Formaður Samfylkingarinnar: Sjálfstæðisflokkurinn stígi til hliðar fram að kosningum Kjartan Kjartansson skrifar 15. september 2017 17:36 Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir brýnt að Alþingi sýni kjark fyrir börn í neyð. Vísir/Stefán Sjálfstæðismenn njóta ekki trausts til að sitja á ráðherrastólum og ættu að stíga til hliðar og leyfa öðrum að fara með starfsstjórn fram að kosningum. Þetta segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, um boðaðar þingkosningar. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, lýsti því yfir á blaðamannafundi síðdegis að hann hygðist boða til þingkosninga í kjölfar þess að Björt framtíð sprengdi ríkisstjórnarsamstarfið í gærkvöldi. Þær geti farið fram í nóvember. Logi segir að það nokkuð rökrétt að ganga til kosninga við þessar aðstæður. Ef engin önnur stjórn sé í spilunum þá sé eins gott að kjósa sem fyrst. „Ekki í augnablikinu. Maður veit aldrei hvað dagurinn ber í skauti sér,“ segir Logi um mögulegt nýtt stjórnarmynstur. Engar formlegar viðræður séu í gangi þess efnis.Afgreiði útlendingamál og hluta stjórnarskrárbreytinga fyrir kosningarLogi segir þó mikilvægt að þingið fái tíma til að afgreiða mál sem eru mjög brýn. Nefnir hann meðferð útlendingamála og afmarkaða þætti stjórnarskrárinnar sem hann vill ljúka fyrir kosningar. Einnig þurfi að undirbúa breytingar á fjárlögum sem kynnt voru á þriðjudag.Aðrir stýri fram að kosningumSjálfstæðisflokkurinn ætti hins vegar að stíga til hliðar þangað til landsmenn ganga að kjörborðinu, að mati Loga. „Ég held að það færi best á því að Sjálfstæðisflokkurinn tæki bara dótið sitt og endurskoðaði sín vinnubrögð og að einhverjir aðrir stýrðu þessu þessa nokkru daga eða vikur sem eru eftir fram að kosningum. Hann hefur ekki traust til að sitja í ráðherrastólum lengur,“ segir Logi. Þá gerir Logi athugasemd við þá mynd sem Bjarni dró upp að eigin athöfnum í tengslum við uppljóstranir um að faðir hans hafi skrifað undir meðmæli fyrir barnaníðing sem sóttist eftir uppreist æru. „Í stuttu máli virtist hann vera að lýsa því að það hefði verið rétt að þessu staðið öllu hjá honum. Þar fyrir utan gaf hann í skyn að hans flokkur væri kannski sá eini sem gæti stýrt í þessu landi. Þar held ég að hann sé nú kannski að ofmeta sig eitthvað,“ segir hann. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Sjálfstæðismenn njóta ekki trausts til að sitja á ráðherrastólum og ættu að stíga til hliðar og leyfa öðrum að fara með starfsstjórn fram að kosningum. Þetta segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, um boðaðar þingkosningar. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, lýsti því yfir á blaðamannafundi síðdegis að hann hygðist boða til þingkosninga í kjölfar þess að Björt framtíð sprengdi ríkisstjórnarsamstarfið í gærkvöldi. Þær geti farið fram í nóvember. Logi segir að það nokkuð rökrétt að ganga til kosninga við þessar aðstæður. Ef engin önnur stjórn sé í spilunum þá sé eins gott að kjósa sem fyrst. „Ekki í augnablikinu. Maður veit aldrei hvað dagurinn ber í skauti sér,“ segir Logi um mögulegt nýtt stjórnarmynstur. Engar formlegar viðræður séu í gangi þess efnis.Afgreiði útlendingamál og hluta stjórnarskrárbreytinga fyrir kosningarLogi segir þó mikilvægt að þingið fái tíma til að afgreiða mál sem eru mjög brýn. Nefnir hann meðferð útlendingamála og afmarkaða þætti stjórnarskrárinnar sem hann vill ljúka fyrir kosningar. Einnig þurfi að undirbúa breytingar á fjárlögum sem kynnt voru á þriðjudag.Aðrir stýri fram að kosningumSjálfstæðisflokkurinn ætti hins vegar að stíga til hliðar þangað til landsmenn ganga að kjörborðinu, að mati Loga. „Ég held að það færi best á því að Sjálfstæðisflokkurinn tæki bara dótið sitt og endurskoðaði sín vinnubrögð og að einhverjir aðrir stýrðu þessu þessa nokkru daga eða vikur sem eru eftir fram að kosningum. Hann hefur ekki traust til að sitja í ráðherrastólum lengur,“ segir Logi. Þá gerir Logi athugasemd við þá mynd sem Bjarni dró upp að eigin athöfnum í tengslum við uppljóstranir um að faðir hans hafi skrifað undir meðmæli fyrir barnaníðing sem sóttist eftir uppreist æru. „Í stuttu máli virtist hann vera að lýsa því að það hefði verið rétt að þessu staðið öllu hjá honum. Þar fyrir utan gaf hann í skyn að hans flokkur væri kannski sá eini sem gæti stýrt í þessu landi. Þar held ég að hann sé nú kannski að ofmeta sig eitthvað,“ segir hann.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira