Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 28. október 2025 20:51 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Vísir/Egill Ráðgjafi sem fékk 160 milljónir króna greiddar fyrir störf sín fyrir embætti Ríkislögreglustjóra var ráðinn í tímabundið starf hjá embættinu tveimur dögum eftir að blaðamaður Ríkisútvarpsins óskaði eftir upplýsingum um starf ráðgjafans. Dómsmálaráðherra hyggst funda með ríkislögreglustjóra. Greint var frá í gær að embætti ríkislögreglustjóra hefði greitt ráðgjafafyrirtækinu Intra ráðgjöf alls 160 milljónir króna á síðustu fimm árum. Fyrirtækið er rekið til að sjá um starf Þórunnar Óðinsdóttur og er hún eini starfsmaður þess. Þórunn var fyrst fengin í minna hlutverk en fljótt bættust við verkefnin og var hún farin að sjá um flutninga embættisins frá Skúlagötu yfir á Rauðarárstíg vegna myglu, allt á tímakaupi upp á tæpar 36 þúsund krónur. Meðal þess sem hún gerði var að skreppa í Jysk. Blaðamaður RÚV byrjaði að grennslast fyrir um málið í maí en í lok ágúst höfðu reikningar Intru fyrir síðustu þrjá mánuði birst á Opnum reikningum. Í kjölfarið, þann 3. september, var send önnur fyrirspurn og óskað eftir öllum tímaskýrslum og reikningum. Þann 5. september hafði Þórunn verið ráðin í fullt starf í þrjá mánuði, án auglýsingar. Það var þó ekki fyrr en í svari embættis ríkislögreglustjóra við umfjöllun gærdagsins, þar sem greint var frá að Þórunn hefði nýverið verið ráðin í fullt starf, og var rökstuðningurinn að um væri að ræða hagkvæma ráðstöfun. Heimildir RÚV herma þá að tíu starfsmönnum ríkislögreglustjóra var sagt upp í sparnaðarskyni í gær. Í viðtali við RÚV segir Sigríður að húsnæðisbras, varnargarðar og heimsókn Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta séu meðal ástæðna fyrir því að hún taldi embættið þurfa á aðstoð ráðgjafans að halda. Þórunn var fengin til að verkstýra neyðarflutningum embættisins og hafi meðal annars aðstoðað við að flytja kassa og þrífa húsbúnað, oft á kvöldin og um helgar. Hún viðurkennir eftir á að hyggja að hún hefði átt að gera samning. Sjö milljónir króna til Jysk Jysk-ferðir Þórunnar vöktu athygli, sér í lagi þar sem eiginmaður hennar er Þórarinn Ingi Ólafsson, forstjóri móðurfélags og stjórnarformaður Jysk á Íslandi. RÚV greinir frá því að á meðan Sigríður Björk hefur gegnt embætti ríkislögreglustjóra hafi viðskipti við Jysk verið upp á sjö milljónir króna í 130 reikningum. Árin tvö áður en Sigríður tók við embætti og Þórunn tók til starfa námu reikningar frá Jysk 250 þúsund krónum. Í svari embættisins í gær sagði að ákvörðunin um að eiga í viðskiptum við Jysk hafi verið tekin af starfsmönnum embættisins og hafi þau vitað af tengslum hennar við verslunina. Hins vegar hafi verslunin boðið upp á hagkvæmasta verðlagið. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra gagnrýnir Sigríði Björk og segir það blasa við að standa hefði mátt betur að málum. Hún hyggst funda með ríkislögreglustjóra til að fá nánari skýringar. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglan Rekstur hins opinbera Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Tengdar fréttir Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Stjórnsýsla ríkislögreglustjóra við kaup á þjónustu ráðgjafafyrirtækisins Intra er óeðlileg og brýtur ýmsar reglur. Þetta er mat stjórnsýslufræðings sem segir augljóst að bjóða hefði átt þjónustuna út miðað við hve háar upphæðir sé um að ræða. 28. október 2025 14:03 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Greint var frá í gær að embætti ríkislögreglustjóra hefði greitt ráðgjafafyrirtækinu Intra ráðgjöf alls 160 milljónir króna á síðustu fimm árum. Fyrirtækið er rekið til að sjá um starf Þórunnar Óðinsdóttur og er hún eini starfsmaður þess. Þórunn var fyrst fengin í minna hlutverk en fljótt bættust við verkefnin og var hún farin að sjá um flutninga embættisins frá Skúlagötu yfir á Rauðarárstíg vegna myglu, allt á tímakaupi upp á tæpar 36 þúsund krónur. Meðal þess sem hún gerði var að skreppa í Jysk. Blaðamaður RÚV byrjaði að grennslast fyrir um málið í maí en í lok ágúst höfðu reikningar Intru fyrir síðustu þrjá mánuði birst á Opnum reikningum. Í kjölfarið, þann 3. september, var send önnur fyrirspurn og óskað eftir öllum tímaskýrslum og reikningum. Þann 5. september hafði Þórunn verið ráðin í fullt starf í þrjá mánuði, án auglýsingar. Það var þó ekki fyrr en í svari embættis ríkislögreglustjóra við umfjöllun gærdagsins, þar sem greint var frá að Þórunn hefði nýverið verið ráðin í fullt starf, og var rökstuðningurinn að um væri að ræða hagkvæma ráðstöfun. Heimildir RÚV herma þá að tíu starfsmönnum ríkislögreglustjóra var sagt upp í sparnaðarskyni í gær. Í viðtali við RÚV segir Sigríður að húsnæðisbras, varnargarðar og heimsókn Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta séu meðal ástæðna fyrir því að hún taldi embættið þurfa á aðstoð ráðgjafans að halda. Þórunn var fengin til að verkstýra neyðarflutningum embættisins og hafi meðal annars aðstoðað við að flytja kassa og þrífa húsbúnað, oft á kvöldin og um helgar. Hún viðurkennir eftir á að hyggja að hún hefði átt að gera samning. Sjö milljónir króna til Jysk Jysk-ferðir Þórunnar vöktu athygli, sér í lagi þar sem eiginmaður hennar er Þórarinn Ingi Ólafsson, forstjóri móðurfélags og stjórnarformaður Jysk á Íslandi. RÚV greinir frá því að á meðan Sigríður Björk hefur gegnt embætti ríkislögreglustjóra hafi viðskipti við Jysk verið upp á sjö milljónir króna í 130 reikningum. Árin tvö áður en Sigríður tók við embætti og Þórunn tók til starfa námu reikningar frá Jysk 250 þúsund krónum. Í svari embættisins í gær sagði að ákvörðunin um að eiga í viðskiptum við Jysk hafi verið tekin af starfsmönnum embættisins og hafi þau vitað af tengslum hennar við verslunina. Hins vegar hafi verslunin boðið upp á hagkvæmasta verðlagið. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra gagnrýnir Sigríði Björk og segir það blasa við að standa hefði mátt betur að málum. Hún hyggst funda með ríkislögreglustjóra til að fá nánari skýringar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglan Rekstur hins opinbera Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Tengdar fréttir Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Stjórnsýsla ríkislögreglustjóra við kaup á þjónustu ráðgjafafyrirtækisins Intra er óeðlileg og brýtur ýmsar reglur. Þetta er mat stjórnsýslufræðings sem segir augljóst að bjóða hefði átt þjónustuna út miðað við hve háar upphæðir sé um að ræða. 28. október 2025 14:03 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Stjórnsýsla ríkislögreglustjóra við kaup á þjónustu ráðgjafafyrirtækisins Intra er óeðlileg og brýtur ýmsar reglur. Þetta er mat stjórnsýslufræðings sem segir augljóst að bjóða hefði átt þjónustuna út miðað við hve háar upphæðir sé um að ræða. 28. október 2025 14:03