Inga Sæland er klár í slaginn Jakob Bjarnar skrifar 15. september 2017 10:18 Bjarni horfir á forsætisráðuneytið renna sér úr greipum og nú er horft til arftaka. Inga Sæland hlýtur að teljast með þeim sem koma til álita sem forsætisráðherra eftir næstu kosningar. „Þetta er ótrúleg staða sem komin er upp. Ég fylgist spennt með gangi mála. Eins og við öll. Öll þjóðin stendur á öndinni, ekki bara Inga. En, við getum ekki gert neitt annað en spáð í spilin. En, við höfum engar forsendur til að sjá nákvæmlega hvað verður. En hugurinn segir mér að kosið verði fyrr en seinna. Og erum klár í þann slag,“ segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins. Flokkur fólksins á ekki fulltrúa á Alþingi, en samkvæmt síðustu skoðanakönnunum myndi Inga og hennar fólk fljúga inn. Það gæti orðið fyrr en seinna. Staðan eftir síðustu alþingiskosningar var flókin, eins og sýndi sig í því hversu erfitt reyndist að skrúfa saman nýja stjórn. Sú staða er orðin að einni bendu eftir að Björt framtíð sagði sig frá stjórnarsamstarfi og í yfirlýsingu Viðreisnar í nótt er hvatt til þess að boðað verði til kosninga.Skorast ekki undan ábyrgð Þessi flókna staða, þar sem samstarf milli þeirra flokka sem á þingi eru virðist ómögulegt, þýðir einfaldlega það að Inga og Flokkur fólksins gæti hæglega verið í oddastöðu eftir næstu alþingiskosningar. Ingu nánast bregður við þegar blaðamaður Vísis spyr hana hreint út hvort hún sé tilbúin að leiða næstu ríkisstjórn. Er henni þó sjaldnast orða vant. Segir að það sé fráleitt að slá slíku upp. „Fáránlegt að segja þetta. Galið. En, Inga skorast aldrei undan neinu sem henni er treyst til að gera. Ég mun takast á við hvaða verkefni sem óskað er af mér,“ segir hún og ekki á henni að heyra að henni vaxi í augum að taka að sér að forsætisráðuneytið.Inga fer í landsmálin „Nú er spurningin hvað verður. Eðli máls samkvæmt býst maður við að Bjarni biðjist lausnar fyrir sig og ríkisstjórnina. En við sjáum hvað setur. Þetta eru óvissutímar. Maður veit ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér. En Flokkur fólksins er tilbúinn að takast á við allar áskoranir. Og eðlilegast að halda kosningar sem allra fyrst.“ Inga, sem hefur verið önnum kafin við að undirbúa komandi sveitarstjórnarkosningar, segir að nú þurfi að forgangsraða. „Ég mun þá ekki fara fram í borginni, ætlaði að millilenda þar, ef til alþingiskosninga kemur, þá leiði ég flokkinn á þeim vettvangi.“ Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
„Þetta er ótrúleg staða sem komin er upp. Ég fylgist spennt með gangi mála. Eins og við öll. Öll þjóðin stendur á öndinni, ekki bara Inga. En, við getum ekki gert neitt annað en spáð í spilin. En, við höfum engar forsendur til að sjá nákvæmlega hvað verður. En hugurinn segir mér að kosið verði fyrr en seinna. Og erum klár í þann slag,“ segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins. Flokkur fólksins á ekki fulltrúa á Alþingi, en samkvæmt síðustu skoðanakönnunum myndi Inga og hennar fólk fljúga inn. Það gæti orðið fyrr en seinna. Staðan eftir síðustu alþingiskosningar var flókin, eins og sýndi sig í því hversu erfitt reyndist að skrúfa saman nýja stjórn. Sú staða er orðin að einni bendu eftir að Björt framtíð sagði sig frá stjórnarsamstarfi og í yfirlýsingu Viðreisnar í nótt er hvatt til þess að boðað verði til kosninga.Skorast ekki undan ábyrgð Þessi flókna staða, þar sem samstarf milli þeirra flokka sem á þingi eru virðist ómögulegt, þýðir einfaldlega það að Inga og Flokkur fólksins gæti hæglega verið í oddastöðu eftir næstu alþingiskosningar. Ingu nánast bregður við þegar blaðamaður Vísis spyr hana hreint út hvort hún sé tilbúin að leiða næstu ríkisstjórn. Er henni þó sjaldnast orða vant. Segir að það sé fráleitt að slá slíku upp. „Fáránlegt að segja þetta. Galið. En, Inga skorast aldrei undan neinu sem henni er treyst til að gera. Ég mun takast á við hvaða verkefni sem óskað er af mér,“ segir hún og ekki á henni að heyra að henni vaxi í augum að taka að sér að forsætisráðuneytið.Inga fer í landsmálin „Nú er spurningin hvað verður. Eðli máls samkvæmt býst maður við að Bjarni biðjist lausnar fyrir sig og ríkisstjórnina. En við sjáum hvað setur. Þetta eru óvissutímar. Maður veit ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér. En Flokkur fólksins er tilbúinn að takast á við allar áskoranir. Og eðlilegast að halda kosningar sem allra fyrst.“ Inga, sem hefur verið önnum kafin við að undirbúa komandi sveitarstjórnarkosningar, segir að nú þurfi að forgangsraða. „Ég mun þá ekki fara fram í borginni, ætlaði að millilenda þar, ef til alþingiskosninga kemur, þá leiði ég flokkinn á þeim vettvangi.“
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira