Framsókn gengur tvíefld til kosninga Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. september 2017 15:25 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, ræddi við fréttamenn eftir fund sinn með forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, á Bessastöðum í dag. Vísir/Daníel Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Hann sagði einhug ríkja innan Framsóknarflokksins um að ganga til kosninga. Þá sagði hann að ekki hefði verið möguleiki fyrir Framsókn að stíga inn í ríkisstjórn með Viðreisn. Eins og kunnugt er hefur stjórnarsamstarfi verið slitið og féllst Guðni á lausnarbeiðni Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í morgun. Hefur Guðni mælt sér mót við leiðtoga allra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á þingi á Bessastöðum í dag. Ekki möguleiki fyrir Framsókn að stíga inn í ríkisstjórninaEftir fund sinn með forsetanum í dag sagði Sigurður Ingi að samhugur hefði verið innan Framsóknarflokksins um að fara ekki inn í ríkisstjórn með ríkisstjórnarflokkunum. Komið hefði fram í stjórnarmyndunarviðræðum í desember og janúar að Framsókn hefði aldrei getað tekið sæti í slíkri ríkisstjórn með Viðreisn, nema að Viðreisn „sneri sér í sínum stefnumálum.“ Það hafi Viðreisn þó reyndar gert síðar á kjörtímabilinu. Þá sagði hann að innan Framsóknarflokksins hefði verið vilji til að skoða möguleika á að mynda nýja ríkisstjórn innan niðurstöðu síðustu kosninga. Það hafi ekki reynst mögulegt og því væri eðli lýðræðis að ganga til kosninga.Ganga tvíefld til kosningaFyrirhugað er að flokksþing Framsóknarflokksins verði haldið í janúar næstkomandi. Að sögn Sigurðar Inga verður nú farið yfir stöðu mála innan flokksins en hann segir flokkinn munu koma tvíefldan til kosninga, hvort sem flokksþing fari fram í janúar eða ekki. Þá sagði Sigurður Ingi að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, væri samþykkur afstöðu flokksins í málinu. Sigurður Ingi sagðist enn fremur bjartsýnn á árangur Framsóknar í komandi kosningum og taldi jafnframt alla hlutaðeigandi, þ.e. formenn hinna flokkanna, sjá fram á tækifæri fyrir sinn flokk. Sigurður féllst einnig á dagsetninguna 4. nóvember fyrir komandi alþingiskosningar. Hann sagði samhljóm vera meðal formanna flokkanna um þá dagsetningu. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, mætti á fund forseta nú klukkan 15:15. Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar mætir klukkan 16:00 og síðastur, klukkan 16:45, mætir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Beina útsendingu Vísis frá Bessastöðum má sjá hér. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Kosningar leggjast vel í Katrínu Katrín Jakobsdóttir telur að kosningarnar í haust skapi tækifæri til þess að gera betur. 16. september 2017 13:36 Í beinni: Formenn flokkanna fara á Bessastaði Forsetinn fundaði með leiðtogum stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á Alþingi í dag. 16. september 2017 07:43 Bjarni varð fyrir gríðarlegu áfalli Einhugur er í þingflokki Sjálfstæðisflokksins um að boða til nýrra kosninga. Formaðurinn leggur til að kosið verði í nóvember. Hann segir það áfall að faðir hans hafi skrifað undir meðmæli fyrir barnaníðing. 16. september 2017 06:00 Birgitta óttast áframhaldandi kreppu í stjórnmálum Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, ætlar ekki að gefa kost á sér í kosningunum nú í haust. Hún ræddi við Guðna Th. Jóhannesson á Bessastöðum í dag. 16. september 2017 14:26 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fundaði með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Hann sagði einhug ríkja innan Framsóknarflokksins um að ganga til kosninga. Þá sagði hann að ekki hefði verið möguleiki fyrir Framsókn að stíga inn í ríkisstjórn með Viðreisn. Eins og kunnugt er hefur stjórnarsamstarfi verið slitið og féllst Guðni á lausnarbeiðni Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í morgun. Hefur Guðni mælt sér mót við leiðtoga allra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á þingi á Bessastöðum í dag. Ekki möguleiki fyrir Framsókn að stíga inn í ríkisstjórninaEftir fund sinn með forsetanum í dag sagði Sigurður Ingi að samhugur hefði verið innan Framsóknarflokksins um að fara ekki inn í ríkisstjórn með ríkisstjórnarflokkunum. Komið hefði fram í stjórnarmyndunarviðræðum í desember og janúar að Framsókn hefði aldrei getað tekið sæti í slíkri ríkisstjórn með Viðreisn, nema að Viðreisn „sneri sér í sínum stefnumálum.“ Það hafi Viðreisn þó reyndar gert síðar á kjörtímabilinu. Þá sagði hann að innan Framsóknarflokksins hefði verið vilji til að skoða möguleika á að mynda nýja ríkisstjórn innan niðurstöðu síðustu kosninga. Það hafi ekki reynst mögulegt og því væri eðli lýðræðis að ganga til kosninga.Ganga tvíefld til kosningaFyrirhugað er að flokksþing Framsóknarflokksins verði haldið í janúar næstkomandi. Að sögn Sigurðar Inga verður nú farið yfir stöðu mála innan flokksins en hann segir flokkinn munu koma tvíefldan til kosninga, hvort sem flokksþing fari fram í janúar eða ekki. Þá sagði Sigurður Ingi að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, væri samþykkur afstöðu flokksins í málinu. Sigurður Ingi sagðist enn fremur bjartsýnn á árangur Framsóknar í komandi kosningum og taldi jafnframt alla hlutaðeigandi, þ.e. formenn hinna flokkanna, sjá fram á tækifæri fyrir sinn flokk. Sigurður féllst einnig á dagsetninguna 4. nóvember fyrir komandi alþingiskosningar. Hann sagði samhljóm vera meðal formanna flokkanna um þá dagsetningu. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, mætti á fund forseta nú klukkan 15:15. Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar mætir klukkan 16:00 og síðastur, klukkan 16:45, mætir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Beina útsendingu Vísis frá Bessastöðum má sjá hér.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Kosningar leggjast vel í Katrínu Katrín Jakobsdóttir telur að kosningarnar í haust skapi tækifæri til þess að gera betur. 16. september 2017 13:36 Í beinni: Formenn flokkanna fara á Bessastaði Forsetinn fundaði með leiðtogum stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á Alþingi í dag. 16. september 2017 07:43 Bjarni varð fyrir gríðarlegu áfalli Einhugur er í þingflokki Sjálfstæðisflokksins um að boða til nýrra kosninga. Formaðurinn leggur til að kosið verði í nóvember. Hann segir það áfall að faðir hans hafi skrifað undir meðmæli fyrir barnaníðing. 16. september 2017 06:00 Birgitta óttast áframhaldandi kreppu í stjórnmálum Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, ætlar ekki að gefa kost á sér í kosningunum nú í haust. Hún ræddi við Guðna Th. Jóhannesson á Bessastöðum í dag. 16. september 2017 14:26 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Kosningar leggjast vel í Katrínu Katrín Jakobsdóttir telur að kosningarnar í haust skapi tækifæri til þess að gera betur. 16. september 2017 13:36
Í beinni: Formenn flokkanna fara á Bessastaði Forsetinn fundaði með leiðtogum stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á Alþingi í dag. 16. september 2017 07:43
Bjarni varð fyrir gríðarlegu áfalli Einhugur er í þingflokki Sjálfstæðisflokksins um að boða til nýrra kosninga. Formaðurinn leggur til að kosið verði í nóvember. Hann segir það áfall að faðir hans hafi skrifað undir meðmæli fyrir barnaníðing. 16. september 2017 06:00
Birgitta óttast áframhaldandi kreppu í stjórnmálum Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, ætlar ekki að gefa kost á sér í kosningunum nú í haust. Hún ræddi við Guðna Th. Jóhannesson á Bessastöðum í dag. 16. september 2017 14:26