Helgi Hrafn ætlar í framboð fyrir Pírata Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. september 2017 12:08 Mikil ánægja er með ákvörðun Helga Hrafns í pírataspjallinu á Facebook. Vísir/GVA Helgi Hrafn Gunnarsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í kosningum til Alþingis sem allt bendir til að fari fram í nóvember. Helgi greindi frá þessu í Pírataspjallinu á Facebook í morgun. „Ég er í fáránlegri forréttindastöðu. Ekki bara hef ég prófað að fara í framboð, og fyrir röð samverkandi, ólíklegra atburða, náð kjöri, heldur einnig prófað að vera fyrrverandi þingmaður að eigin frumkvæði. Það var ein mikilvægasta ákvörðun sem ég hef tekið og ég sé ekki eftir henni í eina sekúndu; hún var rétt og gaf mér tækifæri til að sjá þetta allt saman í nýju og betra ljósi,“ sagði Helgi Hrafn við Pírata.Helgi Hrafn sat á Alþingi sem þingmaður Pírata frá árinu 2013 til 2016. Þá gegndi hann stöðu þingflokksformanns árin 2014 og 2015. Í júlí í fyrra tilkynnti hann hug sinn að stíga til hliðar til að einbeita sér að grasrótarstarfi í flokknum. Helgi tilkynnti um þá ákvörðun sína í myndbandi sem sjá má hér að neðan. „Það sem mér finnst fallegast að sjá við Pírata er þegar nýtt fólk kemur inn í starfið og slær í gegn. Við erum ekki lengur háð fólki eins og mér, eða þeim sem náðu kjöri fyrst, jafnvel þótt við getum hjálpað. Ég hef fylgst með nýja þingfólkinu okkar og æpi og klappa eins og vitleysingur fyrir framan Alþingisvefinn við hverja ræðuna á fætur annarri, fólki hvers tilvist ég vissi ekki af fyrr en það var allt í einu komið í lykilstöður fyrir flokkinn og strax farið að standa sig betur en maður þorði að ímynda sér. Það er ekkert í okkar starfi sem hefur glatt mig meira en að sjá nýja fólkið okkar að verki.“ Nú er ég að svara kalli þeirra sem hafa hvatt mig til að bjóða mig fram í þetta skiptið, en mig langar samt að minna okkur öll á, að velgengni okkar stendur og fellur með möguleikum nýs fólks. Ég vil þakka ykkur öllum sem tekið þátt í þessu á einum eða öðrum tímapunkti og hlakka til að eyða allri þessari orku og öllum þessum tíma í allan þennan góða málstað.“ Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í kosningum til Alþingis sem allt bendir til að fari fram í nóvember. Helgi greindi frá þessu í Pírataspjallinu á Facebook í morgun. „Ég er í fáránlegri forréttindastöðu. Ekki bara hef ég prófað að fara í framboð, og fyrir röð samverkandi, ólíklegra atburða, náð kjöri, heldur einnig prófað að vera fyrrverandi þingmaður að eigin frumkvæði. Það var ein mikilvægasta ákvörðun sem ég hef tekið og ég sé ekki eftir henni í eina sekúndu; hún var rétt og gaf mér tækifæri til að sjá þetta allt saman í nýju og betra ljósi,“ sagði Helgi Hrafn við Pírata.Helgi Hrafn sat á Alþingi sem þingmaður Pírata frá árinu 2013 til 2016. Þá gegndi hann stöðu þingflokksformanns árin 2014 og 2015. Í júlí í fyrra tilkynnti hann hug sinn að stíga til hliðar til að einbeita sér að grasrótarstarfi í flokknum. Helgi tilkynnti um þá ákvörðun sína í myndbandi sem sjá má hér að neðan. „Það sem mér finnst fallegast að sjá við Pírata er þegar nýtt fólk kemur inn í starfið og slær í gegn. Við erum ekki lengur háð fólki eins og mér, eða þeim sem náðu kjöri fyrst, jafnvel þótt við getum hjálpað. Ég hef fylgst með nýja þingfólkinu okkar og æpi og klappa eins og vitleysingur fyrir framan Alþingisvefinn við hverja ræðuna á fætur annarri, fólki hvers tilvist ég vissi ekki af fyrr en það var allt í einu komið í lykilstöður fyrir flokkinn og strax farið að standa sig betur en maður þorði að ímynda sér. Það er ekkert í okkar starfi sem hefur glatt mig meira en að sjá nýja fólkið okkar að verki.“ Nú er ég að svara kalli þeirra sem hafa hvatt mig til að bjóða mig fram í þetta skiptið, en mig langar samt að minna okkur öll á, að velgengni okkar stendur og fellur með möguleikum nýs fólks. Ég vil þakka ykkur öllum sem tekið þátt í þessu á einum eða öðrum tímapunkti og hlakka til að eyða allri þessari orku og öllum þessum tíma í allan þennan góða málstað.“
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira