Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 23-27 | Meistarataktar hjá Eyjamönnum í seinni Sigmar Bjarni Sigurðarson skrifar 14. september 2017 21:15 Sigurbergur Sveinsson var markahæstur hjá ÍBV með 8 mörk. Vísir/Anton Það voru Eyjamenn sem fóru með sigur úr Mosfellsbænum í kvöld eftir þægilegan sigur á heimamönnum í Aftureldingu. Jafnt var í hálfleik en ÍBV sigraði leikinn á endanum með fjórum mörkum. Leikurinn byrjaði rólega af stað og skiptust liðin á að leiða í fyrri hálfleik. Jafnt var eftir fyrri hálfleik 10-10 og stefndi allt í spennandi seinni hálfleik. Gestirnir frá Vestmannaeyjum byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og voru komnir með 5 marka forskot þegar að 10 mínútur voru búnar af seinni hálfleik. Þeir héldu góðri stöðu og eftir 50 mínútna leik voru þeir með 8 marka forskot og stefndi í þægilegan sigur eyjamanna.Markvarsla gestanna Eyjamenn eru með tvo frábæra markmenn og innkoma Stephen Nielsen var frábær í seinni hálfleik. Heimamenn áttu erfitt með að koma boltanum framhjá Stephen í markinu sem að lagði grunninn af þessum sigri með sinni frammistöðu. Sigurbergur Sveinsson átti einnig góðan leik og skoraði 8 mörk fyrir gestina.Slæm frammistaða í seinni Leikurinn tapaðist í seinni hálfleik og eru heimamenn eflaust ekki sáttir með hann. Afturelding misstu mann útaf með tvær mínútur snemma í seinni hálfleik sem að Eyjamenn nýttu sér vel og breyttu stöðunni úr 13-13 í 13-16. Markvarslan og vörnin voru ekki alveg að smella hjá Mosfellingum í dag.Langt mót framundan Þetta er auðvitað bara fyrsti leikur liðanna í deildinni og mikið eftir af mótinu en ÍBV fara virkilega sáttur í Herjólf með þessari frammistöðu. Heimamenn byrja ekki vel með tapi í fyrsta heimaleik.Meiðsli Kára Kári Kristján fór útaf meiddur í fyrri hálfleik og kom ekki meira við sögu sem lítur ekki vel út. Ekki er vitað hversu alvarleg meiðslin eru.Sigurbergur: Seinni hálfleikur var klassi „Klassi að fá tvö stig í byrjun,” sagði Sigurbergur Sveinsson, leikmaður ÍBV eftir sigurinn gegn Aftureldingu í kvöld. „Fyrri hálfleikurinn sóknarlega ekkert spes, vorum svolítið staðir og vantaði flæði en varnarleikurinn var góður.“ Sigurbergur var mjög sáttur með seinni háfleikinn í kvöld. „Jú seinni hálfleikur flottur, tók smá tíma að koma sér í gírinn, tók alveg sex, sjö, átta skot þarna í fyrri hálfleik en bara þú veist, ég er bara mjög ánægður með þetta. Sérstaklega varnaleikinn í seinni háfleik var lika flottur.” Hann var einnig sáttur með innkomu Stephen Nielsen í leiknum. „Já algjörlega, skipta Aroni út eftir fyrri hálfleikinn, Aron varði vel en Stephen kemur inn og gerir bara slíkt hið sama, bara ótrúlega sterkt að hafa tvo svona hrikalega öfluga markmenn í liðinu.”Arnar Péturs: Spiluðum vel í dag „Mjög sáttur, við komum hérna á erfiðan útivöll og sóttum tvö stig, þó það sé kannski ekki aðalmálið í þessu, mest sáttur við spilamennskuna, spiluðum bara vel í dag og erum að bæta okkur,” sagði Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV eftir sigurinn í kvöld. Arnar var auðvitað líka sáttur með seinni hálfleikinn. „Já við vorum bara mjög góðir í seinni hálfleik og náðum svona auðveldum mörkum úr seinni bylgjunni og vorum bara mjög góðir, tók smá tíma að jafna sig á því þegar Kári meiðist, auðvitað lykilmaður í okkar liði en við svöruðum því bara í seinni hálfleik.” Arnari leist ekki vel á meiðslin hans Kára Kristjáns og sagði að hann taki sig einhvern tíma að jafna sig á meiðslunum. Arnar var þó mjög sáttur með markmennina sína. “Stephen var frábær og Aron varði lika vel í fyrri hálfleik, einhverja sjö átta bolta, við njótum þess að hafa þá í rammanum hjá okkur.”Einar Andri: Talsvert frá okkar besta „Við spiluðum bara vel í fyrri hálfleik og fyrstu fimm mínuturnar í seinni hálfleik eru bara í jafnvægi 14-14, svo bara gerum við okkur seka um slæm mistök og hleypum þeim held ég 5 mörkum yfir. Það var bara mjög dapurt af okkur og eftir það var í raun leikurinn búinn, erfitt að spila á móti Vestmanneyingum þegar þeir eru komnir með forskot, þeir eru með það öflugt lið,” sagði Einar Andri, þjálfari Aftureldingar eftir tapið í kvöld. „Mér fannst við vera töluvert frá okkar besta, vörnin var mjög góð í fyrrihálfleik en missum hana í seinni. Seinni hálfleikur virkilega slakur, en það er ýmislegt sem við þurfum að fara yfir og laga í framhaldinu.” Einar var ekki sáttur með seinni hálfleikinn hjá sínum mönnum. „Við töpuðum tveim boltum þarna og mörk yfir völlinn á stuttum tíma sem að fór með forystuna svolítið hátt og það bara datt allur botn úr okkar leik og við áttum erfitt með að vinna okkur til baka.” „Bara einn leikur búinn og við þurfum bara að vinna áfram og við þurfum að spila betur sem lið ef vel á að ganga.” Olís-deild karla
Það voru Eyjamenn sem fóru með sigur úr Mosfellsbænum í kvöld eftir þægilegan sigur á heimamönnum í Aftureldingu. Jafnt var í hálfleik en ÍBV sigraði leikinn á endanum með fjórum mörkum. Leikurinn byrjaði rólega af stað og skiptust liðin á að leiða í fyrri hálfleik. Jafnt var eftir fyrri hálfleik 10-10 og stefndi allt í spennandi seinni hálfleik. Gestirnir frá Vestmannaeyjum byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og voru komnir með 5 marka forskot þegar að 10 mínútur voru búnar af seinni hálfleik. Þeir héldu góðri stöðu og eftir 50 mínútna leik voru þeir með 8 marka forskot og stefndi í þægilegan sigur eyjamanna.Markvarsla gestanna Eyjamenn eru með tvo frábæra markmenn og innkoma Stephen Nielsen var frábær í seinni hálfleik. Heimamenn áttu erfitt með að koma boltanum framhjá Stephen í markinu sem að lagði grunninn af þessum sigri með sinni frammistöðu. Sigurbergur Sveinsson átti einnig góðan leik og skoraði 8 mörk fyrir gestina.Slæm frammistaða í seinni Leikurinn tapaðist í seinni hálfleik og eru heimamenn eflaust ekki sáttir með hann. Afturelding misstu mann útaf með tvær mínútur snemma í seinni hálfleik sem að Eyjamenn nýttu sér vel og breyttu stöðunni úr 13-13 í 13-16. Markvarslan og vörnin voru ekki alveg að smella hjá Mosfellingum í dag.Langt mót framundan Þetta er auðvitað bara fyrsti leikur liðanna í deildinni og mikið eftir af mótinu en ÍBV fara virkilega sáttur í Herjólf með þessari frammistöðu. Heimamenn byrja ekki vel með tapi í fyrsta heimaleik.Meiðsli Kára Kári Kristján fór útaf meiddur í fyrri hálfleik og kom ekki meira við sögu sem lítur ekki vel út. Ekki er vitað hversu alvarleg meiðslin eru.Sigurbergur: Seinni hálfleikur var klassi „Klassi að fá tvö stig í byrjun,” sagði Sigurbergur Sveinsson, leikmaður ÍBV eftir sigurinn gegn Aftureldingu í kvöld. „Fyrri hálfleikurinn sóknarlega ekkert spes, vorum svolítið staðir og vantaði flæði en varnarleikurinn var góður.“ Sigurbergur var mjög sáttur með seinni háfleikinn í kvöld. „Jú seinni hálfleikur flottur, tók smá tíma að koma sér í gírinn, tók alveg sex, sjö, átta skot þarna í fyrri hálfleik en bara þú veist, ég er bara mjög ánægður með þetta. Sérstaklega varnaleikinn í seinni háfleik var lika flottur.” Hann var einnig sáttur með innkomu Stephen Nielsen í leiknum. „Já algjörlega, skipta Aroni út eftir fyrri hálfleikinn, Aron varði vel en Stephen kemur inn og gerir bara slíkt hið sama, bara ótrúlega sterkt að hafa tvo svona hrikalega öfluga markmenn í liðinu.”Arnar Péturs: Spiluðum vel í dag „Mjög sáttur, við komum hérna á erfiðan útivöll og sóttum tvö stig, þó það sé kannski ekki aðalmálið í þessu, mest sáttur við spilamennskuna, spiluðum bara vel í dag og erum að bæta okkur,” sagði Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV eftir sigurinn í kvöld. Arnar var auðvitað líka sáttur með seinni hálfleikinn. „Já við vorum bara mjög góðir í seinni hálfleik og náðum svona auðveldum mörkum úr seinni bylgjunni og vorum bara mjög góðir, tók smá tíma að jafna sig á því þegar Kári meiðist, auðvitað lykilmaður í okkar liði en við svöruðum því bara í seinni hálfleik.” Arnari leist ekki vel á meiðslin hans Kára Kristjáns og sagði að hann taki sig einhvern tíma að jafna sig á meiðslunum. Arnar var þó mjög sáttur með markmennina sína. “Stephen var frábær og Aron varði lika vel í fyrri hálfleik, einhverja sjö átta bolta, við njótum þess að hafa þá í rammanum hjá okkur.”Einar Andri: Talsvert frá okkar besta „Við spiluðum bara vel í fyrri hálfleik og fyrstu fimm mínuturnar í seinni hálfleik eru bara í jafnvægi 14-14, svo bara gerum við okkur seka um slæm mistök og hleypum þeim held ég 5 mörkum yfir. Það var bara mjög dapurt af okkur og eftir það var í raun leikurinn búinn, erfitt að spila á móti Vestmanneyingum þegar þeir eru komnir með forskot, þeir eru með það öflugt lið,” sagði Einar Andri, þjálfari Aftureldingar eftir tapið í kvöld. „Mér fannst við vera töluvert frá okkar besta, vörnin var mjög góð í fyrrihálfleik en missum hana í seinni. Seinni hálfleikur virkilega slakur, en það er ýmislegt sem við þurfum að fara yfir og laga í framhaldinu.” Einar var ekki sáttur með seinni hálfleikinn hjá sínum mönnum. „Við töpuðum tveim boltum þarna og mörk yfir völlinn á stuttum tíma sem að fór með forystuna svolítið hátt og það bara datt allur botn úr okkar leik og við áttum erfitt með að vinna okkur til baka.” „Bara einn leikur búinn og við þurfum bara að vinna áfram og við þurfum að spila betur sem lið ef vel á að ganga.”
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti