Forsetinn sendi Alþingi ótvíræð skilaboð varðandi stjórnarskrána Heimir Már Pétursson skrifar 12. september 2017 19:00 Forseti Íslands skorar á Alþingi að breyta stjórnarskránni og lögum hvað varðar völd forseta, og þá alveg sérstaklega um aðkomu hans að því að fólk fái uppreist æru. Ekki verði unað við óbreytt ástand og ekki unnið áfram eftir óbreyttu verklagi. Þá verða á hlusta á ríka kröfu um aðrar breytingar á stjórnarskránni. Alþingi var sett með hefðbundnum hætti í dag. Þingmenn og aðrir gestir fóru til guðsþjónustu í Dómkirkjunni og að henni lokinni ávarpaði forseti Íslands Alþingi. Guðni Th. Jóhannesson gerði stjórnarskrána að umtalsefni í ávarpi sínu til þingmanna. Hann sagði Alþingi þungamiðju stjórnskipunar landsins og þangað horfði fólk þegar það æskti endurskoðunar á lögum landsins og því mikilvægt að þingið væri traustsins vert. „Þau sjóinarmið hafa lengi heyrst í samfélaginu og þessum sal að skilgreina þurfi betur í stjórnarskrá völd og ábyrgð forseta Íslands,“ sagði Guðni. Ekki vegna þess að sá þáttur væri brýnni en aðrir þegar rætt væri um breytingar á grunnsáttmála þjóðarinnar, heldur lægi beint við að huga að þessum þætti vegna nýlegra álitamála um stjórnskipulega stöðu forsetans. „Fyrr í sumar brugðust fjölmargir ókvæða við þegar kynferðisbrotamenn fengu uppreist æru eftir afplánun dóms. Engu skipti að stuðst var við lög og ríka hefð um framkvæmdina. Þetta skipti engu vegna þess að lagahugtakið uppreist æru þykir úrelt og villandi. Löngu er tímabært að það heyri sögunni til,“ sagði forsetinn. Vissulega ættu þeir sem tekið hefðu út dóm að feta áfram lífsins göngu þrátt fyrir þær þjáningar sem þeir hefðu valdið öðrum. Einlæg iðrun og yfirbót væru til góðs. „Og þótt fólk geti hlotið borgaraleg réttindi á ný að lokinni betrunar- og refsivist hefur slík aðgerð ekkert með æru að gera. Þá er það sjónarmið skynsamlegt sem alþingismenn hafa lýst að endurheimt ýmissra réttinda megi skilyrða og takmarka að lögum í ljósi þess afbrots sem framið var,“ sagði Guðni. Forsetinn sagði menn verða að læra af biturri reynslu og ásetningur Alþingis og ríkisstjórnar um breytingar á lögum um uppreist æru gæfi honum von um að svo fari. Það sé mikilvægt að hlusta þegar fólki sé misboðið og færi rök fyrir sínu máli og að menn axli ábyrgð. „Sú er raunin núna. Við óbreytt ástand verður ekki unað. Eftir óbreytti verklagi verður ekki unnið,“ sagði forsetinn. Þá lýsti hann þeirri von sinni að Alþingi yrði einnig við kröfum um endurskoðun á stjórnarskrá Íslands á þeim grundvelli sem unnið hafi verið á undanförnum árum á vettvangi stjórnlagaráðs og stjórnarskrárnefnda. Alþingi Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Sjá meira
Forseti Íslands skorar á Alþingi að breyta stjórnarskránni og lögum hvað varðar völd forseta, og þá alveg sérstaklega um aðkomu hans að því að fólk fái uppreist æru. Ekki verði unað við óbreytt ástand og ekki unnið áfram eftir óbreyttu verklagi. Þá verða á hlusta á ríka kröfu um aðrar breytingar á stjórnarskránni. Alþingi var sett með hefðbundnum hætti í dag. Þingmenn og aðrir gestir fóru til guðsþjónustu í Dómkirkjunni og að henni lokinni ávarpaði forseti Íslands Alþingi. Guðni Th. Jóhannesson gerði stjórnarskrána að umtalsefni í ávarpi sínu til þingmanna. Hann sagði Alþingi þungamiðju stjórnskipunar landsins og þangað horfði fólk þegar það æskti endurskoðunar á lögum landsins og því mikilvægt að þingið væri traustsins vert. „Þau sjóinarmið hafa lengi heyrst í samfélaginu og þessum sal að skilgreina þurfi betur í stjórnarskrá völd og ábyrgð forseta Íslands,“ sagði Guðni. Ekki vegna þess að sá þáttur væri brýnni en aðrir þegar rætt væri um breytingar á grunnsáttmála þjóðarinnar, heldur lægi beint við að huga að þessum þætti vegna nýlegra álitamála um stjórnskipulega stöðu forsetans. „Fyrr í sumar brugðust fjölmargir ókvæða við þegar kynferðisbrotamenn fengu uppreist æru eftir afplánun dóms. Engu skipti að stuðst var við lög og ríka hefð um framkvæmdina. Þetta skipti engu vegna þess að lagahugtakið uppreist æru þykir úrelt og villandi. Löngu er tímabært að það heyri sögunni til,“ sagði forsetinn. Vissulega ættu þeir sem tekið hefðu út dóm að feta áfram lífsins göngu þrátt fyrir þær þjáningar sem þeir hefðu valdið öðrum. Einlæg iðrun og yfirbót væru til góðs. „Og þótt fólk geti hlotið borgaraleg réttindi á ný að lokinni betrunar- og refsivist hefur slík aðgerð ekkert með æru að gera. Þá er það sjónarmið skynsamlegt sem alþingismenn hafa lýst að endurheimt ýmissra réttinda megi skilyrða og takmarka að lögum í ljósi þess afbrots sem framið var,“ sagði Guðni. Forsetinn sagði menn verða að læra af biturri reynslu og ásetningur Alþingis og ríkisstjórnar um breytingar á lögum um uppreist æru gæfi honum von um að svo fari. Það sé mikilvægt að hlusta þegar fólki sé misboðið og færi rök fyrir sínu máli og að menn axli ábyrgð. „Sú er raunin núna. Við óbreytt ástand verður ekki unað. Eftir óbreytti verklagi verður ekki unnið,“ sagði forsetinn. Þá lýsti hann þeirri von sinni að Alþingi yrði einnig við kröfum um endurskoðun á stjórnarskrá Íslands á þeim grundvelli sem unnið hafi verið á undanförnum árum á vettvangi stjórnlagaráðs og stjórnarskrárnefnda.
Alþingi Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Sjá meira