Óttarr: „Prinsipp í mannréttindum mikilvægari en stólar og völd“ Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 16. september 2017 13:20 Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. vísir/ernir „Við ákváðum að taka ekki auðveldu leiðina og sætta okkur við svona vinnubrögð sem okkur þykja óásættanleg. Þetta er prinsippmál fyrir okkur – prinsipp í mannréttindum eru mikilvægari en bara einhverjir stólar eða völd.“ Þetta sagði Óttarr Proppé í samtali við Heimi Má Pétursson í Víglínunni í dag. Óttarr svaraði gagnrýni sjálfstæðismanna, þess efnis að framganga Bjartrar framtíðar hefði einkennst af heigulshætti, fullum hálsi. „Nei, þvert á móti. Ég tel einmitt að við höfum þorað þegar þurfti.“ Að sögn Óttars var flokkurinn sleginn vegna upplýsinganna sem komu fram í dagsljósið á fimmtudaginn og raunar umræðunni sem hefur verið í deiglunni í allt sumar. „Við fórum inn í erfitt samstarf en ákváðum að axla ábyrgð með því að fara inn í ríkisstjórn með svo tæpan meirihluta. Við þurftum að miðla mörgum málum og lögðum þetta upp með miklu trausti,“ sagði Óttarr. Hann bætti þó við að stjórnarsamstarfið hafi gengið vel að mörgu leyti. „Okkur tókst að draga Sjálfstæðisflokkinn inn á miðjuna hvað varðar bæði efnahagsmál og græn mál, þ.e. umhverfismál.“Eitraður kúltúr í SjálfstæðisflokknumTalið berst að menningu innan stjórnmálaflokka. Óttarr nefnir að valdastrúktúrinn innan Sjálfstæðisflokksins sé ekki í takt við tímann. „Það er einhver strúktur í þessum flokki sem byggir á því að leiðtoginn ræður öllu og allt stjórnast af hans hagsmunum, svo dansa allir eftir því. Það er ekki andi nútímans að það sé bara „pabbi“ sem ráði öllu,“ sagði hann. Aðrir viðmælendur þáttarins, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Logi Már Einarsson, tóku undir sjónarmið Óttars og viðruðu sjónarmið sín þess efnis að tímabært væri að koma Sjálfstæðisflokki frá völdum. „Sjálfstæðisflokkurinn þarf tíma til þess að setjast niður og hugsa sinn gang og endurskoða þennan kúltúr,“ fullyrti Logi Már. „Það eru margir góðir einstaklingar í Sjálfstæðisflokknum en kúltúrinn er eitraður,“ svaraði Óttarr. Stj.mál Tengdar fréttir Bjarni varð fyrir gríðarlegu áfalli Einhugur er í þingflokki Sjálfstæðisflokksins um að boða til nýrra kosninga. Formaðurinn leggur til að kosið verði í nóvember. Hann segir það áfall að faðir hans hafi skrifað undir meðmæli fyrir barnaníðing. 16. september 2017 06:00 Fólkið sem felldi ríkisstjórnina: Málinu er ekki lokið Fjölskylda Nínu Rúnar Bergsdóttur hefur stutt dyggilega við hana frá því snemma í sumar þegar það varð ljóst að Robert Downey hefði hlotið uppreist æru. Þau eru sammála um að málinu sé ekki lokið. 16. september 2017 09:00 Birgitta hættir á þingi Birgitta tilkynnti um ákvörðun sína í morgun. 16. september 2017 10:19 Bjarni hefur beðist lausnar og starfsstjórn situr áfram Forsetinn mun hitta formenn allra stjórnmálaflokka í dag. 16. september 2017 11:30 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
„Við ákváðum að taka ekki auðveldu leiðina og sætta okkur við svona vinnubrögð sem okkur þykja óásættanleg. Þetta er prinsippmál fyrir okkur – prinsipp í mannréttindum eru mikilvægari en bara einhverjir stólar eða völd.“ Þetta sagði Óttarr Proppé í samtali við Heimi Má Pétursson í Víglínunni í dag. Óttarr svaraði gagnrýni sjálfstæðismanna, þess efnis að framganga Bjartrar framtíðar hefði einkennst af heigulshætti, fullum hálsi. „Nei, þvert á móti. Ég tel einmitt að við höfum þorað þegar þurfti.“ Að sögn Óttars var flokkurinn sleginn vegna upplýsinganna sem komu fram í dagsljósið á fimmtudaginn og raunar umræðunni sem hefur verið í deiglunni í allt sumar. „Við fórum inn í erfitt samstarf en ákváðum að axla ábyrgð með því að fara inn í ríkisstjórn með svo tæpan meirihluta. Við þurftum að miðla mörgum málum og lögðum þetta upp með miklu trausti,“ sagði Óttarr. Hann bætti þó við að stjórnarsamstarfið hafi gengið vel að mörgu leyti. „Okkur tókst að draga Sjálfstæðisflokkinn inn á miðjuna hvað varðar bæði efnahagsmál og græn mál, þ.e. umhverfismál.“Eitraður kúltúr í SjálfstæðisflokknumTalið berst að menningu innan stjórnmálaflokka. Óttarr nefnir að valdastrúktúrinn innan Sjálfstæðisflokksins sé ekki í takt við tímann. „Það er einhver strúktur í þessum flokki sem byggir á því að leiðtoginn ræður öllu og allt stjórnast af hans hagsmunum, svo dansa allir eftir því. Það er ekki andi nútímans að það sé bara „pabbi“ sem ráði öllu,“ sagði hann. Aðrir viðmælendur þáttarins, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Logi Már Einarsson, tóku undir sjónarmið Óttars og viðruðu sjónarmið sín þess efnis að tímabært væri að koma Sjálfstæðisflokki frá völdum. „Sjálfstæðisflokkurinn þarf tíma til þess að setjast niður og hugsa sinn gang og endurskoða þennan kúltúr,“ fullyrti Logi Már. „Það eru margir góðir einstaklingar í Sjálfstæðisflokknum en kúltúrinn er eitraður,“ svaraði Óttarr.
Stj.mál Tengdar fréttir Bjarni varð fyrir gríðarlegu áfalli Einhugur er í þingflokki Sjálfstæðisflokksins um að boða til nýrra kosninga. Formaðurinn leggur til að kosið verði í nóvember. Hann segir það áfall að faðir hans hafi skrifað undir meðmæli fyrir barnaníðing. 16. september 2017 06:00 Fólkið sem felldi ríkisstjórnina: Málinu er ekki lokið Fjölskylda Nínu Rúnar Bergsdóttur hefur stutt dyggilega við hana frá því snemma í sumar þegar það varð ljóst að Robert Downey hefði hlotið uppreist æru. Þau eru sammála um að málinu sé ekki lokið. 16. september 2017 09:00 Birgitta hættir á þingi Birgitta tilkynnti um ákvörðun sína í morgun. 16. september 2017 10:19 Bjarni hefur beðist lausnar og starfsstjórn situr áfram Forsetinn mun hitta formenn allra stjórnmálaflokka í dag. 16. september 2017 11:30 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Bjarni varð fyrir gríðarlegu áfalli Einhugur er í þingflokki Sjálfstæðisflokksins um að boða til nýrra kosninga. Formaðurinn leggur til að kosið verði í nóvember. Hann segir það áfall að faðir hans hafi skrifað undir meðmæli fyrir barnaníðing. 16. september 2017 06:00
Fólkið sem felldi ríkisstjórnina: Málinu er ekki lokið Fjölskylda Nínu Rúnar Bergsdóttur hefur stutt dyggilega við hana frá því snemma í sumar þegar það varð ljóst að Robert Downey hefði hlotið uppreist æru. Þau eru sammála um að málinu sé ekki lokið. 16. september 2017 09:00
Bjarni hefur beðist lausnar og starfsstjórn situr áfram Forsetinn mun hitta formenn allra stjórnmálaflokka í dag. 16. september 2017 11:30
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent