Erlent

Brexit-viðræður ganga betur

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
David Davis, Brexitmálaráðherra.
David Davis, Brexitmálaráðherra. Vísir/epa
Stór skref hafa verið tekin í viðræðum Bretlands og Evrópusambandið um útgöngu Breta úr ESB. Frá þessu greindi David Davis, Brexitmálaráðherra Bretlands, í gær en þá lauk enn einni lotunni í viðræðunum. Lotan var sú fyrsta frá því Theresa May forsætisráðherra greindi frá því að Bretar óskuðu eftir tveggja ára útgönguferli.

Michel Barnier, formaður samninganefndar ESB, sagði að þótt árangur hefði náðst væri enn langt í land. Langt væri á milli aðila í ákveðnum málum. Barnier sagði þó ekki um hvaða mál væri að ræða en sagði að það gætu verið vikur eða mánuðir þar til hægt verður að ræða samband ESB og Bretlands eftir Brexit. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×