Landsliðsmaðurinn Kristófer Acox hefur samið við Star Hotshots sem spilar í efstu deild á Filippseyjum. Þetta staðfesti Kristófer í samtali við mbl.is.
Kristófer mun leika með KR í vetur eins og áætlað var. Ekki er þó víst hvenær hann kemur til liðs við Íslands- og bikarmeistaranna.
Fjórar umferðir eru eftir að deildakeppninni á Filippseyjum. Star Hotshots er í 7. sæti deildarinnar og þarf að vinna þrjá af fjórum leikjum sem eftir eru til að komast í úrslitakeppnina.
Kristófer gæti misst af fyrsta leik KR í Evrópukeppninni en ólíklegt þykir að hann muni missa af leikjum í Domino's deildinni.
Kristófer til Filippseyja
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“
Íslenski boltinn






Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp
Fótbolti
