„Orðin sem beindust að okkur varðandi rótleysi, þau tala fyrr sig sjálf. Við erum flokkurinn sem er með innflytjendur í framboði og ef það telst vera rótleysi þá er það bara þannig. Mér finnst það ekki eftirsóknarvert að vera með, eins og forsætisráðherra hældi sér af, flokk sem er rótgróin stofnun. Þannig stofnun er aldrei hreyfiafl í samfélaginu og það er það sem er að birtast okkur núna og hann gengst við því og vill ekki breytingar,“ segir Björt.
Hún segir ástæður stjórnarslitanna vera hvernig menn komu fram þegar beðið var um gagnsæi og að málin séu skoðuð með gagnsæi að leiðarljósi.
„Það er það sem að sprengir, þegar einn er tekinn út. Prinsippið sem átti að vera, að það ætti ekki að upplýsa um neinn nema föður forsætisráðherra, þá er prinsippið sprungið í þessu samhengi öllu.“