Meintur nauðgari víkur ekki úr dómsal því áhrif á líðan brotaþola þóttu ósönnuð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. september 2017 11:19 Maðurinn er meðal annars sakaður um að hafa dregið brotaþola upp í rúm á hárinu þegar hún reyndi að komast frá honum. Vísir/GVA Hæstiréttur sneri í gær við úrskurði héraðsdómara um að meintum nauðgara yrði gert skylt að víkja úr dómsal á meðan konan, sem hann á að hafa brotið gegn, gefur skýrslu. Taldi réttturinn að engin vottorð lækna eða sálfræðinga bentu til þess að aðstæður væru með þeim hætti að heimilt væri að láta manninn víkja. Brotið sem maðurinn er ákærður fyrir á að hafa átt sér stað í upphafi árs. Í ákæru er manninum gefið að sök að hafa þvingað konuna, sem þá var sambýliskona hans til nokkurra vikna en maðurinn hafði flutt sérstaklega til landsins til að búa með henni, til samræðis og síðan sofnað hjá henni. Þegar hann vaknaði er honum gefið að sök að hafa nauðgað henni aftur og í beinu framhaldi af því er hann sakaður um að hafa slegið hana í höfuðið, rifið í hár hennar og dregið hana aftur upp í rúm á hárinu þegar hún reyndi að komast undan honum. Þá er hann sakaður um að hafa hótað henni lífláti. Hlaut konan af þessu marbletti á augnlokum og undir augum, heilahristing, rof á hljóðhimnu auk marbletta víðsvegar um líkamann. Konan gaf skýrslu við rannsókn málsins fjórum dögum eftir atvik málsins. Héraðssaksóknari boðaði að konan myndi gefa skýrslu fyrir dómi og fór réttargæslumaður hennar fram á að ákærði viki úr salnum á meðan. Var það gert þar sem brotið hafi haft mjög alvarlegar afleiðingar á brotaþola, líkamlega, andlega og öryggistilfinningu hennar. Nærvera ákærða gæti orðið henni til mikillar íþynginar. „Ákærði og brotaþoli hafi verið í nánu sambandi þegar árásin hafi átt sér stað og þeim mun meiri neikvæð áhrif verði af nærveru ákærða, heldur en ef um ókunnugan mann væri að ræða. Þá beri gögn málsins með sér að brotaþoli hafi óttast um líf sitt á verkanaðarstundu, en brotaþoli hafi greint svo frá fyrir dómi að hún telji að hún væri ekki á lífi ef nágrannar hefðu ekki orðið varir við árásina og kallað á lögregluna,“ segir meðal annars í rökstuðningi réttargæslumannsins.Meint náið samband ekki til staðar Ákærði mótmælti kröfunni hins vegar. Í máli verjanda hans kom fram að brotaþoli hafi sent sér tölvubréf og lýst því yfir að hún hefði sagt ósatt um kynferðisbrotið. „Þá hafni ákærði því að hið meinta nána samband hans og brotaþola geti haft áhrif. [...] Staðreyndin sé sú að ákærði og brotaþoli höfðu þekkst í fjóra mánuði með samskiptum á interneti, þegar brotið átti sér stað, og höfðu deilt íbúð í örfáar vikur,“ segir í máli verjanda. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur segir að það sé meginregla að sakborningur eigi þess kost að vera viðstaddur aðalmeðferð og öll þinghöld í málum gegn honum. Undantekningar frá þeirri reglu skuli túlka þröngt og mjög ríkar ástæður vera uppi til að hægt sé að víkja frá henni. „Upplýst er í málinu að brotaþoli og ákærði höfðu haft samskipti á internetinu í um fjóra mánuði, áður en atvik þau sem ákært er út af áttu sér stað, og búið saman í einn mánuð. Þá liggur fyrir að brotaþoli yfirgaf landið eftir að hafa gefið skýrslu fyrir dómi við rannsókn málsins og hefur ekki snúið til baka. Að virtum atvikum málsins, aðstæðum og tengslum ákærða og brotaþola þykir í ljós leitt að nærvera ákærða við skýrslugjöf geti orðið brotaþola sérstaklega íþyngjandi og einnig haft áhrif á framburð hennar,“ segir í úrskurðinum. Hæstiréttur féllst hins vegar ekki á þessa niðurstöðu í ljósi þess að engin gögn eða vottorð um líðan konunnar liggja fyrir. Því þarf maðurinn ekki að víkja á meðan konan gefur skýrslu. Dómsmál Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Sjá meira
Hæstiréttur sneri í gær við úrskurði héraðsdómara um að meintum nauðgara yrði gert skylt að víkja úr dómsal á meðan konan, sem hann á að hafa brotið gegn, gefur skýrslu. Taldi réttturinn að engin vottorð lækna eða sálfræðinga bentu til þess að aðstæður væru með þeim hætti að heimilt væri að láta manninn víkja. Brotið sem maðurinn er ákærður fyrir á að hafa átt sér stað í upphafi árs. Í ákæru er manninum gefið að sök að hafa þvingað konuna, sem þá var sambýliskona hans til nokkurra vikna en maðurinn hafði flutt sérstaklega til landsins til að búa með henni, til samræðis og síðan sofnað hjá henni. Þegar hann vaknaði er honum gefið að sök að hafa nauðgað henni aftur og í beinu framhaldi af því er hann sakaður um að hafa slegið hana í höfuðið, rifið í hár hennar og dregið hana aftur upp í rúm á hárinu þegar hún reyndi að komast undan honum. Þá er hann sakaður um að hafa hótað henni lífláti. Hlaut konan af þessu marbletti á augnlokum og undir augum, heilahristing, rof á hljóðhimnu auk marbletta víðsvegar um líkamann. Konan gaf skýrslu við rannsókn málsins fjórum dögum eftir atvik málsins. Héraðssaksóknari boðaði að konan myndi gefa skýrslu fyrir dómi og fór réttargæslumaður hennar fram á að ákærði viki úr salnum á meðan. Var það gert þar sem brotið hafi haft mjög alvarlegar afleiðingar á brotaþola, líkamlega, andlega og öryggistilfinningu hennar. Nærvera ákærða gæti orðið henni til mikillar íþynginar. „Ákærði og brotaþoli hafi verið í nánu sambandi þegar árásin hafi átt sér stað og þeim mun meiri neikvæð áhrif verði af nærveru ákærða, heldur en ef um ókunnugan mann væri að ræða. Þá beri gögn málsins með sér að brotaþoli hafi óttast um líf sitt á verkanaðarstundu, en brotaþoli hafi greint svo frá fyrir dómi að hún telji að hún væri ekki á lífi ef nágrannar hefðu ekki orðið varir við árásina og kallað á lögregluna,“ segir meðal annars í rökstuðningi réttargæslumannsins.Meint náið samband ekki til staðar Ákærði mótmælti kröfunni hins vegar. Í máli verjanda hans kom fram að brotaþoli hafi sent sér tölvubréf og lýst því yfir að hún hefði sagt ósatt um kynferðisbrotið. „Þá hafni ákærði því að hið meinta nána samband hans og brotaþola geti haft áhrif. [...] Staðreyndin sé sú að ákærði og brotaþoli höfðu þekkst í fjóra mánuði með samskiptum á interneti, þegar brotið átti sér stað, og höfðu deilt íbúð í örfáar vikur,“ segir í máli verjanda. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur segir að það sé meginregla að sakborningur eigi þess kost að vera viðstaddur aðalmeðferð og öll þinghöld í málum gegn honum. Undantekningar frá þeirri reglu skuli túlka þröngt og mjög ríkar ástæður vera uppi til að hægt sé að víkja frá henni. „Upplýst er í málinu að brotaþoli og ákærði höfðu haft samskipti á internetinu í um fjóra mánuði, áður en atvik þau sem ákært er út af áttu sér stað, og búið saman í einn mánuð. Þá liggur fyrir að brotaþoli yfirgaf landið eftir að hafa gefið skýrslu fyrir dómi við rannsókn málsins og hefur ekki snúið til baka. Að virtum atvikum málsins, aðstæðum og tengslum ákærða og brotaþola þykir í ljós leitt að nærvera ákærða við skýrslugjöf geti orðið brotaþola sérstaklega íþyngjandi og einnig haft áhrif á framburð hennar,“ segir í úrskurðinum. Hæstiréttur féllst hins vegar ekki á þessa niðurstöðu í ljósi þess að engin gögn eða vottorð um líðan konunnar liggja fyrir. Því þarf maðurinn ekki að víkja á meðan konan gefur skýrslu.
Dómsmál Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Sjá meira