Verja á 25 milljónum í æskuslóðir Jóns forseta Sigurður Mikael Jónsson skrifar 14. september 2017 06:00 Hrafnseyri við Arnarfjörð þar sem Jón Sigurðsson fæddist 17. júní 1811. Fréttablaðið/Jón Sigurður Gert er ráð fyrir að verja 25 milljónum króna í endurbætur og viðhald á húsnæði, eignum og jörð á Hrafnseyri við Arnarfjörð þar sem Jón Sigurðsson, oft nefndur Jón forseti, er fæddur og uppalinn. Í dag er þar menningarsetur og safn til heiðurs Jóni en samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2018 hefur forsætisráðuneytið eyrnamerkt áðurnefnda upphæð til endurbóta og viðhalds þar. Málefni Hrafnseyrar heyrðu áður undir mennta- og menningarmálaráðuneytið en heyra nú undir forsætisráðuneytið í kjölfar forsetaúrskurðar í janúar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta. Fleira forsetatengt er að finna í fjárlagafrumvarpinu hjá forsætisráðuneytinu. Þannig kemur fram að gert sé ráð fyrir 30 milljóna króna framlagi til að mæta útgjöldum vegna framkvæmda við „heimreið og heimasvæði á Bessastöðum“. Viðhaldsþörfin á forsetabústaðnum á Bessastöðum hefur verið nokkur á umliðnum árum en í fyrra voru veittar 7 milljónir króna í að uppfæra öryggismyndavélar á svæðinu. Árið 2016 voru veittar 22,5 milljónir í að sinna uppsafnaðri viðhaldsþörf á Bessastöðum eins og heilmálun, viðgerðum á gluggum og endurnýjun á gleri, viðgerð og endurnýjun gólfefna og viðhaldi á öryggis- og húskerfi og fjarskiptalögnum Bessastaða. Enn á ný er gert ráð fyrir að forsætisráðuneytið verji umtalsverðum fjármunum í að styrkja öryggismál í Stjórnarráðinu. Er það gert í samræmi við tillögur Ríkislögreglustjóra en embættið veitir þó engar upplýsingar um í hverju þær tillögur felast. Árið 2016 var 15 milljónum veitt í verkefnið en í fjárlagafrumvarpinu 2018 er gert ráð fyrir 17,5 milljónum í að styrkja öryggi Stjórnarráðshússins. Þó að þegar hafi verið varið 15 milljónum í öryggismál árið 2016 þótti stjórnarráðið engu að síður ekki uppfylla nauðsynlegar öryggiskröfur þegar þjóðaröryggisráð kom saman í júní síðastliðnum. Þá fundaði ráðið á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli en meðal þeirra sem sæti eiga í ráðinu er ríkislögreglustjóri. Fjárlög Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Prófsteinn á stjórnarsamstarfið Fyrstu fjárlög ríkisstjórnarinnar verða lögð fram á fimmtudag. Útlit er fyrir átakavetur á Alþingi. Fjármál ríkisins verða allsráðandi út árið en seinnipart vetrar gætu sveitarstjórnarkosningarnar litað þingstörf. 12. september 2017 06:00 Líklegt að fjárlagafrumvarp taki nokkrum breytingum á Alþingi Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa til að mynda fullyrt að ekki sé verið að auka framlög til uppbyggingar Landsspítalans umfram launahækkanir og til nýbygginga og enn séu skerðingar í elli- og örorkulífeyriskerfinu vegna tenginga við tekjur. 13. september 2017 15:00 Segir framlög til velferðarmála aukin í fjárlagafrumvarpi og það vinni gegn þenslu Virðisaukaskattur á ferðaþjónustuna verður ekki hækkaður um mitt næsta ár eins og til stóð, heldur hækkar hann hinn 1. janúar árið 2019. 12. september 2017 20:15 Segir fjárlög ekki fylgja hug ráðamanna í garð íslenskunnar Útlit er fyrir að aðeins 60 milljónum verði ráðstafað til framkvæmdar milljarða áætlunar um uppbyggingu íslenskrar máltækni sem kynnt var með pompi og prakt í sumar 12. september 2017 13:45 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Gert er ráð fyrir að verja 25 milljónum króna í endurbætur og viðhald á húsnæði, eignum og jörð á Hrafnseyri við Arnarfjörð þar sem Jón Sigurðsson, oft nefndur Jón forseti, er fæddur og uppalinn. Í dag er þar menningarsetur og safn til heiðurs Jóni en samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2018 hefur forsætisráðuneytið eyrnamerkt áðurnefnda upphæð til endurbóta og viðhalds þar. Málefni Hrafnseyrar heyrðu áður undir mennta- og menningarmálaráðuneytið en heyra nú undir forsætisráðuneytið í kjölfar forsetaúrskurðar í janúar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta. Fleira forsetatengt er að finna í fjárlagafrumvarpinu hjá forsætisráðuneytinu. Þannig kemur fram að gert sé ráð fyrir 30 milljóna króna framlagi til að mæta útgjöldum vegna framkvæmda við „heimreið og heimasvæði á Bessastöðum“. Viðhaldsþörfin á forsetabústaðnum á Bessastöðum hefur verið nokkur á umliðnum árum en í fyrra voru veittar 7 milljónir króna í að uppfæra öryggismyndavélar á svæðinu. Árið 2016 voru veittar 22,5 milljónir í að sinna uppsafnaðri viðhaldsþörf á Bessastöðum eins og heilmálun, viðgerðum á gluggum og endurnýjun á gleri, viðgerð og endurnýjun gólfefna og viðhaldi á öryggis- og húskerfi og fjarskiptalögnum Bessastaða. Enn á ný er gert ráð fyrir að forsætisráðuneytið verji umtalsverðum fjármunum í að styrkja öryggismál í Stjórnarráðinu. Er það gert í samræmi við tillögur Ríkislögreglustjóra en embættið veitir þó engar upplýsingar um í hverju þær tillögur felast. Árið 2016 var 15 milljónum veitt í verkefnið en í fjárlagafrumvarpinu 2018 er gert ráð fyrir 17,5 milljónum í að styrkja öryggi Stjórnarráðshússins. Þó að þegar hafi verið varið 15 milljónum í öryggismál árið 2016 þótti stjórnarráðið engu að síður ekki uppfylla nauðsynlegar öryggiskröfur þegar þjóðaröryggisráð kom saman í júní síðastliðnum. Þá fundaði ráðið á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli en meðal þeirra sem sæti eiga í ráðinu er ríkislögreglustjóri.
Fjárlög Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Prófsteinn á stjórnarsamstarfið Fyrstu fjárlög ríkisstjórnarinnar verða lögð fram á fimmtudag. Útlit er fyrir átakavetur á Alþingi. Fjármál ríkisins verða allsráðandi út árið en seinnipart vetrar gætu sveitarstjórnarkosningarnar litað þingstörf. 12. september 2017 06:00 Líklegt að fjárlagafrumvarp taki nokkrum breytingum á Alþingi Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa til að mynda fullyrt að ekki sé verið að auka framlög til uppbyggingar Landsspítalans umfram launahækkanir og til nýbygginga og enn séu skerðingar í elli- og örorkulífeyriskerfinu vegna tenginga við tekjur. 13. september 2017 15:00 Segir framlög til velferðarmála aukin í fjárlagafrumvarpi og það vinni gegn þenslu Virðisaukaskattur á ferðaþjónustuna verður ekki hækkaður um mitt næsta ár eins og til stóð, heldur hækkar hann hinn 1. janúar árið 2019. 12. september 2017 20:15 Segir fjárlög ekki fylgja hug ráðamanna í garð íslenskunnar Útlit er fyrir að aðeins 60 milljónum verði ráðstafað til framkvæmdar milljarða áætlunar um uppbyggingu íslenskrar máltækni sem kynnt var með pompi og prakt í sumar 12. september 2017 13:45 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Prófsteinn á stjórnarsamstarfið Fyrstu fjárlög ríkisstjórnarinnar verða lögð fram á fimmtudag. Útlit er fyrir átakavetur á Alþingi. Fjármál ríkisins verða allsráðandi út árið en seinnipart vetrar gætu sveitarstjórnarkosningarnar litað þingstörf. 12. september 2017 06:00
Líklegt að fjárlagafrumvarp taki nokkrum breytingum á Alþingi Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa til að mynda fullyrt að ekki sé verið að auka framlög til uppbyggingar Landsspítalans umfram launahækkanir og til nýbygginga og enn séu skerðingar í elli- og örorkulífeyriskerfinu vegna tenginga við tekjur. 13. september 2017 15:00
Segir framlög til velferðarmála aukin í fjárlagafrumvarpi og það vinni gegn þenslu Virðisaukaskattur á ferðaþjónustuna verður ekki hækkaður um mitt næsta ár eins og til stóð, heldur hækkar hann hinn 1. janúar árið 2019. 12. september 2017 20:15
Segir fjárlög ekki fylgja hug ráðamanna í garð íslenskunnar Útlit er fyrir að aðeins 60 milljónum verði ráðstafað til framkvæmdar milljarða áætlunar um uppbyggingu íslenskrar máltækni sem kynnt var með pompi og prakt í sumar 12. september 2017 13:45