Fjölmargir hafa deilt myndböndum af ströndum Bahama-eyja þar sem sjá má að sjórinn virðist á bak og burt.
Angela Fritz, veðurfræðingur Washington Post, segir í grein sinni að þetta sé sjaldgæft fyrirbæri.
„Suma hluti læra veðurfræðingar einungis í skólabókum og fá aldrei að sjá með eigin augum. Í raun er engin leið að vita hvenær svona hlutir gerast, en líkurnar á því að sjá hin stórfurðulegustu veðurfyrirbæri eru litlar sem engar. Þetta er einn af þessum hlutum, fellibylur sem er nógu kröftugur til að breyta lögun hafsins.“
Fritz segir að ástæða fyrirbærisins vera þá fellibylurinn Irma er svo kraftmikill, og þrýstingurinn svo lágur, að allt vatn í kringum fellibylinn sogast inn í auga hans.
„Sjórinn mun þó skila sér aftur, líklega ekki af miklum krafti. Að öllum líkindum verður sjórinn eins og áður á sunnudags eftirmiðdag.“
Twitter notandinnn @Kaydi_K birti myndband frá Long Island á Bahamaeyjum þar sem sjá má þurran hafsbotninn.
„Ég trúi þessu ekki, þetta er Long Island, Bahamas og sjórinn er horfinn! Eins langt og augað eygir,“ skrifaði hún við myndbandið sem sjá má hér að neðan.
Irma fór yfir Bahamaeyjar á föstudag. Engin dauðsföll urðu vegna fellibylsins á eyjunum og engar meiriháttar skemmdir urðu á innviðum eyjanna.
I am in disbelief right now... This is Long Island, Bahamas and the ocean water is missing!!! That's as far as they see #HurricaneIrma wtf pic.twitter.com/AhPAonjO6s
— #ForeverFlourish (@Kaydi_K) September 9, 2017