áður. Núverandi markmið Bandaríkjanna voru sett í forsetatíð Baracks Obama.
Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Hvíta húsið neitar að það sé hætt við að hætta við Parísarsamkomulagið Fulltrúi Bandaríkjanna er sagður hafa kynnt ráðherrum þrjátíu ríkja að þarlend stjórnvöld væru hætt við að hætta þátttöku í Parísarsamkomulaginu á fundi í Kanada í dag. Hvíta húsið hafnar því að hafa breytt um stefnu. 16. september 2017 22:17 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Sjá meira
Hvíta húsið neitar að það sé hætt við að hætta við Parísarsamkomulagið Fulltrúi Bandaríkjanna er sagður hafa kynnt ráðherrum þrjátíu ríkja að þarlend stjórnvöld væru hætt við að hætta þátttöku í Parísarsamkomulaginu á fundi í Kanada í dag. Hvíta húsið hafnar því að hafa breytt um stefnu. 16. september 2017 22:17