Óvinsæl ríkisstjórn hlýtur að vera samvinnufús við stjórnarandstöðuna Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2017 19:15 Forystufólk í stjórnarandstöðu segir vel hægt að bæta meiri fjármunum til uppbyggingar heilbrigðis-, velferðar- og samgöngukerfisins en gert sé ráð fyrir í fjárlögum ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórn sem slegið hafi met í óvinsældum við upphaf kjörtímabils hljóti að verða samningsfús við stjórnarandstöðuna um breyttar áherslur. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flytur stefnuræðu ríkisstjórnar sinnar hér á Alþingi klukkan hálf átta í kvöld og að henni lokinni fara fram almennar umræður. Ríkisstjórnin stefnir á að skila ríkissjóði með ríflegum afgangi á næsta ári eða 44 milljörðum króna og segist vera að bæta í framlög til velferðarmála, heilbrigðismála og menntamála. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksinssegir segir fátt koma á óvart við fjárlagafrumvarpið miðað við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Framsóknarmenn gagnrýni sömu atriði nú og þegar fjármálaáætlunin var kynnt í vor. „Það er ekki hvað síst vegna þess að það er ríflegur afgangur. Umfram stefnuna. Ég held að það sé tækifæri og við framsóknarmenn teljum að það sé möguleiki núna að bæta í. Það er ekki þensla alls staðar á landinu. Ný skýrsla Byggðastofnunar sýnir það. Við teljum að það sé hægt að bæta í heilbrigðismálin, menntamálin, samgöngumálin. Ísland sé sterkara þegar landið sé allt sterkara en ekki einungis suðvesturhornið.“ Birgittu Jónsdóttur þingflokksformanni Pírata líst heldur ekki vel á fjárlagafrumvarpið og segir það ekki í samræmi við loforð stjórnarflokkanna fyrir kosningar. „Um að vera með ráðstafanir til að takast á við þau vandamál sem eru í heilbrigðiskerfinu og í menntakerfinu. Ég held að það væri nær að verja þessum peningum í uppbyggingu í heilbrigðis- og menntakerfi. Því það er svo dýrt þegar verið er að spara á vitlausan hátt. Það er dýrt að byggja upp,“ segir Birgitta. Sigurður Ingi segir vel geta verið að ríkisstjórnin leggi fjárlagafrumvarp fram með ríflegum afgangi til að hafa eitthvað til að spila úr í samræðum við þingið. Hins vegar sé mesta áskorunin framundan að gera kjarasaminga við opinbera starfsmenn. „Það eru nú svona stærstu áskoranirnar hvort við náum að halda sjó í þessu góðæri sem er. Og tryggja um leið að þeim sem sannarlega hafa borið of lítið úr bítum og hafa það ver en aðrir; við þurfum að taka á því,“ segir Sigurður sem heldur að áhuga- og aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar gerti gert það að verkum að dauft verði yfir þinghaldi í haust. Birgitta segir ríkisstjórn með svo nauman meirihluta þurfa að semja um mál og vonandi verði hún samvinnufús, til að mynda varðandi stjórnarskrána og heilbrigðismálin. „Það byrjar ekki vel. Byrjaði í gær með úrskurði frá úrskurðarnefnd upplýsingamála um að það hafi verið gengið allt of langt í leyndarhyggju í dómsmálaráðuneytinu. Auðvitað er þetta erfitt fyrir ríkisstjórn sem er með svona rosalega lítinn stuðning úti í samfélaginu; þetta er náttúrlega nýtt met þegar kemur að því að hafa lítinn stuðning við upphaf kjörtímabils,“ segir Birgitta Jónsdóttir. Alþingi Tengdar fréttir Líklegt að fjárlagafrumvarp taki nokkrum breytingum á Alþingi Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa til að mynda fullyrt að ekki sé verið að auka framlög til uppbyggingar Landsspítalans umfram launahækkanir og til nýbygginga og enn séu skerðingar í elli- og örorkulífeyriskerfinu vegna tenginga við tekjur. 13. september 2017 15:00 Segir framlög til velferðarmála aukin í fjárlagafrumvarpi og það vinni gegn þenslu Virðisaukaskattur á ferðaþjónustuna verður ekki hækkaður um mitt næsta ár eins og til stóð, heldur hækkar hann hinn 1. janúar árið 2019. 12. september 2017 20:15 Segir fjárlög ekki fylgja hug ráðamanna í garð íslenskunnar Útlit er fyrir að aðeins 60 milljónum verði ráðstafað til framkvæmdar milljarða áætlunar um uppbyggingu íslenskrar máltækni sem kynnt var með pompi og prakt í sumar 12. september 2017 13:45 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Forystufólk í stjórnarandstöðu segir vel hægt að bæta meiri fjármunum til uppbyggingar heilbrigðis-, velferðar- og samgöngukerfisins en gert sé ráð fyrir í fjárlögum ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórn sem slegið hafi met í óvinsældum við upphaf kjörtímabils hljóti að verða samningsfús við stjórnarandstöðuna um breyttar áherslur. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flytur stefnuræðu ríkisstjórnar sinnar hér á Alþingi klukkan hálf átta í kvöld og að henni lokinni fara fram almennar umræður. Ríkisstjórnin stefnir á að skila ríkissjóði með ríflegum afgangi á næsta ári eða 44 milljörðum króna og segist vera að bæta í framlög til velferðarmála, heilbrigðismála og menntamála. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksinssegir segir fátt koma á óvart við fjárlagafrumvarpið miðað við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Framsóknarmenn gagnrýni sömu atriði nú og þegar fjármálaáætlunin var kynnt í vor. „Það er ekki hvað síst vegna þess að það er ríflegur afgangur. Umfram stefnuna. Ég held að það sé tækifæri og við framsóknarmenn teljum að það sé möguleiki núna að bæta í. Það er ekki þensla alls staðar á landinu. Ný skýrsla Byggðastofnunar sýnir það. Við teljum að það sé hægt að bæta í heilbrigðismálin, menntamálin, samgöngumálin. Ísland sé sterkara þegar landið sé allt sterkara en ekki einungis suðvesturhornið.“ Birgittu Jónsdóttur þingflokksformanni Pírata líst heldur ekki vel á fjárlagafrumvarpið og segir það ekki í samræmi við loforð stjórnarflokkanna fyrir kosningar. „Um að vera með ráðstafanir til að takast á við þau vandamál sem eru í heilbrigðiskerfinu og í menntakerfinu. Ég held að það væri nær að verja þessum peningum í uppbyggingu í heilbrigðis- og menntakerfi. Því það er svo dýrt þegar verið er að spara á vitlausan hátt. Það er dýrt að byggja upp,“ segir Birgitta. Sigurður Ingi segir vel geta verið að ríkisstjórnin leggi fjárlagafrumvarp fram með ríflegum afgangi til að hafa eitthvað til að spila úr í samræðum við þingið. Hins vegar sé mesta áskorunin framundan að gera kjarasaminga við opinbera starfsmenn. „Það eru nú svona stærstu áskoranirnar hvort við náum að halda sjó í þessu góðæri sem er. Og tryggja um leið að þeim sem sannarlega hafa borið of lítið úr bítum og hafa það ver en aðrir; við þurfum að taka á því,“ segir Sigurður sem heldur að áhuga- og aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar gerti gert það að verkum að dauft verði yfir þinghaldi í haust. Birgitta segir ríkisstjórn með svo nauman meirihluta þurfa að semja um mál og vonandi verði hún samvinnufús, til að mynda varðandi stjórnarskrána og heilbrigðismálin. „Það byrjar ekki vel. Byrjaði í gær með úrskurði frá úrskurðarnefnd upplýsingamála um að það hafi verið gengið allt of langt í leyndarhyggju í dómsmálaráðuneytinu. Auðvitað er þetta erfitt fyrir ríkisstjórn sem er með svona rosalega lítinn stuðning úti í samfélaginu; þetta er náttúrlega nýtt met þegar kemur að því að hafa lítinn stuðning við upphaf kjörtímabils,“ segir Birgitta Jónsdóttir.
Alþingi Tengdar fréttir Líklegt að fjárlagafrumvarp taki nokkrum breytingum á Alþingi Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa til að mynda fullyrt að ekki sé verið að auka framlög til uppbyggingar Landsspítalans umfram launahækkanir og til nýbygginga og enn séu skerðingar í elli- og örorkulífeyriskerfinu vegna tenginga við tekjur. 13. september 2017 15:00 Segir framlög til velferðarmála aukin í fjárlagafrumvarpi og það vinni gegn þenslu Virðisaukaskattur á ferðaþjónustuna verður ekki hækkaður um mitt næsta ár eins og til stóð, heldur hækkar hann hinn 1. janúar árið 2019. 12. september 2017 20:15 Segir fjárlög ekki fylgja hug ráðamanna í garð íslenskunnar Útlit er fyrir að aðeins 60 milljónum verði ráðstafað til framkvæmdar milljarða áætlunar um uppbyggingu íslenskrar máltækni sem kynnt var með pompi og prakt í sumar 12. september 2017 13:45 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Líklegt að fjárlagafrumvarp taki nokkrum breytingum á Alþingi Leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa til að mynda fullyrt að ekki sé verið að auka framlög til uppbyggingar Landsspítalans umfram launahækkanir og til nýbygginga og enn séu skerðingar í elli- og örorkulífeyriskerfinu vegna tenginga við tekjur. 13. september 2017 15:00
Segir framlög til velferðarmála aukin í fjárlagafrumvarpi og það vinni gegn þenslu Virðisaukaskattur á ferðaþjónustuna verður ekki hækkaður um mitt næsta ár eins og til stóð, heldur hækkar hann hinn 1. janúar árið 2019. 12. september 2017 20:15
Segir fjárlög ekki fylgja hug ráðamanna í garð íslenskunnar Útlit er fyrir að aðeins 60 milljónum verði ráðstafað til framkvæmdar milljarða áætlunar um uppbyggingu íslenskrar máltækni sem kynnt var með pompi og prakt í sumar 12. september 2017 13:45