Framsókn ekki tilbúin að stíga inn í stað Bjartrar framtíðar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. september 2017 12:42 Frá þingflokksfundi Framsóknarflokksins í morgun. Vísir/Anton Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn ekki tilbúinn að stíga inn í þriggja flokka ríkisstjórn í stað Bjartrar framtíðar. Í samtali við Heimi Má Pétursson í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu sagði Sigurður Ingi að stjórnarmyndunarviðræðurnar hafi reynst erfiðar í byrjun árs. Hann segir að enn erfiðara væri að taka þær upp á ný núna, átta mánuðum síðar. „Þetta var niðurstaðan og það entist í átta mánuði. Það kom mér ekkert á óvart að það gengi ekki upp en það kom mér á óvart að það gerðist með þessum hætti,“ segir Sigurður Ingi.Líklegast að kosið verði á ný Framsóknarflokkurinn er með átta þingmenn og gæti fræðilega séð myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn, en frá Viðreisn bárust þau skilaboð við síðustu stjórnarmyndunarviðræður að flokkurinn myndi ekki vinna með Framsóknarflokknum. „Við erum ekki tilbúin að ganga inn í ríkisstjórn í stað Bjartrar framtíðar,“ segir Sigurður. Aðspurður hvort að hann telji líklegt að gengi verði til kosninga á ný segir Sigurður Ingi að það stefni allt í það. „Mér finnst það lang líklegast eins og staðan er núna. Ég heyri hljóðið úr mismunandi áttum. Ég held að margir séu tilbúnir að gefa þessu þann tíma sem mér finnst eðlilegt að við gefum því. En síðan þurfum við að taka af skarið og ef engin lausn er í sjónmáli þá þurfum við að ganga til kosninga.“Alvarlegur trúnaðarbrestur Eins og áður hefur komið fram samþykkti stjórn Bjartrar framtíðar að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn, á fundi sínu í gærkvöldi. Í tilkynningu frá Bjartri framtíð segir að ástæðan sé alvarlegur trúnaðarbrestur innan ríkisstjórnarinnar.Boðað var til stjórnarfundarins í ljósi nýjustu vendinga í málum sem tengjast uppreist æru en greint var frá því í gær að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, hefði verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmds kynferðisbrotamanns, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra. Dómsmálaráðherra Sigríður Á. Andersen greindi Bjarna frá því í júlí að Benedikt faðir hans hefði mælt með uppreist æru fyrir Hjalta. Mánuði fyrr tilkynnti dómsmálaráðuneytið að það mæti það sem svo að ekki mætti birta nöfn umsagnaraðila. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Styðja Bjarna Benediktsson: „Var bara jafn hissa og öll þjóðin þegar ég vaknaði í morgun“ Þeir Ásmundur Friðriksson og Birgir Ármannsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segjast báðir styðja Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir að ríkisstjórn hans sé sprungin. 15. september 2017 11:45 Vinstri græn vilja að boðað verði til kosninga "Það var einhugur um það í okkar röðum um að boðað verði til kosninga,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, aðspurð um niðurstöðu þingflokksfundar flokksins sem fram fór í morgun. 15. september 2017 10:29 Píratar vilja samþykkja nýja stjórnarskrá áður en þing verður rofið Þingflokkur Pírata segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi með framgöngu sinni sýnt fram á að hann sé óstjórntækur. 15. september 2017 11:57 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn ekki tilbúinn að stíga inn í þriggja flokka ríkisstjórn í stað Bjartrar framtíðar. Í samtali við Heimi Má Pétursson í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu sagði Sigurður Ingi að stjórnarmyndunarviðræðurnar hafi reynst erfiðar í byrjun árs. Hann segir að enn erfiðara væri að taka þær upp á ný núna, átta mánuðum síðar. „Þetta var niðurstaðan og það entist í átta mánuði. Það kom mér ekkert á óvart að það gengi ekki upp en það kom mér á óvart að það gerðist með þessum hætti,“ segir Sigurður Ingi.Líklegast að kosið verði á ný Framsóknarflokkurinn er með átta þingmenn og gæti fræðilega séð myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Viðreisn, en frá Viðreisn bárust þau skilaboð við síðustu stjórnarmyndunarviðræður að flokkurinn myndi ekki vinna með Framsóknarflokknum. „Við erum ekki tilbúin að ganga inn í ríkisstjórn í stað Bjartrar framtíðar,“ segir Sigurður. Aðspurður hvort að hann telji líklegt að gengi verði til kosninga á ný segir Sigurður Ingi að það stefni allt í það. „Mér finnst það lang líklegast eins og staðan er núna. Ég heyri hljóðið úr mismunandi áttum. Ég held að margir séu tilbúnir að gefa þessu þann tíma sem mér finnst eðlilegt að við gefum því. En síðan þurfum við að taka af skarið og ef engin lausn er í sjónmáli þá þurfum við að ganga til kosninga.“Alvarlegur trúnaðarbrestur Eins og áður hefur komið fram samþykkti stjórn Bjartrar framtíðar að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn, á fundi sínu í gærkvöldi. Í tilkynningu frá Bjartri framtíð segir að ástæðan sé alvarlegur trúnaðarbrestur innan ríkisstjórnarinnar.Boðað var til stjórnarfundarins í ljósi nýjustu vendinga í málum sem tengjast uppreist æru en greint var frá því í gær að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, hefði verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmds kynferðisbrotamanns, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra. Dómsmálaráðherra Sigríður Á. Andersen greindi Bjarna frá því í júlí að Benedikt faðir hans hefði mælt með uppreist æru fyrir Hjalta. Mánuði fyrr tilkynnti dómsmálaráðuneytið að það mæti það sem svo að ekki mætti birta nöfn umsagnaraðila.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Styðja Bjarna Benediktsson: „Var bara jafn hissa og öll þjóðin þegar ég vaknaði í morgun“ Þeir Ásmundur Friðriksson og Birgir Ármannsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segjast báðir styðja Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir að ríkisstjórn hans sé sprungin. 15. september 2017 11:45 Vinstri græn vilja að boðað verði til kosninga "Það var einhugur um það í okkar röðum um að boðað verði til kosninga,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, aðspurð um niðurstöðu þingflokksfundar flokksins sem fram fór í morgun. 15. september 2017 10:29 Píratar vilja samþykkja nýja stjórnarskrá áður en þing verður rofið Þingflokkur Pírata segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi með framgöngu sinni sýnt fram á að hann sé óstjórntækur. 15. september 2017 11:57 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira
Styðja Bjarna Benediktsson: „Var bara jafn hissa og öll þjóðin þegar ég vaknaði í morgun“ Þeir Ásmundur Friðriksson og Birgir Ármannsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segjast báðir styðja Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir að ríkisstjórn hans sé sprungin. 15. september 2017 11:45
Vinstri græn vilja að boðað verði til kosninga "Það var einhugur um það í okkar röðum um að boðað verði til kosninga,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, aðspurð um niðurstöðu þingflokksfundar flokksins sem fram fór í morgun. 15. september 2017 10:29
Píratar vilja samþykkja nýja stjórnarskrá áður en þing verður rofið Þingflokkur Pírata segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi með framgöngu sinni sýnt fram á að hann sé óstjórntækur. 15. september 2017 11:57