Nánast ekkert ríki jafn háð ferðaþjónustu og Ísland Kristinn Ingi Jónsson skrifar 13. september 2017 08:00 Í nýrri spá Arion banka er gert ráð fyrir að ferðamönnum fjölgi um 11 prósent á næsta ári, og að alls 2,5 milljónir ferðamanna heimsæki landið. vísir/pjetur Ferðaþjónustutekjur á hvern Íslending nema um 8.800 dölum og eru þær hæstu í heiminum, að Lúxemborg undanskilinni. Sem dæmi eru tekjur á hvern Íslending um sex sinnum hærri en á hvern Spánverja. Er þá ekki tekið tillit til farþegaflutninga. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri ferðaþjónustuúttekt greiningardeildar Arion banka sem kynnt verður í dag. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur í greiningardeild bankans, segir vægast sagt fáheyrt að ríki, hvað þá myntsvæði, sé jafn háð ferðaþjónustu og Ísland. „Það er mjög óalgengt að ferðaþjónusta hafi eins mikil áhrif á hagkerfið og gengi gjaldmiðils og hér. Yfirleitt spyrja menn hvaða áhrif gengið hafi á ferðaþjónustuna, en færri velta því fyrir sér hvaða áhrif ferðaþjónustan hefur á gengið. Það eru nokkuð skýrar vísbendingar um að einn af stærstu – ef ekki sá stærsti – drifkröftunum í gengisstyrkingu krónunnar síðustu misseri hafi verið ferðaþjónustan sjálf. Hún hefur verið aðaldrifkrafturinn í hagkerfinu.“ Greiningardeildin gerir ráð fyrir áframhaldandi fjölgun ferðamanna á næstu árum, en að hægja taki á vextinum. Í grunnsviðsmynd sérfræðinga bankans er gert ráð fyrir að ferðamönnum fjölgi um 11 prósent á næsta ári, og að alls 2,5 milljónir ferðamanna heimsæki landið, og 8 prósent árið 2019. Til samanburðar var vöxturinn 38 prósent í fyrra. Að mati greiningardeildarinnar ræður flugframboð meira um fjölgun ferðamanna á næstu árum en gengisstyrking krónunnar. Bendir deildin á að árið 2005 hafi tvö flugfélög flogið allan ársins hring til landsins en í ár eru þau fimmtán talsins.Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur í greiningardeild Arion banka.Samkvæmt grunnsviðsmynd greiningardeildarinnar má áætla að tekjur af erlendum ferðamönnum á árunum 2017 til 2020 nemi tæpum 2.400 milljörðum króna eða sem nemur allri landsframleiðslu Íslands í fyrra. Auk þess kemur fram í úttekt greiningardeildarinnar að hagvöxtur í fyrra hefði verið nær 4 prósentum, en ekki 7,4 prósent, ef ekki hefði verið fyrir aukin umsvif í ferðaþjónustunni. Var vægi ferðaþjónustunnar í útflutningi um 42 prósent í fyrra sem er um helmingi meira en sjávarútvegur og áliðnaður samanlagt.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Markaðir Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ Atvinnulíf „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Ferðaþjónustutekjur á hvern Íslending nema um 8.800 dölum og eru þær hæstu í heiminum, að Lúxemborg undanskilinni. Sem dæmi eru tekjur á hvern Íslending um sex sinnum hærri en á hvern Spánverja. Er þá ekki tekið tillit til farþegaflutninga. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri ferðaþjónustuúttekt greiningardeildar Arion banka sem kynnt verður í dag. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur í greiningardeild bankans, segir vægast sagt fáheyrt að ríki, hvað þá myntsvæði, sé jafn háð ferðaþjónustu og Ísland. „Það er mjög óalgengt að ferðaþjónusta hafi eins mikil áhrif á hagkerfið og gengi gjaldmiðils og hér. Yfirleitt spyrja menn hvaða áhrif gengið hafi á ferðaþjónustuna, en færri velta því fyrir sér hvaða áhrif ferðaþjónustan hefur á gengið. Það eru nokkuð skýrar vísbendingar um að einn af stærstu – ef ekki sá stærsti – drifkröftunum í gengisstyrkingu krónunnar síðustu misseri hafi verið ferðaþjónustan sjálf. Hún hefur verið aðaldrifkrafturinn í hagkerfinu.“ Greiningardeildin gerir ráð fyrir áframhaldandi fjölgun ferðamanna á næstu árum, en að hægja taki á vextinum. Í grunnsviðsmynd sérfræðinga bankans er gert ráð fyrir að ferðamönnum fjölgi um 11 prósent á næsta ári, og að alls 2,5 milljónir ferðamanna heimsæki landið, og 8 prósent árið 2019. Til samanburðar var vöxturinn 38 prósent í fyrra. Að mati greiningardeildarinnar ræður flugframboð meira um fjölgun ferðamanna á næstu árum en gengisstyrking krónunnar. Bendir deildin á að árið 2005 hafi tvö flugfélög flogið allan ársins hring til landsins en í ár eru þau fimmtán talsins.Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur í greiningardeild Arion banka.Samkvæmt grunnsviðsmynd greiningardeildarinnar má áætla að tekjur af erlendum ferðamönnum á árunum 2017 til 2020 nemi tæpum 2.400 milljörðum króna eða sem nemur allri landsframleiðslu Íslands í fyrra. Auk þess kemur fram í úttekt greiningardeildarinnar að hagvöxtur í fyrra hefði verið nær 4 prósentum, en ekki 7,4 prósent, ef ekki hefði verið fyrir aukin umsvif í ferðaþjónustunni. Var vægi ferðaþjónustunnar í útflutningi um 42 prósent í fyrra sem er um helmingi meira en sjávarútvegur og áliðnaður samanlagt.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Markaðir Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ Atvinnulíf „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira