Segir Sigríði Andersen seka um yfirhylmingu Jakob Bjarnar skrifar 15. september 2017 15:21 Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir að samkvæmt stjórnsýslulögum beri mönnum ekki skylda til að sýna trúnað ef það felur í sér lögbrot. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur víst að dómamálaráðherra beri ábyrgð á yfirhylmingu. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur víst að Sigríður Á Andersen dómamálaráðherra beri ábyrgð á yfirhylmingu. Haukur fer yfir málið á Facebooksíðu sinni, vísar til þess að Prófessor dr. Eiríkur Bergmann hafi auglýst eftir stjórnsýslulegum sjónarmiðum varðandi „yfirhylmingarmálið“ í hádegisfréttum. Eða í því máli sem hefur orðið til þess að Björt framtíð hefur sagt sig frá stjórnarsamstarfinu.Haukur telur forsætisráherra hafa sýnt dómgreinarbrest.„Mitt sjónarmið er að Sigríður Á Andersen beri að lítið athuguðu máli alla ábyrgð á yfirhylmingunni. Þá á ég við að ráðherrar hafa á engan hátt sameiginlegt vald, samkvæmt stjórnarskrá ber hver ráðherra ábyrgð á sínum málaflokki,“ segir Haukur.Dómgreindarleysi forsætisráðherraAð því sögðu nefnir hann að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sér þar með og ekki endilega með hreinan skjöld. „Við skulum vona að hann hafi ekki hvatt dómsmálaráðherra til að hylma yfir málið, það myndi veikja hans stöðu og jafnvel færa ábyrgðina yfir á hann að hluta eða öllu leyti. Þá á ég m.a. við að hann getur haft afgerandi áhrif á stjórnmálaframa dómsmálaráðherra og því má hugsa sér að hann hafi misnotað vald. En munum samt að þetta eru getgátur.Haukur telur að Alþingi ætti að huga gaumgæfilega að stöðu Brynjars Níelssonar.Að öðru leyti hefur hann sýnt dómgreindarleysi í málinu frá upphafi með því að segja ekki sannleikann og allan sannleikann. Það getur komið sér illa pólitískt.“Staða Brynjars tæpÞá beinir Haukur sjónum að stöðu Brynjars Nielssonar, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og telur eðlilegt að Alþingi skoði hana vel. Brynjar „tók ekki ákvörðun um birtingu gagnanna á grundvelli eigin dómgreindar, en ákvað að hylma yfir til að hlífa forsætisráðherra frá óþægindum og felur sig bak við trúnað við ráðherra.Mönnum ber ekki skylda til að sýna trúnað ef það felur í sér lögbrot. Þá þarf að skoða stöðu annarra þingmanna meirihlutans sem gerðu það sama. Þá finnst mér að Brynjar ætti að taka upp stífar hæfisreglur í málum þótt hann sé ekki háður slíkum reglum á Alþingi.“ Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur víst að dómamálaráðherra beri ábyrgð á yfirhylmingu. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur víst að Sigríður Á Andersen dómamálaráðherra beri ábyrgð á yfirhylmingu. Haukur fer yfir málið á Facebooksíðu sinni, vísar til þess að Prófessor dr. Eiríkur Bergmann hafi auglýst eftir stjórnsýslulegum sjónarmiðum varðandi „yfirhylmingarmálið“ í hádegisfréttum. Eða í því máli sem hefur orðið til þess að Björt framtíð hefur sagt sig frá stjórnarsamstarfinu.Haukur telur forsætisráherra hafa sýnt dómgreinarbrest.„Mitt sjónarmið er að Sigríður Á Andersen beri að lítið athuguðu máli alla ábyrgð á yfirhylmingunni. Þá á ég við að ráðherrar hafa á engan hátt sameiginlegt vald, samkvæmt stjórnarskrá ber hver ráðherra ábyrgð á sínum málaflokki,“ segir Haukur.Dómgreindarleysi forsætisráðherraAð því sögðu nefnir hann að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sér þar með og ekki endilega með hreinan skjöld. „Við skulum vona að hann hafi ekki hvatt dómsmálaráðherra til að hylma yfir málið, það myndi veikja hans stöðu og jafnvel færa ábyrgðina yfir á hann að hluta eða öllu leyti. Þá á ég m.a. við að hann getur haft afgerandi áhrif á stjórnmálaframa dómsmálaráðherra og því má hugsa sér að hann hafi misnotað vald. En munum samt að þetta eru getgátur.Haukur telur að Alþingi ætti að huga gaumgæfilega að stöðu Brynjars Níelssonar.Að öðru leyti hefur hann sýnt dómgreindarleysi í málinu frá upphafi með því að segja ekki sannleikann og allan sannleikann. Það getur komið sér illa pólitískt.“Staða Brynjars tæpÞá beinir Haukur sjónum að stöðu Brynjars Nielssonar, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og telur eðlilegt að Alþingi skoði hana vel. Brynjar „tók ekki ákvörðun um birtingu gagnanna á grundvelli eigin dómgreindar, en ákvað að hylma yfir til að hlífa forsætisráðherra frá óþægindum og felur sig bak við trúnað við ráðherra.Mönnum ber ekki skylda til að sýna trúnað ef það felur í sér lögbrot. Þá þarf að skoða stöðu annarra þingmanna meirihlutans sem gerðu það sama. Þá finnst mér að Brynjar ætti að taka upp stífar hæfisreglur í málum þótt hann sé ekki háður slíkum reglum á Alþingi.“
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira