Fyrrverandi alþingismanni svarað Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson skrifar 15. september 2017 07:00 Kristinn H. Gunnarsson sendir okkur tóninn í Fréttablaðinu í gær. Eins og titill greinarinnar ber með sér: „Tómas á lágu plani“, kýs hann að hjóla í manninn og gera lítið úr þeim sem ekki deila gildismati hans. Sleggjudómar Kristins eru engin nýlunda, hann hefur áður sagt okkur með „uppblásið egó“ og farið niðrandi orðum um hæfni annars okkar sem læknis. Sú aðferð hentar þeim sem forðast málefnalega umræðu. Markmið okkar er þó aðeins að tala máli náttúrinnar á Ströndum – náttúru sem við teljum að ekki hafi fengið að njóta sannmælis þegar Hvalárvirkjun var metin sem virkjanakostur. Við stöndum við það sem við skrifuðum í Fréttablaðinu þann 30. ágúst sl., enda þótt sum atriði, sem varla teljast aðalatriði, hefðu getað verið orðuð af meiri nákvæmni. Það má t.d. lesa úr orðum okkar að þeir sem vinna Rammaáætlun ákveði hvaða virkjunarkostir séu settir í nýtingarflokk, en þeirra hlutverk er að raða upp virkjanakostum. Síðan er það í höndum Alþingis að ákveða hvaða virkjanakostir eru settir í nýtingarflokk. Við höfum ekki sakað neina um óheilindi í þessu sambandi en höfum lýst þeirri skoðun okkar að skortur á upplýsingum gæti hafa orðið til þess að virkjuninni var veitt brautargengi.Ónefndur foss í Hvalá.Við teljum Rammaáætlun að mörgu leyti gallaða aðferðafræði og of virkjanamiðaða. Okkur finnst einnig skorta mjög upp á upplýsingagjöf til almennings um Hvalárvirkjun og breyttar fyrirætlanir framkvæmdaaðila oft óskýrar. Nafnið Hvalárvirkjun gefur ekki rétta mynd af umfangi virkjunarinnar, enda teljum við eins og heimamenn að mest eftirsjá sé af fossaröðinni í Evyindarfjarðará, en hún mun þurrkast upp. Ennfremur stenst sú fullyrðing að virkjunin hafi stækkað á teikniborðinu úr 35 í 55 MW, en vissum ekki að skýringin væri sú að vatnsrennsli hefði reynst meira á svæðinu. Okkur leikur forvitni á að vita hvernig svo mikil mæliskekkja á vatnsmagni geti verið frá upprunalegum áætlunum um virkjunina og hvort fleiri mælingar sem liggi til grundvallar henni séu eins ónákvæmar? Þar sem áætlanir gerðu ráð fyrir 35 MW virkjun, sem stækka á í 55 MW, hlýtur að vera eðlilegt að spyrja hvort ekki megi þá hlífa Eyvindarfjarðará? Þannig yrði stórbrotnu vatnasviði Eyvindarfjarðar hlíft og kostnaður við virkjunina yrði minni. Við föllumst ekki á þá röksemd að aukningin á vatnsmagni verði á kostnað náttúru svæðisins. Annars er rétt að halda því til haga að okkur hugnast engin virkjun á þessu stórbrotna svæði við dyragætt Hornstranda. Við ætlum ekki að munnhöggvast frekar við þingmanninn fyrrverandi í fjölmiðlum eða á samfélagsmiðlum. Við bíðum þó enn eftir svari við tveimur spurningum sem við höfum lagt fyrir hann endurtekið:1) Truflar það hann ekki að vatnsréttindi í Eyvindarfjarðará séu í eigu ítalsks huldubaróns, Felix von Longo-Liebenstein, sem seldi þau til VesturVerks sem nú er í 70% eigu HS Orku, sem aftur er í 68% eigu kanadíska milljarðamæringsins, Ross Beaty, að því er virðist í gegnum skúffufyrirtæki í Svíþjóð?2) Hefur hann skoðað fossana í návígi, og þá ekki eingöngu Hvalárfossa, heldur fossaraðirnar upp með ánum Rjúkandi, Hvalá og Evindarfjarðará?Höfundar eru læknar og náttúruverndarsinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Kristinn H. Gunnarsson sendir okkur tóninn í Fréttablaðinu í gær. Eins og titill greinarinnar ber með sér: „Tómas á lágu plani“, kýs hann að hjóla í manninn og gera lítið úr þeim sem ekki deila gildismati hans. Sleggjudómar Kristins eru engin nýlunda, hann hefur áður sagt okkur með „uppblásið egó“ og farið niðrandi orðum um hæfni annars okkar sem læknis. Sú aðferð hentar þeim sem forðast málefnalega umræðu. Markmið okkar er þó aðeins að tala máli náttúrinnar á Ströndum – náttúru sem við teljum að ekki hafi fengið að njóta sannmælis þegar Hvalárvirkjun var metin sem virkjanakostur. Við stöndum við það sem við skrifuðum í Fréttablaðinu þann 30. ágúst sl., enda þótt sum atriði, sem varla teljast aðalatriði, hefðu getað verið orðuð af meiri nákvæmni. Það má t.d. lesa úr orðum okkar að þeir sem vinna Rammaáætlun ákveði hvaða virkjunarkostir séu settir í nýtingarflokk, en þeirra hlutverk er að raða upp virkjanakostum. Síðan er það í höndum Alþingis að ákveða hvaða virkjanakostir eru settir í nýtingarflokk. Við höfum ekki sakað neina um óheilindi í þessu sambandi en höfum lýst þeirri skoðun okkar að skortur á upplýsingum gæti hafa orðið til þess að virkjuninni var veitt brautargengi.Ónefndur foss í Hvalá.Við teljum Rammaáætlun að mörgu leyti gallaða aðferðafræði og of virkjanamiðaða. Okkur finnst einnig skorta mjög upp á upplýsingagjöf til almennings um Hvalárvirkjun og breyttar fyrirætlanir framkvæmdaaðila oft óskýrar. Nafnið Hvalárvirkjun gefur ekki rétta mynd af umfangi virkjunarinnar, enda teljum við eins og heimamenn að mest eftirsjá sé af fossaröðinni í Evyindarfjarðará, en hún mun þurrkast upp. Ennfremur stenst sú fullyrðing að virkjunin hafi stækkað á teikniborðinu úr 35 í 55 MW, en vissum ekki að skýringin væri sú að vatnsrennsli hefði reynst meira á svæðinu. Okkur leikur forvitni á að vita hvernig svo mikil mæliskekkja á vatnsmagni geti verið frá upprunalegum áætlunum um virkjunina og hvort fleiri mælingar sem liggi til grundvallar henni séu eins ónákvæmar? Þar sem áætlanir gerðu ráð fyrir 35 MW virkjun, sem stækka á í 55 MW, hlýtur að vera eðlilegt að spyrja hvort ekki megi þá hlífa Eyvindarfjarðará? Þannig yrði stórbrotnu vatnasviði Eyvindarfjarðar hlíft og kostnaður við virkjunina yrði minni. Við föllumst ekki á þá röksemd að aukningin á vatnsmagni verði á kostnað náttúru svæðisins. Annars er rétt að halda því til haga að okkur hugnast engin virkjun á þessu stórbrotna svæði við dyragætt Hornstranda. Við ætlum ekki að munnhöggvast frekar við þingmanninn fyrrverandi í fjölmiðlum eða á samfélagsmiðlum. Við bíðum þó enn eftir svari við tveimur spurningum sem við höfum lagt fyrir hann endurtekið:1) Truflar það hann ekki að vatnsréttindi í Eyvindarfjarðará séu í eigu ítalsks huldubaróns, Felix von Longo-Liebenstein, sem seldi þau til VesturVerks sem nú er í 70% eigu HS Orku, sem aftur er í 68% eigu kanadíska milljarðamæringsins, Ross Beaty, að því er virðist í gegnum skúffufyrirtæki í Svíþjóð?2) Hefur hann skoðað fossana í návígi, og þá ekki eingöngu Hvalárfossa, heldur fossaraðirnar upp með ánum Rjúkandi, Hvalá og Evindarfjarðará?Höfundar eru læknar og náttúruverndarsinnar.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun