Blóð, sviti og tár Ellert B. Schram skrifar 11. september 2017 07:00 Yndislegu sumri er að ljúka og tíminn er fljótur að líða þegar gaman er að vera til. Ekki síst hjá fólki sem komið er á efri ár og elskar hvern dag sem er dýrmætur. Í félagi eldri borgara eru nú skráðir yfir ellefu þúsund manns, sem er met. Það er annasamt að vera formaður í svona stórum félagsskap, en um leið gefandi og ykkur að segja hef ég gaman og gagn af afskiptum mínum af margskonar viðburðum og samtölum. Ekki er þar alltaf á vísan að róa, þegar leitað er upplýsinga um kjör og réttindi eldra fólks. Kerfið er stundum lítt skiljanlegt. Það þarf blóð, svita og tár til að laga það til. Ein furðulegasta uppákoman er svokallað frítekjumark, sem felur í sér að þeir sem eiga rétt á ellilífeyri úr almenna tryggingarkerfinu, eru skertir í bótakerfinu, ef þeir vinna fyrir launum, sem gætu hjálpað þeim að eiga fyrir útgjöldum, mat og heilsueflingu, hjálpað þeim að njóta lífsins í staðinn fyrir að verða afgangsstærð í samfélaginu. Með öðrum orðum: þau eru föst í fátæktargildru. Hverjum datt í hug að búa til svona kerfi? Af hverju er það ekki þurrkað burt með einu pennastriki? Af hverju dettur engum í hug á sextíu og þriggja manna Alþingi að leggja niður þessa vitleysu? Þessa óskiljanlegu fátæktargildru? Ég get með engu móti skilið eða sætt mig við þá ákvörðun stjórnvalda, að búa til kerfi og lög sem fela í sér tillitsleysi gagnvart elstu kynslóðinni, fólkinu sem á að gleðjast á sinni lífsgöngu og vera með í daglegu lífi til æviloka. Frítekjumarkið er afskræmi kerfisins í heimi „excel-skjala“. Og svo eru stjórnmálaflokkar notaðir til að „passa upp á tekjur ríkisins“ í einhverjum fjármálaáætlunum! Á kostnað eldri borgara sem eiga það inni hjá samfélaginu að fá að eiga áhyggjulaust ævikvöld.Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ellert B. Schram Skoðun Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Yndislegu sumri er að ljúka og tíminn er fljótur að líða þegar gaman er að vera til. Ekki síst hjá fólki sem komið er á efri ár og elskar hvern dag sem er dýrmætur. Í félagi eldri borgara eru nú skráðir yfir ellefu þúsund manns, sem er met. Það er annasamt að vera formaður í svona stórum félagsskap, en um leið gefandi og ykkur að segja hef ég gaman og gagn af afskiptum mínum af margskonar viðburðum og samtölum. Ekki er þar alltaf á vísan að róa, þegar leitað er upplýsinga um kjör og réttindi eldra fólks. Kerfið er stundum lítt skiljanlegt. Það þarf blóð, svita og tár til að laga það til. Ein furðulegasta uppákoman er svokallað frítekjumark, sem felur í sér að þeir sem eiga rétt á ellilífeyri úr almenna tryggingarkerfinu, eru skertir í bótakerfinu, ef þeir vinna fyrir launum, sem gætu hjálpað þeim að eiga fyrir útgjöldum, mat og heilsueflingu, hjálpað þeim að njóta lífsins í staðinn fyrir að verða afgangsstærð í samfélaginu. Með öðrum orðum: þau eru föst í fátæktargildru. Hverjum datt í hug að búa til svona kerfi? Af hverju er það ekki þurrkað burt með einu pennastriki? Af hverju dettur engum í hug á sextíu og þriggja manna Alþingi að leggja niður þessa vitleysu? Þessa óskiljanlegu fátæktargildru? Ég get með engu móti skilið eða sætt mig við þá ákvörðun stjórnvalda, að búa til kerfi og lög sem fela í sér tillitsleysi gagnvart elstu kynslóðinni, fólkinu sem á að gleðjast á sinni lífsgöngu og vera með í daglegu lífi til æviloka. Frítekjumarkið er afskræmi kerfisins í heimi „excel-skjala“. Og svo eru stjórnmálaflokkar notaðir til að „passa upp á tekjur ríkisins“ í einhverjum fjármálaáætlunum! Á kostnað eldri borgara sem eiga það inni hjá samfélaginu að fá að eiga áhyggjulaust ævikvöld.Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni