Björt Ólafsdóttir um stjórnarslitin: „Ljóst að traustinu er ekki fyrir að fara“ Ólöf Skaftadóttir skrifar 15. september 2017 07:00 Af ríkisráðsfundi á Bessastöðum á mánudaginn. Fréttablaðið/Vilhelm „Þetta er hreinn og klár trúnaðarbrestur, milli þingflokks Bjartrar framtíðar annars vegar og forsætis- og dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins hins vegar. Eins og staðan er núna þá leyfir samviskan okkur ekki annað en að slíta þessu samstarfi,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra Bjartrar framtíðar, en stjórn flokksins samþykkti á fundi seint í gærkvöldi að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. „Eins og allir vita hafa þessi lög um uppreist æru verið í deiglunni undanfarið og engan skal undra. Þau eru algjörlega úrelt og það er mikill vilji innan okkar raða að breyta þeim. En svo núna, þegar ljóst er að tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins leyndu þessum upplýsingum frá okkur, samráðherrum þeirra og ríkisstjórninni, í tvo mánuði, þá er ljóst að upp er kominn alvarlegur trúnaðarbrestur,“ segir Björt og vísar þar til þess að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, hafi verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmdan kynferðisbrotamann, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra, líkt og Vísir greindi frá í gær.Sjá einnig: Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Aðspurð segist Björt ekki ætla að tjá sig um hvort ráðherrunum tveimur sé sætt í embætti. „En okkur, ráðherrum Bjartrar framtíðar, þykir okkur ekki sætt í þeirra ríkisstjórn. Það er komið í ljós að dómsmálaráðherra ákveður að deila upplýsingum með forsætisráðherra, sem ég get ekki séð að sé lögum samkvæmt – hún verður að svara fyrir það, af hverju hún gerði það og af hverju, á sama tíma, ráðuneytið hennar vildi ekki láta álíka gögn af hendi til annarra þótt eftir þeim væri óskað. Hún þarf að svara því hvort þessi vitneskja hennar um föður forsætisráðherrans hafi haft áhrif á þá ákvörðun hennar að vilja ekki láta gögnin af hendi. Hún hefur að minnsta kosti ekki treyst okkur í Bjartri framtíð fyrir því og þess vegna er ljóst að traustinu er ekki fyrir að fara. Þess vegna ákváðum við að slíta samstarfinu.“ Ekki náðist í Bjarna Benediktsson né Sigríði Á. Andersen við gerð fréttarinnar.
„Þetta er hreinn og klár trúnaðarbrestur, milli þingflokks Bjartrar framtíðar annars vegar og forsætis- og dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins hins vegar. Eins og staðan er núna þá leyfir samviskan okkur ekki annað en að slíta þessu samstarfi,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra Bjartrar framtíðar, en stjórn flokksins samþykkti á fundi seint í gærkvöldi að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. „Eins og allir vita hafa þessi lög um uppreist æru verið í deiglunni undanfarið og engan skal undra. Þau eru algjörlega úrelt og það er mikill vilji innan okkar raða að breyta þeim. En svo núna, þegar ljóst er að tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins leyndu þessum upplýsingum frá okkur, samráðherrum þeirra og ríkisstjórninni, í tvo mánuði, þá er ljóst að upp er kominn alvarlegur trúnaðarbrestur,“ segir Björt og vísar þar til þess að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, hafi verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmdan kynferðisbrotamann, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra, líkt og Vísir greindi frá í gær.Sjá einnig: Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Aðspurð segist Björt ekki ætla að tjá sig um hvort ráðherrunum tveimur sé sætt í embætti. „En okkur, ráðherrum Bjartrar framtíðar, þykir okkur ekki sætt í þeirra ríkisstjórn. Það er komið í ljós að dómsmálaráðherra ákveður að deila upplýsingum með forsætisráðherra, sem ég get ekki séð að sé lögum samkvæmt – hún verður að svara fyrir það, af hverju hún gerði það og af hverju, á sama tíma, ráðuneytið hennar vildi ekki láta álíka gögn af hendi til annarra þótt eftir þeim væri óskað. Hún þarf að svara því hvort þessi vitneskja hennar um föður forsætisráðherrans hafi haft áhrif á þá ákvörðun hennar að vilja ekki láta gögnin af hendi. Hún hefur að minnsta kosti ekki treyst okkur í Bjartri framtíð fyrir því og þess vegna er ljóst að traustinu er ekki fyrir að fara. Þess vegna ákváðum við að slíta samstarfinu.“ Ekki náðist í Bjarna Benediktsson né Sigríði Á. Andersen við gerð fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Óttarr sammála slitum stjórnar sem bökuðu Bjartri framtíð óvinsældir Leyndin fram á síðustu stundu fór fyrir brjóstið á Óttarri Proppé og öðrum meðlimum Bjartrar framtíðar. 15. september 2017 06:35 Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 00:43 Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Óttarr sammála slitum stjórnar sem bökuðu Bjartri framtíð óvinsældir Leyndin fram á síðustu stundu fór fyrir brjóstið á Óttarri Proppé og öðrum meðlimum Bjartrar framtíðar. 15. september 2017 06:35
Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 00:43
Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06