Framsókn gengur tvíefld til kosninga Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. september 2017 15:25 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, ræddi við fréttamenn eftir fund sinn með forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, á Bessastöðum í dag. Vísir/Daníel Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Hann sagði einhug ríkja innan Framsóknarflokksins um að ganga til kosninga. Þá sagði hann að ekki hefði verið möguleiki fyrir Framsókn að stíga inn í ríkisstjórn með Viðreisn. Eins og kunnugt er hefur stjórnarsamstarfi verið slitið og féllst Guðni á lausnarbeiðni Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í morgun. Hefur Guðni mælt sér mót við leiðtoga allra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á þingi á Bessastöðum í dag. Ekki möguleiki fyrir Framsókn að stíga inn í ríkisstjórninaEftir fund sinn með forsetanum í dag sagði Sigurður Ingi að samhugur hefði verið innan Framsóknarflokksins um að fara ekki inn í ríkisstjórn með ríkisstjórnarflokkunum. Komið hefði fram í stjórnarmyndunarviðræðum í desember og janúar að Framsókn hefði aldrei getað tekið sæti í slíkri ríkisstjórn með Viðreisn, nema að Viðreisn „sneri sér í sínum stefnumálum.“ Það hafi Viðreisn þó reyndar gert síðar á kjörtímabilinu. Þá sagði hann að innan Framsóknarflokksins hefði verið vilji til að skoða möguleika á að mynda nýja ríkisstjórn innan niðurstöðu síðustu kosninga. Það hafi ekki reynst mögulegt og því væri eðli lýðræðis að ganga til kosninga.Ganga tvíefld til kosningaFyrirhugað er að flokksþing Framsóknarflokksins verði haldið í janúar næstkomandi. Að sögn Sigurðar Inga verður nú farið yfir stöðu mála innan flokksins en hann segir flokkinn munu koma tvíefldan til kosninga, hvort sem flokksþing fari fram í janúar eða ekki. Þá sagði Sigurður Ingi að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, væri samþykkur afstöðu flokksins í málinu. Sigurður Ingi sagðist enn fremur bjartsýnn á árangur Framsóknar í komandi kosningum og taldi jafnframt alla hlutaðeigandi, þ.e. formenn hinna flokkanna, sjá fram á tækifæri fyrir sinn flokk. Sigurður féllst einnig á dagsetninguna 4. nóvember fyrir komandi alþingiskosningar. Hann sagði samhljóm vera meðal formanna flokkanna um þá dagsetningu. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, mætti á fund forseta nú klukkan 15:15. Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar mætir klukkan 16:00 og síðastur, klukkan 16:45, mætir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Beina útsendingu Vísis frá Bessastöðum má sjá hér. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Kosningar leggjast vel í Katrínu Katrín Jakobsdóttir telur að kosningarnar í haust skapi tækifæri til þess að gera betur. 16. september 2017 13:36 Í beinni: Formenn flokkanna fara á Bessastaði Forsetinn fundaði með leiðtogum stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á Alþingi í dag. 16. september 2017 07:43 Bjarni varð fyrir gríðarlegu áfalli Einhugur er í þingflokki Sjálfstæðisflokksins um að boða til nýrra kosninga. Formaðurinn leggur til að kosið verði í nóvember. Hann segir það áfall að faðir hans hafi skrifað undir meðmæli fyrir barnaníðing. 16. september 2017 06:00 Birgitta óttast áframhaldandi kreppu í stjórnmálum Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, ætlar ekki að gefa kost á sér í kosningunum nú í haust. Hún ræddi við Guðna Th. Jóhannesson á Bessastöðum í dag. 16. september 2017 14:26 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Hann sagði einhug ríkja innan Framsóknarflokksins um að ganga til kosninga. Þá sagði hann að ekki hefði verið möguleiki fyrir Framsókn að stíga inn í ríkisstjórn með Viðreisn. Eins og kunnugt er hefur stjórnarsamstarfi verið slitið og féllst Guðni á lausnarbeiðni Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í morgun. Hefur Guðni mælt sér mót við leiðtoga allra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á þingi á Bessastöðum í dag. Ekki möguleiki fyrir Framsókn að stíga inn í ríkisstjórninaEftir fund sinn með forsetanum í dag sagði Sigurður Ingi að samhugur hefði verið innan Framsóknarflokksins um að fara ekki inn í ríkisstjórn með ríkisstjórnarflokkunum. Komið hefði fram í stjórnarmyndunarviðræðum í desember og janúar að Framsókn hefði aldrei getað tekið sæti í slíkri ríkisstjórn með Viðreisn, nema að Viðreisn „sneri sér í sínum stefnumálum.“ Það hafi Viðreisn þó reyndar gert síðar á kjörtímabilinu. Þá sagði hann að innan Framsóknarflokksins hefði verið vilji til að skoða möguleika á að mynda nýja ríkisstjórn innan niðurstöðu síðustu kosninga. Það hafi ekki reynst mögulegt og því væri eðli lýðræðis að ganga til kosninga.Ganga tvíefld til kosningaFyrirhugað er að flokksþing Framsóknarflokksins verði haldið í janúar næstkomandi. Að sögn Sigurðar Inga verður nú farið yfir stöðu mála innan flokksins en hann segir flokkinn munu koma tvíefldan til kosninga, hvort sem flokksþing fari fram í janúar eða ekki. Þá sagði Sigurður Ingi að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, væri samþykkur afstöðu flokksins í málinu. Sigurður Ingi sagðist enn fremur bjartsýnn á árangur Framsóknar í komandi kosningum og taldi jafnframt alla hlutaðeigandi, þ.e. formenn hinna flokkanna, sjá fram á tækifæri fyrir sinn flokk. Sigurður féllst einnig á dagsetninguna 4. nóvember fyrir komandi alþingiskosningar. Hann sagði samhljóm vera meðal formanna flokkanna um þá dagsetningu. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, mætti á fund forseta nú klukkan 15:15. Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar mætir klukkan 16:00 og síðastur, klukkan 16:45, mætir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Beina útsendingu Vísis frá Bessastöðum má sjá hér.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Kosningar leggjast vel í Katrínu Katrín Jakobsdóttir telur að kosningarnar í haust skapi tækifæri til þess að gera betur. 16. september 2017 13:36 Í beinni: Formenn flokkanna fara á Bessastaði Forsetinn fundaði með leiðtogum stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á Alþingi í dag. 16. september 2017 07:43 Bjarni varð fyrir gríðarlegu áfalli Einhugur er í þingflokki Sjálfstæðisflokksins um að boða til nýrra kosninga. Formaðurinn leggur til að kosið verði í nóvember. Hann segir það áfall að faðir hans hafi skrifað undir meðmæli fyrir barnaníðing. 16. september 2017 06:00 Birgitta óttast áframhaldandi kreppu í stjórnmálum Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, ætlar ekki að gefa kost á sér í kosningunum nú í haust. Hún ræddi við Guðna Th. Jóhannesson á Bessastöðum í dag. 16. september 2017 14:26 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Sjá meira
Kosningar leggjast vel í Katrínu Katrín Jakobsdóttir telur að kosningarnar í haust skapi tækifæri til þess að gera betur. 16. september 2017 13:36
Í beinni: Formenn flokkanna fara á Bessastaði Forsetinn fundaði með leiðtogum stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á Alþingi í dag. 16. september 2017 07:43
Bjarni varð fyrir gríðarlegu áfalli Einhugur er í þingflokki Sjálfstæðisflokksins um að boða til nýrra kosninga. Formaðurinn leggur til að kosið verði í nóvember. Hann segir það áfall að faðir hans hafi skrifað undir meðmæli fyrir barnaníðing. 16. september 2017 06:00
Birgitta óttast áframhaldandi kreppu í stjórnmálum Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, ætlar ekki að gefa kost á sér í kosningunum nú í haust. Hún ræddi við Guðna Th. Jóhannesson á Bessastöðum í dag. 16. september 2017 14:26