Miðflokkur Sigmundar Davíðs virðist kljúfa Framsókn í tvennt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. september 2017 06:00 Sigmundur Davíð virðist kljúfa Framsókn í tvennt Vísir/Auðunn „Fréttin er auðvitað sú að það lítur út fyrir að Sigmundur sé búinn að kljúfa Framsóknarflokkinn í tvennt,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við HA, um nýja könnun MMR. Vísar Grétar til þess að Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar mælist með 7,3 prósenta fylgi en Framsóknarflokkurinn, gamli flokkur Sigmundar, 6,4 prósent. Grétar segir þó að könnunin sé gerð ofan í það að Sigmundur sé búinn að eiga sviðið í nokkra daga. Til að mynda vegna fregna af því að ýmsir hafi yfirgefið Framsóknarflokkinn með leiðtoganum fyrrverandi. „Við höfum ekkert séð á spilin hjá honum enn þá. Það er ekki búið að birta neina stefnu. Ég held við þurfum að bíða og sjá viðbrögð annarra og hvaða stefnu flokkurinn setur á borðið áður en við getum farið að segja hvernig staðan verður,“ segir Grétar og bætir því við að vika geti verið langur tími. Björt framtíð mælist nú með 2,5 prósenta fylgi en flokkurinn sleit ríkisstjórnarsamstarfi fyrr í september. Ýmsir sökuðu flokkinn um að hafa slitið samstarfinu til þess að auka fylgi sitt. „Hafi Björt framtíð sprengt ríkisstjórnina til að reyna að bæta stöðu sína í könnunum held ég að það hafi mistekist hrapallega. Það er heldur alls ekkert víst að það hafi verið aðalástæðan,“ segir Grétar en flokksmenn sögðu ástæðuna trúnaðarbrest. Samkvæmt könnuninni mælast Vinstri græn stærst með 24,7 prósenta fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent. Spútnikflokkurinn Flokkur fólksins mælist í 8,5 prósentum. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
„Fréttin er auðvitað sú að það lítur út fyrir að Sigmundur sé búinn að kljúfa Framsóknarflokkinn í tvennt,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við HA, um nýja könnun MMR. Vísar Grétar til þess að Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar mælist með 7,3 prósenta fylgi en Framsóknarflokkurinn, gamli flokkur Sigmundar, 6,4 prósent. Grétar segir þó að könnunin sé gerð ofan í það að Sigmundur sé búinn að eiga sviðið í nokkra daga. Til að mynda vegna fregna af því að ýmsir hafi yfirgefið Framsóknarflokkinn með leiðtoganum fyrrverandi. „Við höfum ekkert séð á spilin hjá honum enn þá. Það er ekki búið að birta neina stefnu. Ég held við þurfum að bíða og sjá viðbrögð annarra og hvaða stefnu flokkurinn setur á borðið áður en við getum farið að segja hvernig staðan verður,“ segir Grétar og bætir því við að vika geti verið langur tími. Björt framtíð mælist nú með 2,5 prósenta fylgi en flokkurinn sleit ríkisstjórnarsamstarfi fyrr í september. Ýmsir sökuðu flokkinn um að hafa slitið samstarfinu til þess að auka fylgi sitt. „Hafi Björt framtíð sprengt ríkisstjórnina til að reyna að bæta stöðu sína í könnunum held ég að það hafi mistekist hrapallega. Það er heldur alls ekkert víst að það hafi verið aðalástæðan,“ segir Grétar en flokksmenn sögðu ástæðuna trúnaðarbrest. Samkvæmt könnuninni mælast Vinstri græn stærst með 24,7 prósenta fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent. Spútnikflokkurinn Flokkur fólksins mælist í 8,5 prósentum.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira